Sigurður Stefánsson (1895-1988)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigurður Stefánsson (1895-1988)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

15.12.1895-22.04.1988

History

Sigurður ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður sem reistu bú á Þverá er Sigurður var á öðru aldursári. Dvaldist Sigurður á heimili þeirra framá fullorðinsár og voru öll ummæli hans um stjúpmóður sína mjög á besta veg. Að þverá vistaðist síðan konuefni Sigurðar og reistu þau bú árið 1916 á Rein í Hegranesi. Þar bjuggu þau í 3 ár en fluttust þá að Syðri Hofdölum í húsmennsku. Bjuggu þau í 3 ár en fluttust þá að Hjaltastaðakoti (nú Grænumýri) í Blönduhlíð í eitt ár en síðan tók húsmennska við á ný og lá um bæina Merkigarð í Tungusveit 1922-1923, Torfmýri í Blönduhlíð 1923-1924 og Ytri Húsabakka í Seyluhreppi 1924-1926, en þaðan fluttust þau til Sauðárkróks og þar stóð heimili þeirra æ síðan. Þótt búskapur þeirra hjóna framan ævinnar á bágum rýrðarkotum skilaði þeim litlum ábata nlundaði henigðin til bústarfa lengst af með Sigurði og fram á efstu ár hafði hann nokkrar skepnur sér til gamans en þó einnig til marktækra nytja um alllangt skeið líkt og margir Sauðárkróksbúar fram yfir miðja öldina. Hann keypti jörðina Sauðá árið 1958 og varð síðasti eigandi hennar altl til þess að Sauðárkróksbær yfirtók með eignarnámi. Var hann stundum kenndur við Sauðá. Sigurður stundaði lengst af verkamannavinnu, eftir að hann fluttist úr sveitinni, og vann um árabil á vegum kaupfélagsins. Hann var einn í hópi fastra starfsmanna við sláturhúsið þar sem hann starfaði sem vigtarmaður í tengslum við kjötmatsmann. Var aðdáunarvert að fylgjast með Sigurði er hann vann þetta starf sem stjórnaðist af hraða kjötskoðunarmannsins en Sigurður las af vigtinni og skrifaði nótuna samtímis þar sem ekki skakkaði um tugabrot eða dálk og engu skeikaði með frábærri rithönd og vandvirkni en nótan var frágengin samtímis og lokið var vigtun fyrir innleggjandann. Það mun hafa verið samdóma álit allra sem kynntust að vinnubrögð þessu lík væru á fárra manna færi. Um öll efni var manngerð Sigurðar sú að hann hafði allra traust sem honum kynntust, hæglátur vandaður og öruggur. Sigurður var afar vel greindur og viðhorf hans til mannlífsins jafnan jákvæð sem honum veittist auðveldara felstum örum að koma til skila í fáum orðum. Hann starfaði talsvert með Verkamannafélaginu Fram á fyrstu árum þess og vann ötullega að eflingu þess, sat í stjórn umskeið, var fylgsimaður jafnaðarhreyfingarinnar og starfaði um árabil með Alþýðuflokksfélaginu á Sauðárkróki.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S01459

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

07.09.2016 frumskráning í atom sfa

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places