Sigurgeir Snæbjörnsson (1928-2005)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigurgeir Snæbjörnsson (1928-2005)

Parallel form(s) of name

  • Geiri í Bakaríinu

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

14.06 1928-19.07.2005

History

Sigurgeir Snæbjörnsson fæddist á Sauðárkróki 14. júní 1928. Hann lést á taugadeild Landspítalans í Fossvogi 19. júlí síðastliðinn. Sigurgeir var sonur hjónanna Snæbjarnar Sigurgeirssonar, bakarameistara á Sauðárkróki, f. í Gunnarssundsnesi við Stykkishólm 22.3. 1886, d. 3.9. 1932 og Ólínu Björnsdóttur frá Skefilsstöðum á Skaga í Skagafirði, f. 23.5. 1903, d. 13.10. 1980. Sigurgeir var alinn upp á Sauðárkróki. 4ra ára missti hann föður sinn en Ólína giftist aftur Guðjóni Sigurðssyni bakarameistara á Sauðárkróki, f. á Mannskaðahóli á Höfðaströnd 3.11. 1908, d. á Sauðárkróki 16.9. 1986. Sigurgeir var fjórði í röð 9 systkina. Látin eru Ólöf Sigríður Snæbjarnardóttir, Sigurunn Geirlaug Snæbjarnardóttir og Elma Björk Guðjónsdóttir. Á lífi eru Guðrún Snæbjarnardóttir, Eva Snæbjarnardóttir, Snæbjörg Snæbjarnardóttir, Birna Guðjónsdóttir og Gunnar Þórir Guðjónsson.
Sigurgeir kvæntist hinn 12. júní 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni Auði Hannesdóttur, f. 16.11. 1930. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir, f. 22.10. 1900, d.11.8. 1958 og Hannes Jónsson, f. 17.11. 1893, d. 17.11. 1977. Börn Auðar og Sigurgeirs eru: 1) Ólína, f. 24.11. 1954, gift Ragnari Bergssyni. Sonur Ólínu er Brynjar Örvarsson, f. 1.7.1976, kona hans er Anna Jóna Magnúsdóttir og dóttir þeirra Elísa Lind, f. 30.7. 2003. Dætur Ólínu og Ragnars eru Harpa, f. 16.4. 1984 og Ragnheiður, f. 25.12.1992. 2) Heba, f. 24.10. 1956. Börn hennar eru: a) Auður Þórhallsdóttir, f. 6.8. 1974, sonur hennar er Bjarki Björgvinsson, f. 21.5. 1992, b) Elvar Arason, f. 23.10. 1984, og c) Lára Aradóttir, f. 21.6. 1988. 3) Snæbjörn, f. 23.1.1958. Börn hans eru: a) Sigurgeir, f. 15.3. 1977, dætur hans eru Katrín Tanja og Hrefna Karítas, og b) Smári Freyr, f. 22.11.1992. Fóstursynir Snæbjarnar eru Ívar, f. 6.5. 1982 og Máni Snær, f. 9.4. 1988. 4) Hannes, f. 5.5. 1961, kvæntur Gunnhildi Hörpu Hauksdóttur. Dóttir hennar er Fanney Marín, f. 13.12. 1978. Börn Hannesar eru Þuríður, f. 12.12.1982, og Indriði, f. 6.12.1984. Stjúpsonur Hannesar er Ingvar, f. 5.4.1997. 5) Hrafnhildur, f. 5.2.1966, gift Heiðari Smárasyni, f. 1.11. 1964. Börn þeirra eru Eyþór Smári, f. 19.7. 1985, og Ester, f. 29.3. 1991.

1946 veiktist Sigurgeir af berklum og átti í þeim veikindum í 2 ár. Haustið 1948 sat hann í þriðja bekk Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki og tók þaðan landspróf um vorið. Haustið 1949 fór hann í rafvirkjanám í Iðnskólanum í Reykjavík, en kláraði ekki námið þar sem veikindi hans tóku sig upp á ný. Hann vann um tíma sem verkstjóri hjá Varnarliðinu í Keflavík og síðan vann hann við verslunarstörf, fyrst fyrir aðra en síðan við sín eigin fyrirtæki og starfaði við þau alla sína starfsævi. Áhugamál Sigurgeirs lengi vel var laxveiði og seinni hluta ævinnar átti trjárækt hug hans allan.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980) (23.05.1903-13.10.1980)

Identifier of the related entity

S01813

Category of the relationship

family

Type of relationship

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980) is the parent of Sigurgeir Snæbjörnsson (1928-2005)

Dates of the relationship

Description of relationship

Control area

Authority record identifier

IS-HSk-S00224

Institution identifier

SFA

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

16.11. 2015 frumskráning í AtoM.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes