Staðarhreppur Skagafirði

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Staðarhreppur Skagafirði

Equivalent terms

Staðarhreppur Skagafirði

Tengd hugtök

Staðarhreppur Skagafirði

3 Nafnspjöld results for Staðarhreppur Skagafirði

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Jón Jóhannesson (1864-1930)

  • S3405
  • Person
  • 03.12.1864-17.08.1930

Jón Jóhannessonar, f. 03.12.1864, f. 17.08.1930. Foreldrar: Jóhannes Oddsson (1830-1879) og Elínborg Jónsdóttir (1829-1876). Jón missti foreldra sína er hann var á fermingaraldri og varð því snemma að vinna fyrir sér. Hann var mörg ár vinnumaður. Bóndi í vík á parti (Ytri-Vík) 1897-1907, Birkihlíð (Hólkoti) 1907-1912, Auðnum 1912-1917.
Maki: Anna Soffía Jósefsdóttir (1868-1909). Þau eignuðust eina dóttur.

Jósafat Guðmundsson (1853-1934)

  • S03038
  • Person
  • 2. júní 1853 - 21. maí 1934

Fæddur á Löngumýri í Vallhólmi. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson (1826-1902), sem víða var vinnumaður, m.a. á Hafsteinsstöðum og Anna Helgadóttir (1818-1889). Jósafat fylgdi móður sinni sem var vinnukona á ýmsum stöðum, m.a. nokkur ár í Viðvík. Jósafat var bóndi í Auðnum 1882-1883, Krossanesi 1883-1914, Syðri-Hofdölum 1914-1927. Brá þá búi og dvaldi eftir það hjá börnum sínum. Hann sat allengi í hreppsnefnd Seyluhrepps. Maki: Guðrún Ólafsdóttir (1855-1901) frá Ögmundarstöðum. Þau eignuðust fimmtán börn og komust 10 þeirra upp. Eftir að Guðrún lést bjó Jósafat með Margréti systur hennar og eignaðist með henni eitt barn, sem dó í bernsku.
Auk þess átti hann 2 börn með Ingibjörgu Jóhannsdóttur (1870-1947).