Item 1 - Teikning

Original Digital object not accessible

Identity area

Reference code

IS HSk N00121-1

Title

Teikning

Date(s)

  • 1950 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Ein teikning á örk.

Context area

Name of creator

(1945-1953)

Biographical history

Minnisvarði um Stephan G. Stephansson var reistur á Arnarstapa í Skagafirði árið 1953, í tilefni af aldarafmælis skáldsins. Árið 1945 reifaði Eyþór Stefánsson tónskáld hugmyndina um byggingu minnisvarðans á skemmtun í Litla-Garði í Hegranesi. Í kjölfarið var stofnuð nefnd sem vann að því að þessi hugmynd yrði að veruleika. Nefndarmenn voru Guðjón Ingimundarson, formaður UMSS, Óskar Magnússon, bóndi í Brekku og Eyþór Stefánsson. Ríkarður Jónsson myndhöggvari var fengin til að gera hugmyndir um minnisvarðan og hannaði hann og gerði lágmyndir á varðann. Staðsetning var ákveðin á Arnastapa, skammt frá fæðingarstað skáldsins og í alfaraleið. Hróbjartur Jónasson múrarameistari á Hamri hafði yfirumsjón með byggingu varðans og hófust framkvæmdir 23. júní 1953. Þann 19. júlí 1953 var minnisvarðinn afhjúpaður að viðstöddu miklu fjölmenni í góðu veðri.

Name of creator

(5. maí 1893 - 3. apríl 1979)

Biographical history

Hróbjartur var fæddur í Hróarsdal árið 1893, sonur hjónanna Jónasar Jónssonar smáskammtalæknis og Elísabetar Gísladóttur. Hróbjartur var í stórum systkinahóp. Elísabet móðir Hróbjartar lést þegar Hróbjartur var árs gamall, seinni kona föður hans, Lilja Jónsdóttir, gekk honum síðar í móðurstað. Hróbjartur var menntaður múrarameistari og vann við það allt sitt líf, samhliða sveitastörfum. Hann giftist Vilhelmínu Helgadóttur og átti með henni 6 börn. Lengst af bjuggu Hróbjartur og Vilhelmína á Hamri en síðustu æviárunum eyddu þau á Sauðárkróki.

Name of creator

(20. sept. 1888 - 17. jan. 1977)

Biographical history

Ríkarður Jónsson fæddist 20. september árið 1888 að Tunguhóli í Fáskrúðsfirði. Hann var sonur Jóns Þórarinssonar, sem var frægur þjóðhagasmiður og bóndi að Núpi á Berufjarðarströnd og síðan að Strýtu við Hamarsfjörð, og síðari konu hans, Ólafar Finnsdóttur húsfreyju. Ríkharður ólst upp að Strýtu, en fór sautján ára til Reykjavíkur í trésmíðanám til Stefáns Eiríkssonar og lauk prófi í þeirri grein tvítugur að aldri. Hann stundaði síðan nám hjá Einari Jónssyni myndhöggvara í Kaupmannahöfn og í Teknisk Selskabs Skole og stundaði nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm og hálft ár. Ríkharður gerði mannamyndir og minnisvarða en einnig rismyndir og tréskurðarverk í kirkjur og aðrar opinberar byggingar. Meðal þekktra verka Ríkarðs má nefna biskupsstól í Kristskirkju í Landakoti, krossmark þar með Kristslíkneski og hurðina á Arnarhvoli. Hann gerði auk þess fjölda brjóstmynda og lágmynda af samtíðarmönnum, skírnarfonta og predikunarstóla.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Teikning eftir Hróbjart Jónasson eða Ríharð Jónsson. Virðast vera hugmyndir að minjagripum tengdum minnisvarðanum.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation revision deletion

Language(s)

Script(s)

Sources

Digital object (Master) rights area

Digital object (Reference) rights area

Digital object (Thumbnail) rights area

Accession area

Related subjects

Related genres

Related places