Ungmennafélagið Varmi (1939-

Identity area

Type of entity

Association

Authorized form of name

Ungmennafélagið Varmi (1939-

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1939 -

History

Þann 15. febrúar 1939 var fundur haldinn á prestsetrinu Barði í Haganeshreppi. Tilgangur fundarins var að stofna Ungmennafélag, á fundinum voru borin fram lög félagsins, þau lesin upp lið fyrir lið og að lokum voru þau borin upp í heild sinni og þau samþykkt einróma. Á fundinum voru 13 fundarmenn en þrír fundarmenn gátu ekki verið á fundinum en voru búin að samþykkja lög félagsins. Fyrsta stjórn nýstofnaðs félags skipaði Lárus Hermannsson, Sæmund Baldvinsson og Níels Hermansson. Í varastjórn voru kosnir Friðrik Baldvinsson, Jón Frímansson og Sigurjón Guðmundsson.
Heimili og varnarþing félagsins er Haganeshreppur.
Í stefnuskrá félagsins kemur fram að tilgangur með félagsskapnum er að vekja löngun hjá öllum landsmönnum til að vinna að alhliða þroska sjálfra sín og annara og öðru því er vera mætti þjóðinni til gæfu.
Að temja sér að beita starfskröftum sínum innan og utan félagsins.
Að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt sem er þjóðlegt og rammíslenskt og sé íslensku þjóðinni til gagns og sóma. Sérstaklega skuli leggja stund á að fegra og prýða móðurmálið.
Tilgangi sínum hyggst félagið sér að ná með því að halda fundi svo oft sem félagsmenn telja þörf á og ákveði yfirstandandi fundur næsta fund ella stjórn félagsins, og það svo oft sem henni þykir við þurfa. Á fundum skal fram fara umræður, upplestrar, íþróttir, fyrirlestrar og fleira.
Ekki er vitað hvort félagið sé ennþá starfandi eða hvort það hafi sameinast öðru félagi.

Places

Haganeshreppur, Skagafirði

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S03763

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects