Ungmennafélög

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Ungmennafélög

Equivalent terms

Ungmennafélög

Associated terms

Ungmennafélög

192 Archival descriptions results for Ungmennafélög

192 results directly related Exclude narrower terms

Ýmis gögn

Ýmis gögn tengt Ungmennafélaginu Tindastóli sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar. Gjörðabók, afrit af fréttum, fundargerð knattleikjaráðs Skagafjarðar, drög að reglugerð vegna ungmennafélags bikars og að lokum auglýsingar frá skíða- og sunddeildum Tindastóls.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Ungmennafélagið Tindastóll: Skjalasafn

  • IS HSk N00457
  • Fonds
  • 1907 - 2004

Gögn sem tengjast Ungmennafélagi Tindastóls. Bókhald, fréttabréf, samningar, skýrslur og fleira.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ungmennafélagið Neisti

  • IS HSk N00027
  • Fonds
  • 11.02.2003-15.08.2011

Fundargerðarbók Ungmennafélagsins Neista frá 11. febrúar 2003 til 15. ágúst 2011. Félagið starfar á Hofsósi og nágrenni.

Ungmennafélagið Neisti (1987-)

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • IS HSk E00028
  • Fonds
  • 1926 - 1976

Tvær innbundnar bækur og handskrifaðar sem innihalda fundargerðir og félagatal frá Ungmennafélaginu Glóðafeyki á tímabilinu 1926-1976.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

Ungmennafélagið Bjarmi

  • IS HSk E00138
  • Fonds
  • 1922 - 1939

Gögn Ungmennafélagsins Bjarma í Goðdalasókn Skagafjarðasýslu.

Ungmennafélagið Bjarmi

Ungmennafélagið Æskan: Skjalasafn

  • IS HSk N00034
  • Fonds
  • 1942-1943

Vinna við húsbyggingu á Melsgili, húsi Ungmennafélags Æskunnar í Staðarhreppi.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Ungmennafélagið Æskan í Staðarhreppi (1905-)

  • IS HSk E00026
  • Fonds
  • 1905 - 1991

Askjan inniheldur fjórar innbundnar og handskrifaðar fundargerðarbækur, sú elsta er frá 1905, innihald þeirra eru fundargerðir, reikningshald, lög og félagatal. Bækurnar hafa allar varðveist mjög vel og eru í góðu ástandi.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Ungmennafélag Holtshrepps

  • IS HSk E00013
  • Fonds
  • 1919 - 1971

Gögn Ungmennafélags Holtshrepps, Fljótum í Skagafirði, frá 1919 til 1971. Í safninu eru alls sex bækur, fjórar fundagerðabækur, frá 1919 - 1964, ein bók með efnahagsreikningum félagsins, fyrir tímabilið 1935-1948 og bók með félagatali og lögum félagsins, dags.1919 - 1949.

Ungmennafélag Holtshrepps

UMSS: Skjalasafn

  • IS HSk N00188
  • Fonds
  • 1906 - 1993

Skjalasafn UMSS frá árunum 1906 - 1993. Bókhald, fundarbækur, ársskýrslur, erindi, skrár, ljósmyndir og ýmis gögn.

UMSS (1910-

UMSS

Gögnin innihalda m.a Fundargerðir, Ársþingskýrslur og Mótaskrá U.M.S.S sem er mjög umfangsmikil, haldin voru mörg mót s.s. Tugþrautarmót, Unglingamót, Meistaramót, Bikarmót og Norðulandamót svo fátt eitt sé talið. En í UMSS gögnum eru líka heimidir frá aðildarfélögum s.s Tindastól knattspyrn og sund. Gögnin eru pappísrsgögn og bæklingar í misjöfnu ástandi einhver rifin og blettótt.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

Sveitarblaðið Árgeisli

"Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki hóf útgáfu handskrifaðs blaðs er nefndist Árgeislinn árið 1907. Blaðið varð þegar í upphafi vettvangur deilna milli félagsmanna þar sem tókust á sjónarmið íhaldsstefnu og frjálslyndis á ýmsum sviðum. Einkum voru átökin um bindindisheit félagsmanna og um hvort félagið ætti að hafa kristileg gildi í hávegum. Helstu baráttumenn hvors hóps voru annars vegar Jón Þ. Björnsson og Brynleifur Tobíasson kennari, sem fulltrúar kristinna gilda og bindindis, og hins vegar Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari og Árni Daníelsson kaupmaður."

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,8 x 15,8 cm.
Bókin inniheldur m.a. heiti á greinum eftir Hannes Hannesson sem Pétur hefur ritað hjá sér sem og uppskrift nokkurra greina.
Einnig kjörskrá Holtshrepps 1966 og úrslit kosninga í hreppnum sama ár. Jafnframt úrslit Alþingiskosninga 1970.
Þá er í bókinni skrá yfir sögur lesnar í útvarpinu 1947-1951. Einnig brot úr fundargerðum ungmennafélagsfunda. Loks sögn frá Hornnesi.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja fimm minnismiðar, m.a. um ættfræði.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Sendibréf

Handskrifað sendibréf á þrjú línustrikuð blöð til Sigurjóns, dags. 13.október 1947 um stofnun Ungmennafélagsins Fram. Bréfið er vel varðveitt og læsilegt.

Ungmennafélagið Fram (1907-)

Reikningabók bindindisfélagsins Tilreyndin Óslandshlíð

Harðspjalda bók sem inniheldur upplýsingar um ársreikninga þ.e. tekjur, gjöld, eignir, skuldir, meðlimatal og skýrslur Bindindisfélagsins Tilreyndin í Óslandshlíð frá 1903 - 1922 og svo í framhaldi sömu upplýsingar um Ungmennafélagið Geisla frá 1923 - 1989. Bókin er heilleg en blaðsíður blettóttar.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

Reglugerðir Ungmennafélagsins Tindastóls

Stílabók í A5 broti.
Í hana eru handskrifaðar regluferðir UMFT.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggur blað í A4 stærð sem á eru skrifaðar einhvers konar hugleiðingar eða uppkast að grein eða ræðu um nafngift Sauðárkróksbæjar.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Pétur Guðmundsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00245
  • Fonds
  • 1953-1963

Skjöl úr dánarbúi Péturs Guðmundssonar á Hraunum í Fljótum. Einkum kveðskapur, gögn viðvíkjandi Búnaðarsambandi Skagfirðinga og Ungmennafélagi Holtshrepps.

Pétur Kristófer Guðmundsson (1923-2009)

Minnisbækur 1937-1976

Minnisbækur Guðjóns Ingimundarsonar, flestar þeirra tengjast bæjarstjórnarmálum en einnig má finna þar punkta um starfsemi hans innan KS og ungmennafélaganna. Jafnframt er elsta minnisbókin frá því hann var á Laugarvatni.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Máni 1931-1933

Sveitablaðið Máni, blað Málfundarfélagsins Vonar í Stíflu, Fljótum. Ritnefnd: Jón Gunnlaugsson. Páll Sigurðsson og Hannes Hannesson. 1. tbl., 11. árg. til 8. tbl., 11. árg.

Lög og félagatal

Innbundin og handskrifuð bók, í bókinni eru endurbætt lög og reglur félagsins dags. 13.3.1960. Listi yfir heiðursfélaga og félagatal. Bókin er í góðu ásigkomulagi en blaðabindingin er aðeins farin að losna frá.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

ÍSÍ, UMFÍ, SSÍ og FRÍ

Ýmis gögn tengd UMFÍ, ÍSÍ, FRÍ, SSÍ, KSÍ og fleiri íþróttafélögum og samböndum sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar og tengjast starfi hans innan íþróttahreyfingarinnar. Guðjón var varaformaður Ungmennafélags Íslands 1965-1983 og í sambandsráði Íþróttasambands Íslands um árabil.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Hcab 548

Úr skemmtiferð U.M.F. Geisla í Óslandshlíð 1925- en farið var í Hegranesið og þar er myndin tekin. 1. Guðmundur Bjarnson Þúfum- 2. Sigurbjörg Halldórsdóttir Brekkukoti- 3. Ólafur Arngrímsson Gili í Fljótum- 4. Óskar Gíslason Þúfum- 5.Halldór Bjarnason Melstað- 6. Gísli Sigurðsson Sleitustöðum- 7. Guðmundur Jónsson Bakka- 8. Frans Þorsteinsson Marbæli- 9. Ósk Halldórsdóttir Miklbæ- 10. Elísabet Halldórsdóttir Miklabæ- 11. Hólmfríður Sigurðardóttir Undhóli- 12. Þóra Jónsdóttir Stóra-Gerði- 13. Ingibjörg Jónsdóttir Marbæli- 14. Sigurlaug Jónsdóttir Marbæli- 15. Ásta Jónsdóttir Marbæli- 16. Kristín Jónsdóttir Teigi- 17. Ásta Hartmannsdóttir Melstað- 18. Þórveig ?. Jónsdóttir Marbæli- 19. Ásgrímur Hartamannsson Melstað- 20. Magnús Hartmannsson Melstað- 21. Sigurmon Hartmannsson Kolkuósi- 22. Páll Sigurðsson Óslandi- 23. Kristján Jónsson Stóra-Gerði- 24. Einar ? Vopnfiðingur- Kaupmaður Sleitustöðum.

GI 328

Fundur haldin í Bifröst á Sauðárkróki - lenst til hægri Björn Ingvi Sigurbjörnsson (1946-) Tilg. Guðmundur Ingimarsson í ræðustól.

Geisli

  1. tbl. frá 1980, útgefandi ungmennafélagið Fram Seyluhreppi, Skagafirði.

Rögnvaldur Jónsson (1908-2003)

Fundargerðarbók

Innbundin og handskrifuð bók sem hefur varðveist vel og er í góðu ástandi. Líklega hefur bókin blotnað en blekið er heillegt og skiljanlegt. Fyrstu blaðsíðurnar eru orðnar nokkuð snjáðar og aðeins farnar að losna frá bindingunni. Í bókinni eru lög og reglur ungmennafélagsins, einnig eru undirskriftir 70 félagsmanna. Auk fundargerða eru líka ferðasögur.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Fundargerðarbók

Innbundin og handskrifaðar fundargerðir. Í bóknni eru þrjú laus blöð, handskrifuð með fundargerð sem er dagsett 16.04.1990. Á fyrstu tveimur síðum bókarinnar er samningur sem Ungmennafélagið Æskan og Ungmennafélagið Fram gera með sér um eignarhlut í félagsheimilisbyggingunni í Varmahlíð, dags.14.4.1967.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Fundargerðabækur

Fundargerðabækurnar eru sex og í misjöfnu ástandi og misstórar. Þær eru frá árunum 1917 - 1984. Blöðin nokkuð trosnuð og rifin eða blöð hafa losnað. Allar handskrifaðar og eru merktar með Gjörðabók Ungmennafélags Höfðstrendinga eða Fundagerðabók U.M.F.H.
Í þessum bókum eru fundirnir útlistaði og greinilegt er að miklu er áorkað til samfélagsins og mikið og gott ungmennastarf unnið.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

Fundargerð 21.03.1961

Fundargerðin er hanskrifuð á blað í stærðinni A4. Skrifað er báðu megin en á bakhlið eru einnig einhvers konar útreikningar sem snúa að búfjárhaldi.

Ungmennafélag Holtshrepps

Fundagjörðabók Ungmennafélagsins Vöku 1927-1945

Gjörðabók Ungmennafélags Vaka í Viðvíkurhreppi byrjar á stofnfundi mánudaginn 10. mars 1930, til að ræða um stofnun ungmennafélags í Viðvíkurhreppi. Lesin voru uppköst af lögum og borin undir atkvæði og samþykkt í heild. í bókinni eru síðan lögin rituð ásamt fundargerðum.

Fundagerðabók Ungmennafélags Holtshrepps 1953-1971

Innbundin og handskrifuð bók með línustrikuðum síðum. Bókin hefur varðveist ágætlega og mikið af blaðsíðum bókarinnar eru óskrifaðar. Í bókinni eru laus blöð, línustrikuð með handskrifuðum fundagerðum, dags, 4.1.1962 og 1.1.1971.

Ungmennafélag Holtshrepps

Fundagerðabók Ungmennafélags Holtshrepps 1926-1942

Innbundin og handskrifuð bók í A3 stærð með línustrikuðum síðum. Bókin er ágætlega varðveitt, kápan er orðin frekar snjáð. Inni í bókinni eru forprentuð skrá frá Í.S.Í. með lista yfir sambandsfélög ÍSÍ, dags. 1. júlí 1944. Aftast í bókinni eru tvö blöð á þeim eru handskrifað erindi til íþróttafulltrúa, engin undirskrift er en bréfið er á tveimur línustrikuðum blöðum og er dags. 9.1.1950.

Ungmennafélag Holtshrepps

Fundagerð á laus blöð

Tvö handskrifuð blöð frá aðalfundi 1908 26. jan til vor 1914. Þar sem gerð er grein fyrir hvenær fundir eru haldnir og hverjir ganga í og úr félaginu. í lok bréfs segir þá er ekki hægt að rekja útdrátt úr gjörðum fél lengra því findargjörðir eru ekki fyrir hendi um störf 14.09.1914 - 16.01.1929. Blöðin eru línustikuð og þétt skrifað er á blöðin, þau eru læsileg og í ágætu ásigkomulagi.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Fréttabréf UMSS

Fréttabréfið er 28 síður í A5 broti, fjölritað.
Það er gefið út í nóvember 1977.
Það varðar starfsemi sambandsins.
Með liggur auglýsing um stöðu húsvarðar við félagsheimilið Miðgarð.
Ástand skjalsins er gott.

UMSS (1910-

Fréttabréf UMSS

Fréttabréfið er 20 síður í A5 broti, fjölritað.
Það er merkt 1. fréttabréf og er gefið út í mars 1977.
Það varðar starfsemi sambandsins.
Ástand skjalsins er gott.

UMSS (1910-

Fréttabréf UMSS

Fréttabréfið er 4 síður í A5 broti, fjölritað.
Það er gefið út í í júní 1979.
Það varðar starfsemi sambandsins.
Með liggur auglýsing um stöðu húsvarðar við félagsheimilið Miðgarð.
Ástand skjalsins er gott.

UMSS (1910-

Framför 1977 2. tbl. 2.árg

Blaðið er í stærðinni A4. Það er fjölritað, heftað og kjallímt. Það telur 28 bls., auk kápu.
Í þessu tölublaði er rakin saga félagsins, kveðskapur, fréttir af starfsemi þess og ýmsar aðrar fréttir viðkomandi félagssvæðinu.

Ungmennafélagið Framför (1905-)

Results 1 to 85 of 192