Viðvíkurhreppur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Viðvíkurhreppur

Equivalent terms

Viðvíkurhreppur

Associated terms

Viðvíkurhreppur

27 Archival descriptions results for Viðvíkurhreppur

Only results directly related

Fundagerðabækur

Tvær innbundnar og handskrifaðar gjörðabækur vel læsilegar. Báðar bækurnar hafa varðveist ágætlega og eru með límborða á kili.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Fundagerðabók, bókaskrá og reikningar

Ein innbundin og handskrifuð bók. Í bókinni eru fundagerðir, félagaskrá, bóka- og útlánayfirlit lestrafélagsins og reikningar. Bókin er í góðu ásigkomulagi,er vel læsileg. Límborði er á kili bjókarinnar.

Fundagjörðabók Ungmennafélagsins Vöku 1927-1945

Gjörðabók Ungmennafélags Vaka í Viðvíkurhreppi byrjar á stofnfundi mánudaginn 10. mars 1930, til að ræða um stofnun ungmennafélags í Viðvíkurhreppi. Lesin voru uppköst af lögum og borin undir atkvæði og samþykkt í heild. í bókinni eru síðan lögin rituð ásamt fundargerðum.

Gísli Magnússon: Skjalasafn

  • IS HSk N00104
  • Fonds
  • 1914-1916

Viðar, sveitablað Viðvíkurhrepps. Ritnefnd Hartmann Ásgrímsson, Guðbrandur Björnsson og Bessi Gíslason.

Gísli Magnússon (1921-2004)

Gjörða- og reikningsbók 1892-1967

Innbundin og handskrifuð bók, í bókinni eru fundagerðir, rekstrarreikningar félagins, lög, jarðótaskýrslur og félagaskrá. Bókin hefur varðveist mjög vel, blaðsíðurnar eru viðkvæmar, þar sem sum blöðin hafa fest saman. Kjölur bókarinnar er heill en límborði er yfir honum.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Gjörða- og reikningsbók 1970-1995

Innbundin og handskrifuð bók, í bókinni eru fundagerðir, rekstrarreikningar félagins og lög, jarðótaskýrslur og félagaskrá. Bókin hefur varðveist mjög vel, kjölur bókarinnar er heill en límborði er yfir honum. Í bókinni er útprentað fundarboð og dagskrá aðalfundar þann 10.apríl líklega 1995.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Gjörðabók 1918-1946

Innbundin og handskrifuð og vel læsileg bók, bókin hefur varðveist illa, öll blöð hennar hafa losnað úr bindingunni. Blöðin eru skítug og blettótt.

Iðnfélag Viðvíkurhrepps

Iðnfélag Viðvíkurhrepps

  • IS HSk E00051
  • Fonds
  • 1918 - 1946

Innbundin og handskrifuð bók, með fundagerðum félagsins. Bókin er mjög illa farin, binding bókarinnar er ónýt, blaðsíður eru lausar og blettóttar, kápan er einnig laus.

Iðnfélag Viðvíkurhrepps

Kvenfélagið Freyja: Skjalasafn

  • IS HSk N00087
  • Fonds
  • 1943 - 1983

1 handskrifuð fundagerðabók og 1 handskrifuð reikningabók. Einnig lausir reikningar. Með er fundargerð 27. aðalfundar Sambands skagfirskra kvenna 1969.

Kvenfélagið Freyja (1943-

Sáttanefnd Hóla- og Viðvíkur-sáttaumdæmis: Skjalasafn

  • IS HSk N00219
  • Fonds
  • 1859-1931

Fundagerðabók sáttanefndar Hóla- og Viðvíkur - sáttaumdæmis frá 1859-1931. Í nefndinni hafa yfirleitt setið prestur og hreppstjóri af svæðinu.

Sáttanefnd Hóla- og Viðvíkur-sáttaumdæmis

Viðar 4. bók

Viðar, sveitablað sem gefið var út í Viðvíkurhreppi á árunum 1914-1916. Þetta blað fjallar m.a. um verslun á Íslandi, Um lestarfélagsskemmtun, grein um Böð eða sund, sögur, ævintýri og kveðskapur ýmis konar. Þá er kafli um tóbak. Inn í þann kafla hefur verið sett skjal eitt með undirskrift þeirra sem ætla að sniðganga slík efni. Þetta er undirritað 3. mars 1911 og hefur líklega verið bundið inn í þessa bók.

Viðar, 5 bók (2. árg., 3. tbl.)

Viðar, sveitablað Viðvíkurhrepps 1916. Meðal efnis er grein um hreppsveg, skemmtanir, hjónabandsástir, karlmennskusaga, kveðskapur og ýmislegt fleira. Í ritnefnd sátu: Hartmann Ásgrímsson, Bessi Gíslason, Guðbrandur Björnsson.

Viðar, Sveitablað Viðvíkurhrepps

Fyrsta blaðið hefst á ávarpi.
Á fundi í Kolkuósi laugardaginn 21. nóvember 1914 var ákveðið að gefa skyldi út sveitablað fyrir Viðvíkurhrepp yfirstandi vetur og voru í ritnefnd kosnir Hartmann Ásgrímsson kaupmaður í Kolkuós, Guðbrandur Björnsson prestur í Viðvík og Bessi Gíslason Í Kýrholti. Það þýðir ekki að hafa langan formála fyrir útgáfu blaðsins. Hér er engu tilkostað og því ekki um neina verulega ritmennsku að ræða. Blaðið kemur út til þess að skemmta sveitinni í skammdeginu og einnig til þess að veita mönnum kost á að ræða áhugamál sín með stillingu og gætni, en með fullri einurð. Ég vonast til svo góðs af lesendum að þeir færi til betri vegar ófullkominn stílsmáta og ritmennsku. Heyrt höfum við raddir um að farið geti svo að blaðið veki sundrung innan sveitarinnar, því menn kenni að lenda í hita og persónulegum deilum. Vér erum ekki svo smeikir um slíkt- vitum að hér í hreppnum búa friðsemdarmenn, sem vér treystum að rætt geti áhugamál sín með gætni og án persónulegra árása, enda mun ritstjórnin gera sér far um að taka þær greinar í blaðið sem ekki meiði neinn einstaka mann, hitt ætlum vér lesendum að þeirséu svo þroskaðir að þeir ekki reiðist þótt fundið sé að ýmsu með fullri einurð og skynsamlegum rökum. Blaðið vill aðalega ræða um almenn sveitamál og annað er lýtur að heimilisháttum og lífernismáta alþýðu, en vill algerlega hliðra sér hjá stjórnmálum. Kynnisgreinum og kveðskap veitir það feginshendi viðtöku. Æskilegt er að sem flestir leggi orð í belg og er framtíð blaðsins undir því komið. Við látum þá þetta blað frá oss fara í þeirri von að það mæti góðum viðtökum hjá sveitamönnum og verði til þess að glaða áhuga sveitamanna á hverskonar framförum og samtökum, sem til heilla horfir fyrir einstaklinginn og félagsheildina, einnig að það skemmti góðfúsum lesara og veki hann til sjálfstæðra íhugunar og athugunar.