Item 4 - Vor Í Skagafirði

Identity area

Reference code

IS HSk N00042-2016-B-4

Title

Vor Í Skagafirði

Date(s)

 • 1900-1940 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

2 vélritaðar síður.

Context area

Name of creator

(31.05.1892-05.08.1940)

Biographical history

Tryggvi H. Kvaran var sonur Hjörleifs Einarssonar prests á Undirfelli í Vatnsdal og Bjargar konu hans. Stúdent í Reykjavík 1913 og tók guðfræðipróf frá HÍ 1918. Vígðist aðstoðarprestur að Mælifelli 3. júní 1918, fékk prestakallið 3. júlí 1919 og hélt til æviloka. Tryggvi kvæntist Önnu Grímsdóttur Thorarensen. Uppeldissonur þeirra var Kristmundur Bjarnason.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Vor í Skagafirði - tileinkað félaginu í "Varmahlíð"
Vor í Skagafirði (tileinkað félaginu „Varmahlíð“)

 1. Nú er vor yfir jörð.
  Yfir fjall, yfir fjörð
  Hellast fossar af skínandi, blikandi ljóma.
  Hér er unaður nýr,
  Þegar árdagsblær hlýr
  Leysir allt, sem að lifir úr kveljandi dróma.
  Hið „ónýta“ og visna að hauðrinu hnígur,
  Til himinsins ilmur frá jörðinni stígur.
  Yfir bjartsýna þjóð,
  Með sín blíðustu ljóð,
  Vorsins brosandi herskari ástfanginn, syngjandi flýgur.

 2. Nú ber Mælihnjúk hátt.
  Upp í heiðloftið blátt
  yfir héraðið rís hann í konungstign sinni.
  Eins og vörður í kring
  raðar hamranna hring.
  Hvílík tign, hvílík dýrð yfir sveitinni minni.
  Um Kaldbak og Tindastól tíbráin glitrar.
  Niður tignfríða Blönduhlíð berglindin sitrar.
  Út við eyjar og sund
  sefu8r Ægir sinn blund.
  Yfir öll´ eru ríkjandi blessaðar listdísir virtar.

 3. Ó, þú sólvermda land;
  Ó, þú sagnauðga land;
  Þú ert sólarbros Guðs, á hans albesta degi.
  Þú ert allt, sem er hlýtt,
  sem er fagurt og frítt,
  sem er framsækið, ljósþyrst, á betrunarvegi.
  Þú er máttugt, sem Hólastóll goðborins siðar.
  Yfir Skaga og Fljót,
  yfir fald þinn og fót,
  breiðist friðarblær vorsins, sem skjókróna allaufgaðs viðar.

 4. Hér þarf frjálshuga þjóð.
  Hér þarf framsækna þjóð.
  Hér skal forystumenning frá grundvelli rísa.
  Hér þarf listelska lund,
  Þó að lúin sé mund.
  Hér skal ljóssækin æska á brautina vísa.
  Í ljóselskar sálir skal guðtraustið grafið,
  sem glampandi breiður á sólarþyrst hafið.
  Hér þarf raunsterka sál.
  Hér þarf rammíslenskt mál.
  Þá er ramminn og myndin í samræmdri einingu vafið.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

 • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

í skjalageymslu HSk 2016:8

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SFA

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

10.02.2016 frumskráning í AtoM

Language(s)

 • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area