Sýnir 4 niðurstöður

Nafnspjöld
Félag/samtök Haganeshreppur

Ungmennafélag Haganeshrepps

  • S03690
  • Félag/samtök
  • 1949 -1962

Ekkert í gögnum kom fram um uppruna félagsins né framtíð eftir þessi ártöl. Þau gögn koma vonandi bráðlega.

Lestrarfélagið Mímir

  • S03711
  • Félag/samtök
  • 1915 - 1944

Ár 1915, 28 nóvember komu nokkrir menn saman í þinghúsinu í Haganeshreppi í tilefni af því að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins höfðu boðað Benedikt Guðmundsson, Syðstumói og Guðmundur Jónsson Austarihóli. Með einróma samþykki fundarmanna var svo lestrarfélagið stofnað og hlaut þegar í stað nafnið Mímir. Benedikt Guðmundsson Syðstamói var kosin formaður, Jón Jónasson Haganesvík ,bókavörður og Eirikur Jóhannesson gjaldkeri.

Fjárræktarfélag Haganeshrepps

  • S03717
  • Félag/samtök
  • 1974 - 1990

Ekki kemur fram í gögnum þessum, neitt um uppruna félagsins né framhald, en gögnin eru persónugreinanleg

Búnaðarfélag Haganeshrepps

  • S03689
  • Félag/samtök
  • 1924 - 1983

Gjörðabók í safni segir ekki uppruna félagsins né framhald eftir 1983. Svo þær upplýsingar bíða seinni tíma.