Showing 1 results

Authority record
Organization Hvalnes

Fóðurbirgðafélag Skefilsstaðahrepps (1936-)

  • S03699
  • Organization
  • 1936-

Stofnað 1936.
Samkvæmt fundagerðabók 1919, en þar eru lög félagsins rituð ásamt tekjulögum í 14.gr og þar segir í niðurlagi að : Þannig samþykkt á stofnfundi félagsins að Skefilstöðum 28.apríl 1919. Jóhann Sigurðsson fundarstjóri. Það er svo 7.júní 1919 a Skefilstöðum að loknu manntalsþingi að haldin er fyrsti ársfundur Fóðurbirgðafélags Skefilsstaðahrepps. Á fundinn mættu 11 af 12 félagsmönnum. Kosnir voru í stjórn Þórður R Blöndal formaður, Sveinn M Sveinsson gjaldkeri, Arnór Árnasson ritari.

  1. júní 1974 las formaður upp grein úr búfjárræktarlögum þess efnis að sveitastjórnum væri heimilt að láta fóðurbirgðafélag hafa framkvæmd sorðagæslu sem sveitastjórnum annars ber að sjá um samkvæmt lögum nr. 31, 24. apríl 1973.
    Með áðurgreindu lögum er stoðum kippt undan fóðurbirgðarfélögunum þar sem ríkið hættir öllum fjárstuðningi við félögin. Vegna breytra laga lagði stjórn til að félagið yrði lagt niður 22.júní 1974 og Sjóður Fóðurbirgðafélags Skefilstaðarhrepps er nú kr: 112.022,20 og verði fengin til vörslu og umráða hjá hreppsnefnd Skefilstaðarhrepps og ávaxtast í útibúi Búnaðarabankans honum skal varið t.d. til að lána búfjáreigendum í hreppnum til fóðurkaupa þegar illla árar eða þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi um öflun nægs fóðurs hjá einstökum búfjáreigendum. bækur Fóðurbirgðafélagsins Skefilstaðarhrepps verði afhentar Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki til varðveislu.