Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjöld
Félag/samtök Öxnadalur

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal (2003-

  • S002687
  • Félag/samtök
  • 2003-

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal var stofnað 26. maí 2003. Að félaginu standa einstaklingar, félög og stofnanir og skipta hluthafar tugum. Stærstu hluthafar eru Menningarsjóður íslenskra sparisjóða, Spari-sjóður Norðlendinga, KEA og Hörgárbyggð. Menningarfélagið keypti jörðina Hraun í Öxnadal kom þar á fót minningarstofu um skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson og fólkvangi í landi Hrauns. Í íbúðarhúsinu að Hrauni í Öxnadal er fræðimannaíbúð. Fastir liðir á dagskrá Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal er Fífilbrekkuhátíð, sem haldin er á Hrauni í Öxnadal annan sunnudag í júní, gönguferðir um fólkvanginn í landi Hrauns, og Jónasarfyrirlestur, sem haldinn er á fæðingardegi Jónasar víðs vegar um landið.