Showing 2 results

Authority record
Organization Akureyri

Akureyrarbær (1862-)

  • S03390
  • Organization
  • 1862-

"Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862."

Kaupfélag Eyfirðinga (1886-)

  • S02800
  • Organization
  • 1886-

Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað á Grund í Eyjafirði 19. júní 1886 af nokkrum bændum úr innsveitum Eyjafjarðar. Upphaflega hét félagið Pöntunarfélag Eyfirðinga en 1887 var það nefnt Kaupfélag, síðan aftur Pöntunarfélag frá 1894 uns nafnið Kaupfélag Eyfirðinga var skráð 1906 og hefur það haldist síðan. Fyrirmynd félagsins var sótt í Þingeyjarsýslur því
Kaupfélag Þingeyinga hafði starfað í 4 ár og bændur þar skorað á Eyfirðinga að gjöra slíkt hið sama sem þeir og gerðu sumarið 1886. Í fyrstu var KEA smátt í sniðum, enda stofnað til að ákvarða stefnu varðandi verslun og vörupantanir, sérstaklega hvað snerti sölu á sauðum í fremstu hreppum Eyjafjarðar. Árið 1906 var fyrsta sölubúð KEA opnuð á Akureyri og markaði sá atburður tímamót í sögu félagsins og raunar samvinnuhreyfingarinnar allrar. Með lögum félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi þetta ár var félaginu breytt úr pöntunarfélagi í sölufélag. Fyrsta hús KEA var reist á sunnanverðu Torfunefi 1898 og í framkvæmdastjóratíð Hallgríms Kristinssonar, 1902-1918, keypti félagið lóðina austan við verslunarhús sitt allt til sjávar, auk þess sem það festi kaup á mestöllum sérdeildum, lyfjabúð, byggingavörudeild og raflagnadeild. Félagið átti mjólkurvinnslustöð, sláturhús og kjötiðnaðarstöð. Sjávarútvegur var einnig býsna snar þáttur í starfsemi félagsins, sérstaklega á Dalvík og í Hrísey. KEA var hluthafi í mörgum stórum atvinnufyrirtækjum og má í því sambandi nefna Vélsmiðjuna Odda, Þórshamar, Slippstöðina, ÚA og ístess. í samvinnu við SÍS rak félagið Kaffibrennslu Akureyrar, Efnaverksmiðjuna Sjöfn og Plasteinangrun hf. Af eigin iðnfyrirtækjum má nefna Brauðgerð KEA, Smjörlíkisgerð KEA og Efnagerðina Flóru.