Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjöld
Félag/samtök Úlfsstaðir

Atvinnurekstrarlánafélag Akrahrepps

  • S03671
  • Félag/samtök
  • 1930 - 1963

Á fyrsta vetrardag 25. okt. 1930 var fundur settur og haldinn á Uppsölum að undangengnu fundarboði. Fundinn setti Bjarni Halldórsson óðalsbóndi á Uppsölum er hafði boðað til fundarinn og stakk hann upp á Gísla Sigurðsyni hreppstjóra til fundarstjóra. Tók hann þegar við fundarstjórn og kvaddi til fundarskrifara Lárus Arnórsson á Miklabæ. Fundarstjórui gat þess að öllum fundarmönnum mundi kunnugt um í hverju skyni til fundar þessa væri boðað, það væri að stofna atvinnurekstrarlánafélag er starfaði í Akrahreppi framan Dalsár. Félagið heitir Atvinnurekstrarlánsfélag fremri hluta Akrarhrepps og hefur skammstöfunina A.R.A.
Markmið félagins er að efla peningaviðskipti félagsmanna sinna og útrýma skuldaverslun, að ávaxta fé félagsmanna og glæða sparnaðarhug þeirra. Félagskapur A.R.A starfaði í nokkur ár með víxillánsfé. Þegar félagið hafði lokið öllum sínum skuldbindingum út á við var stafsemi þess hætt. Nokkrar krónur voru eftir í sparisjóðbók félagsins. Í bókinni eru nú 31/12 1954. krónur 781.12. Uppsölum Bjarni Halldórsson. Árið 1963, síðla sumars koma þeir tveit eftirlifandi stjórnanefndarmenn Jóhann Sigurðsson, Úlfstöðum og Bjarni Halldórsson, Uppsölum, sér saman um að afhendaBúnaðarfélagi Akrahrepps ofanskráða innistæðu sem var þá orðin með vöxtum kr: 1300.33. Færði Bjarni upphæðina til Búnaðarfélagsins og Sparisjóðsstjóri eyðilagði bók A.R.A
( Gjörðabók 1930 - 1963)