Sýnir 177 niðurstöður

Nafnspjöld
Félag/samtök

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit (1965-)

  • S00568
  • Félag/samtök
  • 1965-

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki var stofnuð árið 1965 og hefur starfað samfellt í rúm 49 ár. Sveitin hefur sinnt leit, björgun og fleiri verkefnum.
Gögn sveitarinnar voru afhent með gögnum Slysavarnadeildarinnar Skagfirðingasveitar. Hún var stofnuð 1932.

Slysavarnadeildin Skagfirðingasveit (1932-

  • S00571
  • Félag/samtök
  • 1932-

Slysavarnadeildin Skagfirðingasveit var stofnuð á Sauðárkróki árið 1932. Þann 1. febrúar sama ár, var boðað til stofnfundar Skagafjarðardeildar í Slysavarnafélagi Íslands. Jónas Kristjánsson læknir setti fundinn og fundarstjóri var Sigurður Sigurðsson sýslumaður. Fyrir fundinn höfðu safnast 42 undirskriftir væntalegra félaga. Eftirfarandi stjórnarnefnd var kosin á fundinum: Jónas Kristjánsson formaður, Haraldur Júlíusson gjaldkeri og Hallgrímur Jónsson ritari. Endurskoðendur voru Þorvaldur Guðmundsson og Snæbjörn Sigurgeirsson. Stjórnin gaf deildinni nafnið Skagfirðingasveit.
Félaginu voru sett lög. Þar segir m.a.: „Björgunarsveitin heitir Skagfirðingasveit. Starfssvæði hennar nær frá Skagatá inn Skagann Skagafjarðarmegin, Skagafjarðardali vestan Héraðsvatna og austan út að Gljúfurá. Aðsetur hennar er Sauðárkrókur.“ Sveitin fékk brátt upptöku í Slysavarnafélag Íslands.

Tónlistarskóli Sauðárkróks (1965-1999)

  • S00643
  • Félag/samtök
  • 1965-1999

Tónlistarskóli Sauðárkróks tók til starfa í byrjun janúar 1965. Eyþór Stefánsson, tónskáld, var skólastjóri og kenndi einnig tónfræði og tónlistarsögu. Eva Snæbjörnsdóttir sá um kennslu í hljóðfæraleik, aðallega orgel- og píanóleik. Þegar skólinn tók til starfa voru skráðir nemendur um 20. Það var Tónlistarfélag Skagfirðinga sem beitti sér fyrir stofnun skólans. Stjórn Tónlistarfélagsins skipuðu á þessum tíma: Eyþór Stefánsson, Ólafur Stefánsson, Jón Karlsson, Jón Björnsson (Hafsteinsstöðum) og Magnús H. Gíslason (Frostastöðum). Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu veitti 20 þúsund króna framlag til skólans og Kvenfélag Sauðárkróks færði skólanum 10 þúsund krónur. Fleiri félagasamtök og einstaklingar lögðu einnig til fjármagn svo hægt væri að stofna og reka skólann. Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru sameinaðir árið 1999 þegar sveitarfélög í Skagafirði voru sameinuð.

Leikfélag Sauðárkróks (1941-)

  • S00053
  • Félag/samtök
  • 1941-

Leikfélag Sauðárkróks er eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu. Það var stofnað 13. apríl 1888, þrátt fyrir óáran til sjós og lands eins og segir í Skagfirzkum annál. Stofnendur voru 16 talsins og markmið félagsins voru gagn og skemmtun. Félagið stóð fyrir leiksýningum um árabil og þá helst í Sýslufundavikunni. Það lognaðist þó smám saman útaf. Samt var alltaf leikið á Sauðárkróki, Stúkan, Kvenfélagið og fleiri sáu til þess. 9. janúar 1941 var Leikfélag Sauðárkróks stofnað á ný í Bifröst. Að þessu sinni voru stofnfélagar 40 talsins. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Eyþóri Stefánssyni, Pétri Hannsesyni og Kristjáni C. Magnússyni.

Ungmennafélagið Neisti (1987-)

  • S00273
  • Félag/samtök
  • 1987-

Bar nafnið Íþróttafélagið Neisti til að byrja með eða allt til 1990 þegar það sameinaðist Ungmennafélaginu Geisla (stofnað 1921). Eftir sameiningu bar það nafnið, og ber enn, "Ungmennafélagið Neisti".

Kvenfélagasamband Íslands (1930-)

  • S01222
  • Félag/samtök
  • 01.02.1930

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað þann 1. febrúar 1930. Á heimasíðu Kvenfélagasambandsins stendur: „Markmiðið með stofnun Kvenfélagasambandsins var að sameina kvenfélög landsins í eina heild. Innan KÍ eru 18 héraðs- og svæðasambönd með um 170 kvenfélög innanborðs“. Þar er einnig nefnt að stofndagurinn, 1. febrúar hafi, árið 2010 verið útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar“.

Kvenfélagið Heimaey (1953-)

  • S01226
  • Félag/samtök
  • 09.04.1953

Kvenfélagið Heimaey var stofnað fyrir tilstuðlan Jónínu Jónsdóttur í félagsheimili V.R. þann 9. apríl 1953. Félagið var stofnað í Reykjavík og hugsað fyrir konur ættaðar úr Vestmannaeyjum.
Fyrsta stjórn félagsins: Kristín Ólafsdóttir, formaður, Huld Kristmannsdóttir, ritari, Stella Eggertsdóttir, gjaldkeri og Stella Guðmundsdóttir, meðstjórnandi. Ritari fyrsta fundar var Selma Antoníusardóttir. 38 konur sátu stofnfundinn.

Akrahreppur (1000-)

  • S00004
  • Félag/samtök
  • 1000-

Akrahreppur (áður kallaður Blönduhlíðarhreppur) er syðsti hreppur Skagafjarðarsýslu austan héraðsvatna. Greina má hreppinn í fjögur byggðarlög; Blönduhlíð, frá hreppamörkum við Viðvíkursveit um Kyrfisá að Bóluá; Norðurárdal frá Bóluá að Valagilsá; Kjálka frá Norðurá inn með Héraðsvötnum að Grjótárgili ; Austurdal frá Grjótárgili inn til öræfa; nokkur býli í Vallhólmi tilheyra einnig Akrahreppi. Akrahreppi þótt þau séu nú vestan Héraðsvatna, sem hafa breytt um farveg á þessum slóðum. Víðlend afréttarlönd tilheyra sveitarfélaginu, Silfrastaðaafrétt og Nýjabæjarafrétt.
Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og er ekkert þéttbýli í sveitarfélaginu. Grunnskóli hreppsins var á Stóru-Ökrum, í félagsheimilinu Héðinsminni, frá 1949 til 2006 en í kjölfar deilna milli foreldra og kennara var hann lagður niður og síðan hefur nemendum verið ekið í skóla í Varmahlíð. Fjórar kirkjur eru í Akrahreppi, á Flugumýri, Miklabæ, Silfrastöðum og Ábæ í Austurdal en Ábæjarsókn er nú öll í eyði. Lítils háttar jarðhiti er á nokkrum stöðum í Akrahreppi og var byggð sundlaug á Víðivöllum árið 1938, sem ekki er lengur í notkun. Nú hefur hitaveita verið lögð frá Varmahlíð um mestalla Blönduhlíð.

Ný útsýn (1969-1970)

  • S01617
  • Félag/samtök
  • 01.01.1969-01.07.1970

Í ársbyrjun 1969 hóf Alþýðubandalagið útgáfu blaðs, sem ætlað var að koma út 8-10 sinnum á ári hverju og bar nafnið Ný útsýn. Var blaðið gefið út fram á mitt ár 1970.

Alþýðubandalagið (1968-1999)

  • S03566
  • Félag/samtök
  • 1956-1999

"Sósíalistaflokkurinn og Málfundafélag jafnaðarmanna (vinstri armur Alþýðuflokksins) stofnuðu Alþýðubandalagið árið 1956. Fyrst í stað var um kosningabandalag að ræða, sem Þjóðvarnarflokkurinn gekk til liðs við árið 1963. Árið 1968 varð bandalagið formlegur stjórnmálaflokkur. Alþýðubandalagið tók þátt í kosningabandalaginu Samfylkingin í kosningum til Alþingis 1999."

Leikfélag Skagfirðinga (1968-

  • S01749
  • Félag/samtök
  • 1968-

Fundur (stofnfundur) í Félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð, 3. desember 1968. Þrjú félög hugðust stofna með sér leikfélag. Þetta voru félögin Ungmennafélagið Fram í Seyluhreppi, Kvenfélag Seyluhrepps og Karlakórinn Heimir.
Fyrsta stjórn félagsins:
Freysteinn Þorbergsson, Sjónarhól
Sigfús Pétursson, Álftagerði
Kristján Sigurpálsson, Lundi

Til vara:
Pálmi Jónsson, Garðhúsum
Haukur Hafstað, Vík
Herfríður Valdimarsdóttir, Brekku

Í klausu í Einherja frá árinu 1971 kemur fram að frumraun félagsins hafi verið Maður og kona. Næst var Ævintýri á gönguför tekið til sýninga.

Kvenfélagið Hvöt (1950-)

  • S01839
  • Félag/samtök
  • 1950-

Kvenfélagið Hvöt í Fellssókn var stofnað 25. september 1950, að Skálá að frumkvæði Rannveigar Líndal. Stofnendur voru 11 og í fyrstu stjórn voru kosnar:
Verónika Fransdóttir, Skálá, formaður
Sigríður Stefánsdóttir, Glæsibæ, gjaldkeri
Sigrún Þ. Ásgrímsdóttir, Tjörnum, ritari.

Hestamannafélagið Svaði (1974-2016)

  • S02830
  • Félag/samtök
  • 31.10.1974-16.02.2016

Hestamannafélagið Stormur var stofnað á Hofsósi 31.10.1974. Fyrsti formaður þess var Friðbjörn Þórhallsson. Á framhaldsaðalfundi félagsins 14.02.1984 var samþykkt nafnabreyting á félaginu en sú ákvörðun var tilkomin vegna inngöngu í Landssamband hestamanna. Þann 28.02.1984 var svo haldinn fyrsti stjórnarfundur félagsins undir nýju nafni. Starfssvæði félagsins var lengst af út að austan í Skagafirði. Þann 16.02.2016 voru þrjú hestamannafélög í Skagafirði, Svaði, Léttfeti og Stígandi sameinuð í hestamannafélagið Skagfirðing.

Bandalag íslenskra leikfélaga (1950-)

  • S02845
  • Félag/samtök
  • 1950-

Bandalag íslenskra leikfélaga (skammstafað BÍL) er samtök áhugaleikfélaga á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1950 og var Ævar Kvaran helsti hvatamaðurinn að stofnun þeirra.
Bandalagið rekur Þjónustumiðstöð að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík. Þjónustumiðstöðin sinnir ýmsum málum fyrir áhugaleiklistarhreyfinguna en einnig er þar almenn þjónusta við leikhús og leikhópa af öllu tagi. Þar er m.a. stærsta leikritasafn landsins. Bandalagið hefur starfrækt leiklistarskóla síðan árið 1997 til að byrja með að Húsabakka í Svarfaðardal en skólinn flutti árið 2010 í Húnavallaskóla og árið 2017 í Reykjaskóla í Hrútafirði.

Rótarýklúbbur Sauðárkróks (1948-

  • S02816
  • Félag/samtök
  • 26.09.1948-

Rótarýklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 26.09.1948 í Hótel Villa Nóva á Sauðárkróki, að undangegnum þremur stofnfundum fyrr í sama mánuði.
Í fyrstu stjórn klúbbsins voru kosnir sr Helgi Konráðsson, forseti, Torfi Bjarnason héraðslæknir, varaforseti, Kristinn P. Briem kaupmaður, Ole Bang lyfsali, gjaldkeri og Valgarð Blöndal stallari. Fullgildingarhátíð klúbbsins var haldin 3. september árið 1949, að viðstöddu fjölmenni. Klúbburinn hefur unnið að ýmsum samfélagsverkefnum, svo sem uppsetningu útsýnisskífu, hljóðfærakaupum fyrir lúðrasveit, aðstoð við undirbúning þjóðhátíðar á Hólum. Einnig hefur klúbburinn staðið í ýmsum fjáröflunum og veitt verðlaun fyrir námsárangur.

Mjólkurflutningafélag Hegraness (1949-óvíst)

  • S02932
  • Félag/samtök
  • 02.04.1949-óvíst

Mjólkurflutningafélag Hegraness, stofnað 02.04.1949. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær félagið var formlega lagt niður. Félagið var stofnað að Hamri í Hegranesi þann 2. apríl 1949 af 16 bændum í Hegranesi. Í fyrstu stjórn voru kjörnir Páll Björnsson Beingarði, Leó Jónasson Svanavatni og Páll Jónasson Hróarsdal. Tilgangur félagsins var að sjá um bifreiðaakstur til vöru- og fólksflutninga í þágu framleiðslunnar og búnaðarins á félagssvæðinu.

Félag psoriasis og exemsjúklinga í Skagafirði (1991-)

  • S02863
  • Félag/samtök
  • 1991

Félagið var stofnað árið 1991. Tilgangur þess var m.a. að starfa að ýmsum hagsmunamálum félagsmanna og gefa fólki tækifæri til að miðla reynslu og upplýsingum. Ekki liggur fyrir hvort félagið var lagt niður með formlegum hætti og þá hvenær.

Sjálfsbjörg í Skagafirði (1962-

  • S02690
  • Félag/samtök
  • 11.03.1962-

Sjálfsbjörg í Skagafirði, stofnað 11.03.1962. Var það tíunda félagið innan landssambandsins Sjálfsbjargar. Fyrsti formaður félagsins var Konráð Þorsteinsson. Félagið varð strax fjölmennt og styrkarfélagar margir. Árið 1963 festi félagið kaup á gömlu húsi sem flutt var á grunn sem Kaupfélag Skagfirðinga gaf félaginu. Húsið skemmdist af eldi árið 1964 en viðgerð á því var lokið sama ár.

Akureyrarbær (1862-)

  • S03390
  • Félag/samtök
  • 1862-

"Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862."

Golfklúbbur Skagafjarðar (1970-)

  • S01917
  • Félag/samtök
  • 1970-

Golfklúbbur Skagafjarðar, stofnaður 9. nóvember árið 1970. Stofnfélagar voru um það bil 20. Reynir Þorgrímsson var fyrsti formaður klúbbsins en auk hans voru í stjórn Sigurður Jónsson og Björn Jónsson. Mánuði eftir stofnfundinn var sótt um aðild að Golfsambandi Íslands og Ungmennasambandi Skagafjarðar. Upphalflega var stefnt á uppbyggingu golfvallar við Tjarnartjörn. Voru lagðar 6 brautir og völlurinn nýttur fyrstu árin. Eftir fyrstu tvö árin dró nokkuð úr starfseminni. Klúbburinn ar endurreistur 1977. Fyrsta keppnin var haldin 11. september 1977. Ári síðar hófust viðræður um vallaaðstöðu að Skarði og var gerður völlur þar og notaður um skeið. Uppbygging vallar á Hlíðarenda hófst svo árið 1980.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

  • S01686
  • Félag/samtök
  • 08.10.1874-1988

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

  • S03662
  • Félag/samtök
  • 1889 - 1988

Árið 1889, 1. desember var aðalfundur búnaðarfélagsins í Staðarhreppi haldin á Páfastöðum af formanni félagsins, Jóni Pálmasyni. Mættir voru 10 félagsmenn. Málefni voru ný lög félagsins, reikningar og jaðarbótastörf félagsins.

Heilsuhælisfélag Norðurlands (1924-)

  • S03185)
  • Félag/samtök
  • 22.02.1924-

Heilsuhælisfélag Norðurlands var stofnað á Akureyri þann 22.02.1924. Tilgangur þess var ða beitast fyrir því að reist yrði heilsuhæli á Norðurlandi. Á stofnfundi gengu 340 manns í félagið og hófst almenn fjársöfnun skömmu síðar.
Fyrstu stjórn félagsins Ragnar Ólafsson, formaður, Böðvar Bjarkason, féhirðir, Kristbjörg Jónatansdóttir, ritari, Anna Magnúsdóttir, Hallgrímur Davíðsson, Jónas Rafnar, Jónas Þorbergsson, Kristján Karlsson, Sveinbjörn Jónsso og Vilhjálmur Þór.

Búnaðarfélag Haganeshrepps

  • S03689
  • Félag/samtök
  • 1924 - 1983

Gjörðabók í safni segir ekki uppruna félagsins né framhald eftir 1983. Svo þær upplýsingar bíða seinni tíma.

Hólafélagið (1964-

  • S03232
  • Félag/samtök
  • 1964

Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16. ágúst 1964. Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið saman og undirbúið stofnun félagsins. Í grein Húnavöku segir um félagið: "Allt frá upphafi hefir megináhersla verið lögð á, að félagið næði til allra landsmanna. I 2. gr. að lögum félagsins, er komist svo að orði: „Hlutverk félagsins er, að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhersla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna."
að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti."

Seðlabanki Íslands (1961-)

  • S02592
  • Félag/samtök
  • 1961-

Seðlabanki Íslands er ríkisstofnun sem fer með stjórn peningamála á Íslandi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum, en einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnan er stefnt að því að halda verðbólgu og atvinnuleysi lágu. Seðlabankinn er sjálfstæð ríkisstofnun og starfar samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett. Forsætisráðherra skipar bankastjóra til fimm ára. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráðið fundar að jafnaði tvisvar í mánuði og hefur meðal annars eftirlit með því að starfsemi bankans sé í samræmi við þau lög og þær reglur sem starfa ber eftir.

Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum árið 1961, en seðlabankastarfsemi á Íslandi á sér mun lengri sögu, áður hafði Landsbanki Íslands haft umsjón með peningamál á Íslandi. Núgildandi lög um Seðlabanka Íslands eru lög nr. 36/2001.

Sauðfjárveikivarnirnar (1937-

  • S02667
  • Félag/samtök
  • 1937-

Sauðfjárveikivarnir hófust formlega kringum 1937. Árið 1941 var Sæmundur Friðriksson kosinn framkvæmdastjóri þeirra.

Upprekstrarfélag Staðarfjalla

  • S02656
  • Félag/samtök

Félag sem stóð að rekstri og umsjón með upprekstri búfénaðar í afrétt í Staðarfjöllum. Afréttarlandið var í eigu Staðarhrepps, Rípurhrepps, Seyluhrepps og Borgarsveitar í Sauðárhreppi. Allir þessir hreppar eru í dag sameinaðir og tilheyra Sveitarfélaginu Skagafirði. Starfsemi félagsins hefur því breyst en starfandi er stjórn Staðarafréttar ásamt því að starfandi eru fjallskilanefndir fyrir alla gömlu hreppana.

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal (2003-

  • S002687
  • Félag/samtök
  • 2003-

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal var stofnað 26. maí 2003. Að félaginu standa einstaklingar, félög og stofnanir og skipta hluthafar tugum. Stærstu hluthafar eru Menningarsjóður íslenskra sparisjóða, Spari-sjóður Norðlendinga, KEA og Hörgárbyggð. Menningarfélagið keypti jörðina Hraun í Öxnadal kom þar á fót minningarstofu um skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson og fólkvangi í landi Hrauns. Í íbúðarhúsinu að Hrauni í Öxnadal er fræðimannaíbúð. Fastir liðir á dagskrá Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal er Fífilbrekkuhátíð, sem haldin er á Hrauni í Öxnadal annan sunnudag í júní, gönguferðir um fólkvanginn í landi Hrauns, og Jónasarfyrirlestur, sem haldinn er á fæðingardegi Jónasar víðs vegar um landið.

Sparisjóður Fljótamanna (1917-1940)

  • S02672
  • Félag/samtök
  • 1917-1945

Kringum árið 1880 var stofnaður sjóður sem hét ,,Ekknasjóður sjódrukknaðra manna í Siglufirði og Fljótum" í kjölfar tíðra sjóslysa, ekki síst vegna hákarlaveiða, sem höfðu mikil áhrif á sveitina. Var hann sameiginlegur fyrir bæði byggðalögin þangað til 1916-1917. Þá var sjóðnum skipt og fengu Fljótamenn sinn hlut útborgaðan. Með þessu fé aðallega var stofnaður sparisjóður og nefndur Sparisjóður Fljótamanna. Sparisjóður Fljótamanna var stofnaður á fundi í Haganesvík 5. apríl 1916. Voru stofnfélagarar 15. Var sá sjóður enn við lýði um 1940 en þó sennilega á fallanda fæti. Þegar Sparisjóður Siglufjarðar var stofnaður, voru Fljótamenn með Siglfirðingum í því, eins og fram kemur hér að ofan. Voru fjórir stofnendur úr Fljótum, Einar B. Guðmundsson á Hraunum, sr. Tómas Björnsson á Barði, Sveinn Sveinsson í Haganesi og Árni Þorleifsson á Ysta-Mói. Þangað til sjóðnum var skipt voru alltaf 3-4 menn úr Fljótum í stjórn sjóðsins og ábyrgðarmenn hans ásamt Siglfirðingum.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)

  • S02219
  • Félag/samtök
  • 1947-

,,Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var formlega stofnað í apríl 1947 og var það fyrst um sinn varðveitt í húsakynnum Bóksafns Skagafjarðarsýslu. Árið 1946 mælti Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað fyrir frumvarpi þess efnis að heimila skyldi stofnun skjalasafna í einstökum héruðum, sem myndu þó heyra undir yfirstjórn Þjóðskjalasafns Íslands. Lög um héraðsskjalasöfn voru samþykkt í byrjun árs 1947 og í kjölfar þess var Héraðsskjalasafn Skagfirðinga stofnað og var það hið fyrsta sinnar tegundar. Hlutverk héraðsskjalasafnsins var, og er enn, meðal annars að innheimta og varðveita opinber gögn innan Skagafjarðarsýslu. Árið 1965 var hafist handa við byggingu nýs safnahúss og flutt í hluta hússins í lok árs 1969, opnun safnsins dróst þó á langinn og var það ekki opnað almenningi fyrr en í byrjun árs 1972. Fyrsti formlegi skjalavörður við safnið var Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg og gegndi hann því embætti til 1990 er Hjalti Pálsson tók við sem héraðsskjalavörður. Unnar Ingvarsson var héraðsskjalavörður frá 2000 til 2014. Núverandi héraðsskjalavörður er Sólborg Una Pálsdóttir og tók hún við því starfi árið 2014."

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks (1919-1959)

  • S03432
  • Félag/samtök
  • 1919-1959

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks var stofnað 23. mars 1919 á vegum kvenna úr Kvenfélagi Sauðárkróks með því markmiði að glæða hjá almenningi áhuga fyrir heimilisiðnaði. Félagið starfaði til ársins 1959. Á fyrstu árum félagsins var blómleg starfssemi í kennslu og margskonar leiðbeiningum í heimiliðsiðnaði, en varð með árunum einhæfari og að lokum hætti starfssemin.

Samband íslenskra rafveitna (1942-1995)

  • S03473
  • Félag/samtök
  • 1942-1995

Samband íslenskra rafveitna var stofnað 1942. Árið 1995 sameinaðist það Sambandi íslenskra hitaveitna og varð til Samorka.

Skagfirska söngsveitin (1970-)

  • S03474
  • Félag/samtök
  • 1970-

Skagfirska söngsveitin var stofnuð 20. september 1970, innan vébanda Skagfirðingafélagsins. Snæbjörg Snæbjarnardóttir var fengin sem kórstjórnandi. Sveitin kom fyrst fram á árshátíð Skagfirðingafélagsins í mars 1971 og aftur á sumarfagnaði sama ár. Sá fagnaður var helgaður verkum Eyþórs Stefánssonar tónskálds.
Fyrsti samsöngurinn var haldinn í Miðgarði í Skagafirði þann 2. júlí 1971 og annar í Bifröst á Sauðárkróki daginn eftir. Einnig tók söngsveitin þátt í útihátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis Sauðárkróks sama dag. Vorið 1972 var efnt til samsöngs í félagsheimili Seltirninga. Að ósk stjórnar Skagfirðingafélagsins fór söngsveitin í upptöku hjá Eíkisútvarpinu vegna væntanlegrar útgáfu á hljómplötu. Árið 1971 veitti Skagfirðingafélagið Gunnar Björnssyni gullmerki fyrir skelegga framgöngu við stofnun sveitarinnar. Sveitin gaf út hljómplötuna Skín við sólu árið 1973.

Icelandic Association of Utah Inc.

  • S03500
  • Félag/samtök

"The Association has three primary purposes:
Celebrate and perpetuate a common interest in the culture and heritage of Iceland through shared activities and continuing education.
Promote closer and better relations with the people of Iceland.
Preserve the memory of the early Icelandic pioneers who established the first permanent Icelandic settlement in North America in Spanish Fork, Utah."

Snorri Þorfinnsson ehf. (1995-)

  • S03499
  • Félag/samtök
  • 1995-

"Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslandsvvið hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

Mountain Celebration Committee (1999-)

  • S03497
  • Félag/samtök
  • 1999-

"The Icelandic Communities Association (ICA) was originally known as the Mountain Celebration Committee. The Mountain Legion and Legion Auxillary sponsored and organized the 2nd of August celebrations for many years. Historically, the Icelandic group in northeast North Dakota was called Báran. The committee was first established in 1999 but our celebration began in 1889.
In February 2003, bylaws were adopted and the name was changed from the Mountain Celebration Committee to the Icelandic Communites Association. To become a member of ICA, pay an annual membership fee of $15.00/person. This provides each member voting rights at all ICA meetings, a subscription to the Fjalla Blað newsletter, and full membership to the Icelandic National Leage of North America.
The seven Icelandic settlement communities that make up the ICA are Gardar, Mountain, Hallson, Vidalin, Fjalla, Thingvilla and Svold. More information on these areas can be found on the Pembina County USGenWeb. The people from these communities and many other supporters from all over the United States are instrumental in the success of the celebration and ICA activities.
The goal of the ICA is to celebrate our Icelandic heritage and culture. In addition to the annual heritage celebration, the ICA also participates in various activities throughout the year such as a Þorrablót, Icelandic movies from the INLNA, and we have frequent tour groups and visitors to our area.
In 1999, during the 100 year anniversary of August the Deuce, the Mountain Celebration Committee hosted the President of Iceland, Ólafur Ragnar Grímsson. He was the first Icelandic president to visit North Dakota. Since that time, the ICA has been honored to entertain countless dignitaries and visitors from Iceland.
Each year the ICA honors an individual for the Parade Grand Marshal and Honorary Parade Marshal. Please submit your nomination to the ICA before May 1st."

Northeastern North Dakota Herritage Assosiation (1986-)

  • S03496
  • Félag/samtök
  • 1986-

"The Northeastern North Dakota Heritage Association was formed in June 1986. The purpose of the organization was to build the Pioneer Heritage Center with interpretive exhibits that tell the Settlement Era Story from 1870-1920 of northeastern North Dakota. Their main goals are as follows:

Develop a living history of pioneer life through the use of restored community buildings on the site of the Pioneer Heritage Center.
Develop the Pioneer Heritage Center as a northeastern North Dakota educational and research facility for genealogy, settlement-era history, and natural history.
Work in cooperation with the North Dakota Parks and Recreation Department to attract tourism to northeastern North Dakota.
Develop the Pioneer Heritage Center as a social and cultural meeting place for area people."

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

  • S03630
  • Félag/samtök
  • 1905 - 1931

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar. Óvíst um stofndag.
Uppfært 22.11.2023 LVJ.
Í Fundargjörðabók kemur fram að Lestrarfélag Flugumýrarsóknar var stofnað í nóvember 1905 á fundi í Réttarholti hafði verið boðað til hans af Eiriki Albertssyni og Jóni Rögnvaldssyni. Stofnendur voru rúmir 40. Voru þá samið og samþykkt lög fyrir félagið þau er nú gilda ( eins og segir í gjörðabók). Sumarið 1907 brann gjörðabók félagsins sem í höfðu verið skrifaðar fundargjörðir þess frá því það var stofnað. Síðan hefir engin gjörðabók verið haldin fyrir félagið. 1910 var ákveðið á fundi að kaupa gjörðabók fyrir félagið.
Ekki er vitað um félagið í framhaldinu en það kemur fram í Gjörðabók Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan að fyrrverandi félagar Lestrarfélags Flugumýrarsóknar mættu á fund 1969 og rædd var sameining félagana.

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu (1976-1999)

  • S03640
  • Félag/samtök
  • 1976-1999

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu var stofnaður árið 1976. Í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði var Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu sameinaðir árið 1999 undir heitinu Tónlistarskóli Skagafjarðar.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • S03657
  • Félag/samtök
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27 manns.

Málfundafélagið Vísir

  • S03660
  • Félag/samtök
  • 1927 - 1934

Málfundafélagsins Vísir, Stíflu, var stofnsett 14.11.127 að 7 meðlimum mættum. Fundirnir voru haldnir í húsi málfundarfélagsins Von. Í Gjörðabókinni eru fundargerðir og einnig komu fram á fundunum spurningar almenns eðlis s.s. 1. Hvort er betra að gefa kindum kveld eða morgna í svona jarðelti? 2. Hvort er betra að vera í sveit eða kaupstað? 3. Til hvers eru Ungmennafélög? 4 . Hvaða vetrarverk þykir ykkur skemmtilegust? 5. Hvort lifa sveitirnar fyrir kaupstaðina eða kaupstaðirnir fyrir sveitirnar? o.s.fr. Gaman af þessu. Ekki er vitað um líftíma félagsins af svo stöddu.

Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan

  • S03670
  • Félag/samtök
  • 1914 - 1969

Stofnfundur félagsins "Æskan" var haldin 22.11.1914. Lög félagsins voru sett þar og undrrituð af Brynjólfur Sveinsson, Pétur Jónasson, Jóhann Sigtryggsson, Jón Sigtryggsson, Sig G Jósafatsson, Björn Konráðsson, Björn Jónasson, Sigurður Jónsson. Fundurinn var haldin í Framnesi af 7 félögum í ungmennafélaginu "Framsókn" sem eru á fram huta félagssviðinu auk 3ja manna utan félags. Markmið fundar er að mynda deild út úr áðurnefndu f+elagi sem héldi málfuni með sér og héldi út blaði til ritæfinga. Ástæða til þessarar deildarstofnunar var sú að meðlimum félagsins þótti svo erfitt að ná saman sökum strjábýlis. Eins og segir í lögum félagsins 2.gr. Takmark félagsins er að æfa meðlimi sína í því að koma hugsunum sínum skipulega fram í ræðu og riti.
í bókinni er líka Reglugerð fyrir heyskap, lestrarfélagsins Æskan sumarið 1930. Lög félagsins voru svo endurskoðuð 1927 og í gjörðabók voru ekki færðar inn fundargjörðir frá 1936 - 1940 og segir að þær séu trúlega glataðar. Aftur er tilgreint að fundargjörðir vanti fyrir 1946 - 1955 og munu þær eflaust glataðar. En fundargerð byrjar aftir 1958. Það gerist svo 12.01. það gerist svo 1966 að það bárust tilmæli frá Lestrarfélagi Flugumýrarsóknar um athugun á sameiningu félaganna. Fundarmenn lýstu sig fylgjandi og á aðalfundi 1969 mættu auk félaga úr Æskunni nokkrir fyrrverandi félaga úr Lestarafélagi Flugumýrarsóknar rætt var stækkun félagsins Æskunnar.

Framræslu og áveitufélagið - Akrahreppi

  • S03675
  • Félag/samtök
  • 1932

Gögnin innihalda, frumvarp til laga fyrir félagið það segir að tilgangur félasins er að bæta engjalönd þeira jarða sem taldar eru í gr.2 Hjaltastaði, Hjaltastaðakot, Hjaltastaðahvamm, Frostastaði, Ystu- Grund, Syðri - Brekkur, Ytri - Brekkur, með framræslu og áveitu. Vatn til áveitunnar skal tekið úr Héraðsvötnum og Þverá.

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

  • S03673
  • Félag/samtök
  • 1929 - 1933

Hvenær félagið var stofnað eða aflagt kemur ekki fram í þessum gögnum. Gögnin innihalda hin ýmsu gögn er varða starfsemi félagsins. Reikningur um rekstur nautahaldsins, ( keypt naut á árinu, vetrarfóðrun sumarhirðing, lán og styrkir og kaup á eftirlitsmanni ). Fylgigögn frá 1929 - 1932.
Lög um kynbætur nautgripa, 1.júní 1928.
Sendibréf til formanns Nautgriparæktarfélags Akrahrepps ( úthluta ) Hr. Björn Sigtryggsson, Framnesi. Styrkur fyrir fullmjólkandi kýr. Tveir reikningar frá Dansk Mælketeknisk Laboratorium A- S Köbenhavn 16.03.1929 og 06.08.1929.og sendibréf því tengt til Herr Björn Sigtryggsson.
Fundargerð 16.03 1930 en þau gögn eru tvö blöð illa farin og nokkuð lesanleg, þar kemur fram að Stefán Vagnsson skýrir frá starfsemi félagsinsá næst liðnu ári ,var aðalkjarni þess fóðrun og hirðing þarfanauts félagsins, (Páls ).

Fóðurbirgðafélag Hofshrepps

  • S03682
  • Félag/samtök
  • 1938 - 1974

Í fundagerðabók er sagt að félagið hafi verið stofnað 1938 og í fjárgjaldabók (A ) segir í fyrstu fundagerð.
Ár 1938 26.júlí kom stjórn fóðurbirgðafélags Hofshrepps saman að Bæ.
Verkefni var: 1. Tekin ákvörðun um fóðurbætiskaup fyrir næsta vetur. Ákveðið var að skrifa stjórn Síldarverksmiðju Ríkisins á Siglufirði og fara fram á innleiðingu á greiðslu fyrir allt að 200 sekkjum til 31. oktober 1938 með ábyrgð hreppsnefndar.

  1. Kaupfélagi Fellshrepps var skrifað þar sem farið var fram á að á næsta vori 1939 sæi stjórn og framkvæmdarstjóri um að til yrðu ca, 75 tunnur af rúgmjöli og maísmjöli sem ekki yrði látið til manneldis fyrr en sýnt yrði að bændur þyrfti ekki á því að halda til skepnufóðurs.
    Í fundagerðabók 24.04.1974 segir á almennum hreppsfundi haldin í Höfðaborg, les formaður bréf frá Búnaðarfélagi Íslands það sem segir að fóðurbirgðaafélög skuli nú lögð niður samkvæmt lögum og eignum þeirra ráðstafað á almennum hreppsfundi. Fundurinn óskaði eftir tillögu frá stjórn félagsins um ráðstöfun sjóðsins sem er samkvæmt reikningi kr: 53434.40. Stjórn gerði svofellda tillögu að sjóður Fóðurbirgðarfélagsins verði í vörslu hreppsnefndar og skuli vöxtum hans varið til að verðlauna snyrtimennsku í búskap og umgengni á félassvæðinu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Það eru trúlega endalok þessa félags.

Nautgriparæktarfélag Fellshrepps (1928 - 1966)

  • S03708
  • Félag/samtök
  • 1928 - 1966

Ekki kemur fram í þessum gögnum upphaf félagsins né framtíð. Í fundargerð kemur fram ráðstöfun á þarfanauti hreppsins og formanni falið að semja við Eið Sigurjónsson sem fóðrað hafði nautið undnfarandi ár. Nautatollur er ákveðin og kaup á kálfi af Finnboga Sveinssyni á Keldum.

Lestrarfélag Fellshrepps

  • S03716
  • Félag/samtök
  • 1918 - 1974

Árið 1918, 24.nóv komu menn saman í Þinghúsi Fellshrepps í því tilefni að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins hafði boðað Friðrik Guðmundsson á Bræðraá. Fyrstu starfsmenn Friðrik Guðmundsson Bræðraá, Jóhann Jónsson Glæsibæ, Eiður Sigurjónsson Skálá. Tilgangur félagsins er að auka fróðleik og lestrarfýsn í sveitinni. Fram kemur í gjörðabók að 22. des.1956 brann íbúðarhúsið á Skálá en þar voru bækur félagssins geymdar. Alls brunnu 670 bindi og tveir bókaskápar. Safnið var brunatryggt.

Fjárræktarfélag Hofshrepps

  • S03724
  • Félag/samtök
  • 1980 - 1991

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í gögnum þessum. Persónugreinanleg gögn.

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

  • S03694
  • Félag/samtök
  • 1945 - 1976

Fundagerðabók segir ekkert um uppruna félagsins né framvindu félagsins eftir 1976. En fram kemur í fundagerð 12 mars 1972 ap fundur er haldin sameiginllegur með Búnaðarfélagi Hofshrepps.

Kvenfélag Hólahrepps

  • S03720
  • Félag/samtök
  • 1950 - 1977

Haustið 1950 fór frk. Rannveig Líndal um í Skagafirði á vegum S.N.K. Hún boðaði fund á Hólum þriðjudaginn 19 september og þar mættu sex konur sem stofnuðu Kvenfélag Hólahrepps. Helga Helgadóttir, Elísabet Júlíusdóttir, Konkordía Rósmundsdóttir ritari, Hólmfríður Jónsdóttir, Una Árnadóttir formaður og Svava Antonsdóttir gjaldkeri. Þrjár konur sem ekki gátu mætt á fundinn létu skrá sig sem félaga, Anna Jónsdóttir, Svanhildur Steinsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Tilgangur félagssins er að efla samvinnu og félagslund meðal kvenna á félagssvæðinu og styðja að hverskonar mannúð og menningarstarfsemi.

Ungmennafélagið Fram (1907-)

  • S02833
  • Félag/samtök
  • 20.10.1907-

Haustið 1907 hittust sjö ungir menn úr Seyluhreppi í svokölluðu Garðhúsi, austan við Reykjarhól í Varmahlíð og ákváðu þar að stofna ungmennafélag. Þessir stofnfélagar voru Hjörtur
Benediktson í Marbæli, Brynleifur Tobíasson í Geldingaholti, Páll Sigurðsson í Geldingaholti, Árni Arason á Víðimýri, Jón Árnason á Vatnsskarði, Sigurður Þórðarson á Fjalli og Klemens Þórðarson, bróðir Sigurðar. Á þessum fundi voru Brynleifur. Páll og Sigurður kosnir til aö semja uppkast að iögum fyrir félagið og stofnfundur ákveðinn að Víðimýri 20. okt. Á þeim fundi mættu 5. Voru þar lög samþykkt og í stjórn kosnir Brynleifur Tobíasson, Páil Sigurðson og Sigurður Þórðarson. Þar með var formlega gengið frá stofnun félagsins.
Félagið átti aðild að stofnun Ungmennasambands Skagafjarðar 17. apríl árið 1910.

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

  • S03698
  • Félag/samtök
  • 1944 - 1949

Þriðjudaginn 2 maí.1944 komu 10 mjólkurframleiðendur saman í Hlíðartúni til þess að ræða saman um mjólkurflutninga úr Óslandshlíð til Mjólkursamlags Sauðárkróks. Kosnir voru 3 menn til þess að halda utan um þessi mál með fulltrúum frá hóla og Viðvíkurhreppum. Þessir menn voru kosnir Stefán Sigmundsson, Kristján Jónssson, Óskar Gíslason og til vara Rögnvaldur Jónssson og Jóhann Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur er haldinn um þessi mál í Óslandshlíð en mjólkurflutningar héðan hófust fyrst snemma í mars síðastliðinn eins og segir í fundagerðabók 1944. Hver framvinda félagsins varð er ekki nefnd.

Ungmennafélag Haganeshrepps

  • S03690
  • Félag/samtök
  • 1949 -1962

Ekkert í gögnum kom fram um uppruna félagsins né framtíð eftir þessi ártöl. Þau gögn koma vonandi bráðlega.

Karlakór Sauðárkróks (1963-2012)

  • S01237
  • Félag/samtök
  • 1963 - 2012

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Náttúrulækningafélag Akureyrar (1944-)

  • S01227
  • Félag/samtök
  • 27.08.1944

Náttúrulækningafélag Akureyrar var stofnað 27. ágúst 1944. Þann dag kom Jónas Kristjánsson læknir og forseti Náttúrulækningafélags Íslands í heimsókn til Akureyrar ásamt Birni L. Jónssyni, veðurfræðingi, síðar lækni, og þáverandi varaforseta NLFÍ í þeim tilgangi að stofna Náttúrulækningafélag á Akureyri. 58 manns innrituðust í félagið á stofnfundinum og fundarmenn samþykktu stofnun Náttúrulækningafélags Akureyrar sem varð deild í Náttúrulækningafélagi Íslands.

Kvenfélagið Freyja (1943-

  • S01751
  • Félag/samtök
  • 1943-

Kvenfélagið Freyja í Viðvíkursveit var stofnað 23. október 1943. Stofnfundurinn var haldinn að Vatnsleysu.
Frumkvæðið að stofnun félagsins átti frú Emma Hansen á Vatnsleysu.
Stofnendur félagsins voru ellefu konur.
Félagið var arftaki kvenfélags sem stofnað var uppúr aldamótunum 1900 að tilhlutan Margrétar Símonardóttur, Brimnesi. Hún var formaður þess, Hildur Björnsdóttir, Vatnsleysu ritari og Guðrún Bergsdóttir, Ytri-Hofdölum féhirðir. Árið 1918 varð Iðnfélag Viðvíkurhrepps til uppúr kvenfélaginu og starfaði það í nokkur ár að heimilisiðnaðarmálum og fleiru.

Stofnfundur Kvenfélagsins Freyju, Viðvíkurhreppi var eins og áður segir, þann 23. október 1943.
Fyrsta stjórn:
Emma Hansen, Vatnsleysu, formaður
Sigurlaug Sigurðardóttir, Brimnesi, gjaldkeri
Sigríður Ingimundardóttir, Læk, ritari.

Félagið tók að erfðum sjóð Iðnfélagsins, spunavél og vefstól og lánaði meðan fólk vildi nota það.

Í bókinni Margar hlýjar hendur, sem kom út árið 1981, er getið um þáverandi stjórn félagsins:
Anna Jónsdóttir, formaður
Ásdís Björnsdóttir, ritari
Elínborg Bessadóttir, gjaldkeri

Brunabótafélag Íslands (1917-)

  • S00128
  • Félag/samtök
  • 1916

Brunabótafélag íslands var stofnað árið 1917 og er starfandi enn þann daginn í dag sem eignarhaldsfélag. Í upphafi var því veittur einkaréttur til að brunatryggja húseignir utan Reykjavíkur. Eftir lagabreytingu á sjötta áratugnum hófst samkeppni við önnur vátryggingafélög. Í lok níunda áratugarins varð það helmingseigandi að öflugu félagi með stofnun Vátryggingafélags Íslands hf. Með nýrri löggjöf árið 1994 er því breytt í Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands. Hlutverk félagsins er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða svo og alhliða forvarnarstarfs í sveitarfélögunum. Hefur félagið stutt við ýmis verkefni á sviði bruna- og forvarna sem eru sveitarfélögunum til hagsbóta. Hafa þau m.a. verið unnin í nánu samstarfi við Brunamálastofnun og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Sauðárhreppur hinn forni

  • S02201
  • Félag/samtök
  • 1000-1907

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Sauðárhreppur verður til en það gerist líklega mjög snemma, jafnvel fyrir kristnitöku. Sauðárhreppur hinn forni dró nafn sitt af þingstað hreppsins að Sauðá. ,,Auk bænda í hreppnum máttu bændur frá Hryggjum og Gvendarstöðum í Staðarhreppi sækja þangað þing ef þeir kusu það frekar en sækja þing að Seylu, sem var mun lengra. Síðasta manntalsþing að Sauðá var 23. júní 1881. Næsta ár var þingið flutt til Sauðárkróks og hefur verið haldið þar síðan." Árið 1907 var hreppnum skipt upp í Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp.

Hekla, samband norðlenskra karlakóra (1934-)

  • S01324
  • Félag/samtök
  • 08.10.1934

Hekla, samband norðlenskra karlakóra var stofnað þann 8. október 1934. Fulltrúar frá fjórum kórum mættu á stofnfundinn. Það voru fulltrúar frá Karlakór Geysi, Karlakór Þrym á Húsavík, Karlakór Reykdæla og Karlakór Mývetninga. Ingimundur Árnason fulltrúi karlakórs Geysis lagði fram uppkast að lögum fyrir sambandið sem hlaut nafnið Hekla. Nafn félagsins var valið til að minnast samnefnds kórs, en hann starfaði á Akureyri um aldamótin 1900. Magnúsar Einarssonar organisti og tónskáld stjórnaði kórnum.
„Félagið leitaðist við að efla og þroska karlakórssöng á sambandssvæðinu og stuðla að kynningu og félagshyggju kóranna“, eins og segir í texta um sambandið á heimasíðu Sambands íslenskra karlakóra.
Fyrsta söngmót sambandsins var haldið á Akureyri 23. júní 1935.
Fyrsta söngmót sambandsins var síðan haldið á Akureyri 23. júní 1935.

Amtsráð norðuramtsins (1892-1904)

  • S03569
  • Félag/samtök
  • 1892-1904

"Á Íslandi voru ömt frá árinu 1684 til ársins 1904. Æðsti embættismaður í amti var amtmaður og var Ísland eitt amt í Konungsríkinu Danmörku á tímabilinu 1684-1770. Því var síðan skipt niður í tvö ömt Suður- og Vesturamt og Norður- og Austuramt árið 1770. Árið 1787 var Suður- og Vesturamt síðan klofið niður í Suðuramt og Vesturamt. Árið 1873 þegar embætti stiftamtmans var lagt niður og landshöfðingi tók við var amtmaður Vesturamts settur sem amtmaður Suðuramts en ömtin héldust samt aðskilin. Árið 1890 voru sett lög sem skiptu Norður- og Austuramti í tvennt og kom til framkvæmda árið 1892. Aftur var sami amtmaður en ömtin héldust aðskilin[1]. Amtskipanin var lögð af árið 1904 þegar Íslendingar fengu heimastjórn."

Langamýri (1944-

  • S03277
  • Félag/samtök
  • 1944

Árið 1944 var stofnaður húsmæðraskóli á Löngumýri af Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Hún rak sjálf skólann til ársins 1967 en gaf þá Þjóðkirkjunni jörðina gegn því að starfsemin héldi þar áfram. Skólinn var starfræktur fram á 8. áratuginn en var þá lagður niður vegna lítillar aðsóknar. Sjálfseignarstofnun var komið á fót í stað kvennaskólans og hefur margskonar starfsemi á vegum kirkjunnar verið starfrækt á Löngumýri síðan.

Íslenskar getraunir (1952-)

  • S02842
  • Félag/samtök
  • 19.04.1952

Rekstur Íslenskra getrauna hófst laugardaginn 19. apríl 1952. Á fyrstu getraunaseðlunum voru mestmegnis leikir í danskri og sænskri knattspyrnu en eftir því sem árin liðu varð enska knattspyrnan mest áberandi.

Bifröst hf. (1947-

  • S02584
  • Félag/samtök
  • 23.02.1947-

Hlutafélagið Bifröst var stofnað á Sauðárkróki 23.02.1947. Heimili þess og varnarþing var á Sauðárkróki. Tilgangur þess var að reka samkomuhús á Sauðárkróki. Samkomuhúsið hafði þó verið tekið í notkun árið 1925 og hýsti m.a. dansleiki og leiksýningar. Stofnendur hlutafélagsins voru UMF Tindastóll með 12 hluti, Verkamannafélagið Fram með 6 hluti og Verkakvennafélagið Aldan, Hið skagfirska kvenfélag og Leikfélag Sauðárkróks með 3 hluti hvert. Í fyrstu stjórn hlutafélagsins voru Ole Bang (formaður) Friðvin Þorsteinsson, Árni Jóhannsson, Jórunn Hannesdóttir og Ingibjörg Ágústsdóttir. Á áttunda áratugnum er til fyrirtæki með sama nafni og virðist því búið að leggja hlutafélagið niður.

Holtshreppur (1898-1988)

  • S03286
  • Félag/samtök
  • 1898-1988

Holtshreppur var hreppur í Fljótum nyrst í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóra-Holt í Fljótum, sem var þingstaður Fljótamanna frá því snemma á öldum og til loka 19. aldar.
Hreppurinn varð til ásamt Haganeshreppi árið 1898 þegar Fljótahreppi var skipt í tvennt. Þeir sameinuðust aftur undir gamla nafninu 1. apríl 1988.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Fljótahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.

Staðarhreppur (1700-1998)

  • S02254
  • Félag/samtök
  • 1700-1998

Staðarhreppur er vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Reynistað. Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman Sveitarfélagið Skagafjörð.

Sauðárkrókshreppur (1907-1947)

  • S02255
  • Félag/samtök
  • 1907 - 1947

Sauðárkrókshreppur varð til árið 1907 þegar Sauðárhreppi hinum forna var skipt í tvennt, annas vegar Sauðárkrókshrepp og hinsvegar Skarðshrepp. Þannig varð kauptúnið Sauðárkrókur og jörðin Sauðá að einum hrepp. Árið 1947 fékk hreppurinn kaupstaðarréttindi og hét Sauðárkróksbær.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)

  • S03656
  • Félag/samtök
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá fyrstu lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagni og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjugarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrðanámskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • S03658
  • Félag/samtök
  • Ekki vitað

Búnaðarfélag Holtshrepps í Fljótum, ekki er vitað um stofnár eða hver var stofnandi félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að hverskonar framförum og umbótum í búnaði, svo og jarðrækt, búfjárrækt, húsabótum og fl. Meðal annars keypti félagið vélar og tæki til jarðræktunar sem bændur höfðu aðgang að og einnig sá félagið um að kaupa kartöfluútsæði, fræ og áburð. Búnaðarfélag Holtshrepps gerðist síðar aðili að búnaðarsambandi Skagfirðinga árið 1945.
Ekki fundust upplýsingar um hvort félagið sé ennþá starfandi.

Amtsbókasafnið á Akureyri (1827-)

  • S03568
  • Félag/samtök
  • 1827-

"Segja má að saga safnsins hefjist árið 1791 þegar Stefán Þórarinsson amtmaður stofnaði Hið norðlenska lestrarfélag. Það félag lagðist af en Grímur Jónsson, amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal, tók við keflinu og stofnaði Eyfirska lesfélagið árið 1825. Tveimur árum síðar, árið 1827, var Amtsbókasafnið formlega stofnað.
Helsti bókakostur safnsins voru bækur úr Hinu norðlenska lestrarfélagi og bókagjafir sem margar hverjar komu frá Danmörku. Fyrsti amtsbókavörðurinn vann kauplaust og skaut jafnframt skjólshúsi yfir safnið. Þetta var Andreas Mohr sem bjó í Hafnarstræti 11, húsi sem nú er jafnan kallað Laxdalshús. Það er elsta hús Akureyrar.
Eftir að Mohr hætti sem amtsbókavörður var safnið á hrakhólum. Ekki rættist úr fyrr en 1849. Næsti viðkomustaður safnsins var Aðalstræti 40 þar sem safnið var í tíu ár. Það var um tíma einnig í Aðalstræti 46 og var loks flutt í nýtt þing- og varðhaldshúsi Akureyrarkaupstaðar í Búðargili árið 1875. Húsið var neðst í gilinu en það stendur ekki lengur. Friðbjörn Steinsson varð bókavörður.
Kaflaskil urðu í sögu safnsins þegar Akureyrarkaupstaður eignaðist það árið 1905. Kaupstaðurinn eignaðist safnið með því skilyrði að byggt yrði utan um það eldtraust geymsluhús auk lestrarstofu en mörg ár liðu þar til það varð að veruleika.
Safnið var um þetta leiti í Samkomuhús bæjarins. Þar var þó opnuð lesstofa í fyrsta sinn í sögu safnsins. Samkvæmt gestabókum voru námsmenn tíðir gestir á safninu sem og kennarar. Nokkrir gegndu stöðu amtsbókavarðar. Þekktastur er Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, sem hóf þar störf árið 1925 og gegndi hann embættinu í 27 ár.
Árið 1930 var safnið flutt Í Hafnarstræti 53, gamla barnaskólann á Akureyri. Davíð bjó einnig í húsinu á þeim tíma. Þá var fólki farið að leiðast flutningar safnsins fram og til baka og árið 1933 vakti Matthíasarnefnd Stúdentafélags Menntaskólans athygli á því að 100 ára afmæli Matthíasar Jochumsonar þjóðskálds nálgaðist og tilvalið væri að byggja hús undir safnið af því tilefni. Sigurður Guðmundsson skólameistari og Steindór Steindórsson kennari sátu fund með byggingarnefnd Akureyrarbæjar og báru upp erindið.
Samþykkt var að hefja undirbúning að byggingu safnahúss sem átti að bera nafnið Matthíasarbókhlaða. Auk þess sem húsið átti að vera bókhlaða bæjarins var einnig gert ráð fyrir að í framtíðinni yrði þar náttúrusafn og listasafn.
Þegar hófst fjársöfnun fyrir byggingunni. Húsið átti að kosta 110 þúsund krónur en þar sem 10 til 15 þúsund krónur vantaði upp á þótti ekki ráðlegt að taka lán og ráðast strax í framkvæmdirnar. Þess í stað var fjárfest í húsi við Hafnarstræti 81 þar sem bókasafnið var í 20 ár, uppi á 2. hæð. Það hús stendur við Sigurhæðir Matthíasar Jochumsonar.
Eftir að Árni Jónsson tók við sem safnvörður árið 1960 jukust vinsældir safnsins. Árni stóð fyrir breytingum, meðal annars jók hann aðgengi með því að setja bækur í opnar hillur þannig að fólk gat tekið sér nægan tíma í að velja sér bækur í stað þess að fá þær afhendar yfir afgreiðsluborðið. Árni lengdi einnig opnunartíma safnsins til muna, það hafði aðeins verið opið einn til þrjá daga í viku en Árni opnaði safnið alla virka daga, fyrst um sinn frá 14 til 19. Enn jókst aðsóknin, hún tvöfaldaðist fljótlega og rúmlega það.
Tveimur árum áður en Árni tók við, hafði Bæjarstjórn Akureyrar samþykkt að byggja loks hús fyrir safnið í tilefni 100 ára afmælis Akureyrarbæjar árið 1962. Leitað var til arkitektanna sem unnu samkeppnina 1935 og lögðu þeir fram alveg nýja og nútímalega hugmynd að bókhlöðu sem jafnframt var mun stærri en gamla tillagan. Það var 29. júní árið 1963 að nýja tillagan var samþykkt eftir bollaleggingar fram og til baka á fundum byggingarnefndarinnar.
Hið nýja húsnæði var vígt þann 9. nóvember árið 1968 við hátíðlega athöfn. Bjarni Einarsson bæjarstjóri tók á móti byggingunni fyrir hönd Akureyrarbæjar með stuttri ræðu.
Nokkrum áratugum síðar hafði starfsemin enn sprengt utan af sér húsnæðið. Amtsbókasafnið er annað af tveimur skylduskilabókasöfnum á Íslandi sem þýðir að það á að minnsta kosti eitt eintak af öllum bókum sem prentaðar eru á Íslandi fara til safnsins. Þetta er gríðarlega mikið magn á hverju ári og því er safnkosturinn fljótur að stækka. Þrengslin í bókhlöðunni voru yfirþyrmandi og safnið varð að taka á leigu húsnæði í bænum til að geyma bækur og blöð sem minna voru notuð. Auk þess stækkaði skjalasafnið óðum. Árið 1987 var ákveðið að byggja við safnið og efnt var til samkeppni um viðbygginguna.
Frá því Amtsbókasafnið komst í viðunandi húsnæði árið 1968 hefur starfsemin vaxið og dafnað jafnt og þétt. Þar er nú góð aðstaða til tölvunotkunar og einnig sýningaraðstaða og veitingastaður. Þá hýsir safnahúsið Héraðsskjalasafn Akureyrar."

Fornleifavernd ríkisins (-2012)

  • S03493
  • Félag/samtök
  • 2001-2012

Fornleifavernd ríkisins varð til með lögum sem Alþingi samþykkti 2001.
Með lögum 2012 voru Fornleifavernd ríkisins og Húsafriðunarnefnd sameinaðar í Minjastofnun.

Hestamannafélagið Stormur / Svaði ( 1974 - 1988)

  • S03709
  • Félag/samtök
  • 1974 - 1988

Samkvæmt fundargjörðabók segir að þann 2.10.1974 hafi Gísli Kristjánssson, oddviti Hofsóshrepps boðað hrossaeigendur í Hofsóshreppi til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg. Mættir voru 8 hrossaeigendur og skýrði oddviti frá því vandamáli sem skapast hefur í þorpinu vegna hrossa sem þar ganga laus og sagði úrbætur mjög nauðsynlegar og þar sem engin félagasamtök væru til væri mjög æskilegt að stofna hestamannafélag þá yrðu þessi mál leyst og skipulögð á félagslegum grundvelli. Sýndur var á fundinum uppdráttur af fyrirhuguðu gripahúsahverfi í landi hreppsins hjá Hofsgerði. Máli þessu skildi hraðað sem hægt væri. Mætt voru auk oddvita. Jóhannes Pálsson, Sveinn Einarsson, Snorri Jónssson. Friðbjörn Þórhallsson, Pétur Olafsson, Gunnar Baldvinsson, Sigursteinn Guðlaugsson og Margrét Kristjánsdóttir.
Hlé kemur í ritun bókar frá 1976 til 1984.
Í fundagerð 14.02.1984 sem er framhaldsfundur frá 13.02 þá eru kynnt drög af lögum félasins og þar kom fram að breyta ætti nafni félagsins vegna væntanlegrar inngöngu í L.H og gerði tillögu að félagið heiti Svaði. ( skráð úr fundagjörðabók 28.12.2023 LVJ )

Ungmennafélagið Eining

  • S03710
  • Félag/samtök
  • 1933 - 1954

Ekki kemur fram fundagerðir eða stofnun félagsins í gögnum þessum eða framtíð félagsins. En í gögnum segir í lögum, að félagið hefur á stefnuskrá sinni að vekja löngunn hjá öllum félagsmönnum til að starfa fyrir sjálfa sig , land og þjóð. Ennfremur að efla efnalegt og andlegt sjálfstæði innan félagsins svo sem með því ða keppa að reglusemi, árverkni, stundvísi og fleiru því sem horfir félagskapnum til heilla.
Samkvæmt reikningabók var unnið að uppbyggingu Geirmundarhólaskógar.

Lestrarfélagið Mímir

  • S03711
  • Félag/samtök
  • 1915 - 1944

Ár 1915, 28 nóvember komu nokkrir menn saman í þinghúsinu í Haganeshreppi í tilefni af því að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins höfðu boðað Benedikt Guðmundsson, Syðstumói og Guðmundur Jónsson Austarihóli. Með einróma samþykki fundarmanna var svo lestrarfélagið stofnað og hlaut þegar í stað nafnið Mímir. Benedikt Guðmundsson Syðstamói var kosin formaður, Jón Jónasson Haganesvík ,bókavörður og Eirikur Jóhannesson gjaldkeri.

Niðurstöður 1 to 85 of 177