Showing 1 results

Authority record
Organization Tónlist

Skagfirska söngsveitin (1970-)

  • S03474
  • Organization
  • 1970-

Skagfirska söngsveitin var stofnuð 20. september 1970, innan vébanda Skagfirðingafélagsins. Snæbjörg Snæbjarnardóttir var fengin sem kórstjórnandi. Sveitin kom fyrst fram á árshátíð Skagfirðingafélagsins í mars 1971 og aftur á sumarfagnaði sama ár. Sá fagnaður var helgaður verkum Eyþórs Stefánssonar tónskálds.
Fyrsti samsöngurinn var haldinn í Miðgarði í Skagafirði þann 2. júlí 1971 og annar í Bifröst á Sauðárkróki daginn eftir. Einnig tók söngsveitin þátt í útihátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis Sauðárkróks sama dag. Vorið 1972 var efnt til samsöngs í félagsheimili Seltirninga. Að ósk stjórnar Skagfirðingafélagsins fór söngsveitin í upptöku hjá Eíkisútvarpinu vegna væntanlegrar útgáfu á hljómplötu. Árið 1971 veitti Skagfirðingafélagið Gunnar Björnssyni gullmerki fyrir skelegga framgöngu við stofnun sveitarinnar. Sveitin gaf út hljómplötuna Skín við sólu árið 1973.