Showing 177 results

Authority record
Organization

Vesturfarasetrið (1995-)

  • S034503
  • Organization
  • 1995-

"Stutt frá Hofsósi er landnámsjörðin Höfði þar sem Þórður bjó, forfaðir Snorra saga1Þorfinnssonar, fyrsta barnsins af evrópskum ættum sem fætt er á meginlandi Ameríku. Foreldrar Snorra voru landkönnuðurnir Þorfinnur karlsefni Þórðarson og Guðríður Þorbjarnardóttir. Þorfinnur karlsefni var mikill sæfari og var um tíma með skip í förum milli Íslands og Norges, Grænlands og Ameríku. Þau Þorfinnur og Guðríður kona hans stofnuðu heimili á Vínlandi, sennilega á árunum 1004 til 1006 og eignuðust þar soninn Snorra. Eftir að Þorfinnur og Guðríður sneru aftur til Íslands settust þau að í Skagafirði.
Hofsós var einn af elstu versluarstöðum landsins. Í lok 19. aldar varð staðurinn, jafnt og aðrir staðir, fyrir áhrifum bágindaáranna. Í lok 20. aldar var elsti hluti þorpsins mikið niður níddur og sögufræg hús að falli komin vegna skorts á viðhaldi. Valgeir Þorvaldsson hófst þá handa um endurreisn kjarna gamla þorpsins með það í huga að vernda staðinn og gamlar húsagerðir og gera Hofsós að áhugaverðum viðkomustað.
Í öðrum áfanga var gamla hótelið endurbyggt en þar er rekin veitingastofan Sólvík yfir sumartímann. Þá voru nokkur íbúðarhús á Plássinu lagfærð og eru þau í einkaeigu.
Valgeir Þorvaldsson hefur alltaf haft mikinn áhuga á sögu forfeðra sinna sem voru meðal þeirra 16 – 20 þúsunda fólks sem fluttust frá Íslandi milli 1870 og 1914 til að byrja nýtt líf í Norður-Ameríku. Hann átti þann draum að heiðra minningu brottfluttra Íslendinga frá þessum tíma með því að koma á fót upplýsingasetri með þjónustu og sýningum fyrir afkomendurna og aðra áhugasama gesti. Upphafið að veruleika þessa draums hófst með því að bjarga Gamla Kaupfélagshúsinu frá eyðileggingu.
Endurreisn fjölda gamalla húsa gamla þorpkjarnans og bygging nýrra húsa hefði ekki verið möguleg án góðs fjárhagslegs stuðnings einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og hins opinbera. Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur við hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

  • S01866
  • Organization
  • 1930-

Verkakvennafélagið Aldan var stofnað þann 9. janúar 1930 á Sauðárkróki. Stofnendur voru 21 talsins. Ástríður Stefánsdóttir ljósmóðir átti frumkvæði að stofnun félagsins. Í félagslögum segir m.a.: „Tilgangur félagsins er sá að styðja og efla hag félagskvenna og menningu á þann hátt, sem kostur er, meðal annars með því að ákveða vinnutíma og kaupgjald og stuðla að því, að verkalýðurinn taki sjálfstæðan þátt í stjórnmálum lands og bæjarfélags.“
Fyrstu stjórn skipuðu: Ástríður Stefánsdóttir, formaður, Sigríður A.N. Eiriksen, ritari og Pálína Bergsdóttir.
Varastjórn skipuðu: Sigurrós J. Sigurðardóttir, Helga Jóhannsdóttir og Ingunn Magnúsdóttir.
Tvo meðráðamenn kaus félagið sér til halds og trausts úr Verkamannafélaginu Fram: Friðrik Hansen og Pétur Sigurðsson.
Verkakonur á Sauðárkróki töldu rétt að bindast samtökum um kaup og kjör, en fiskvinna, einkum síldarvinna, var nokkur og fór vaxandi.
Hver sú kona sem var orðin 16 ára að aldri og var fær til algengrar vinnu gat fengið inntöku í félagið. Varð hún að senda formanni skriflega inntökubeiðni en formaður bar umsóknina undir atkvæði á félagsfundi.
Aðalstörf félagsins snérust um að bæta kjör vinnandi kvenna, sérstaklega á meðan mikið atvinnuleysi var í landinu. Árið 1931 voru t.d. konurnar neyddar til að lækka þágildandi taxta félagsins til að hægt væri meðal annars að láta verka saltfisk á Sauðárkróki. En konurnar settu fram nokkur skilyrði gegn lækkun taxtans og meðal þeirra skilyrða var að félagar Öldunnar sætu fyrir vinnu, að konur við fiskþvott hefðu skýli og að þeim yrði lögð til áhöld.
Þeim konum sem mest beittu sér fyrir síldarsöltun á Sauðárkróki sumarið 1934 var neitað um vinnu á staðnum.
Aldan stéttarfélag, varð síðar til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar. Sameinað félag tók til starfa í ársbyrjun 2001. Stofnfélagar voru um 820 manns, félagið á sér merkilega fortíð í sögu þessara félaga og forvera þeirra.

Upprekstrarfélag Staðarfjalla

  • S02656
  • Organization

Félag sem stóð að rekstri og umsjón með upprekstri búfénaðar í afrétt í Staðarfjöllum. Afréttarlandið var í eigu Staðarhrepps, Rípurhrepps, Seyluhrepps og Borgarsveitar í Sauðárhreppi. Allir þessir hreppar eru í dag sameinaðir og tilheyra Sveitarfélaginu Skagafirði. Starfsemi félagsins hefur því breyst en starfandi er stjórn Staðarafréttar ásamt því að starfandi eru fjallskilanefndir fyrir alla gömlu hreppana.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • S03693
  • Organization
  • 1945 - 2001

Samkvæmt fundagjörðabók er félagið búið að vera starfandi í einhvern tíma fyrir þessa fundagjörðabók en ekki kemur fram stofnár né framvinda eftir 2001.

Ungmennafélagið Vaka

  • S03631
  • Organization
  • 1930 - 1945

Ungmennafélagið Vaka í Viðvíkursveit. Óvíst um stofndag.

Kemur fram í Gjörðabók ungmennafélagsins Vöku í Viðvíkursveit að mánudaginn 10 mars 1930 var haldin stofnfundur í þinghúsi Viðvíkurhrepps til þess að ræða stofnun Ungmennafélags í Viðvíkurhreppi, fundinn setti Jóhann Björnsson hreppstjóri á Hofstöðum.Rædd voru lög og borin undir atkvæði og samþykkt í heild. Mánudaginn 9. júní 1930 var svo haldin aðalfundur í þinghúsi Viðvíkurhrepps þar sem ákveðið var nafn félagsins. Kosið var um nöfnin Vaka, Sunna og Eining. Uppfært14.11. 2023 LVJ

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

  • S02634
  • Organization
  • 1907-

Ungmennafélagið Tindastóll (U.M.F.T.) er íþróttafélag á Sauðárkróki stofnað 23. október 1907 í kjölfar þess að auglýst var á Sauðárkróki að fyrirhugað væri að stofna ungmennafélag er tæki yfir Skarðs- og Sauðárkrókshrepp. Auglýsing þessi var undirrituð af fjórum búfræðingum frá Hólaskóla, þeim Sigurði Á. Björnssyni og Þorbirni Björnssyni frá Veðramóti, Pétri Jakobssyni frá Skollatungu og Kristjáni Sigurðssyni á Sauðárkróki. Í kjölfar auglýsingarinnar var haldinn fundur á Sauðárkróki þann 26. október 1907. Á fundinum var rætt um þessa nýju félagshreyfingu og lýst starfstefnum ungmannafélaga hér á landi og gildi þeirra fyrir komandi kynslóð. Á fyrsta fundinum voru sambandslög fyrir ungmennafélög Íslands lesin upp ásamt skuldbindingaskrá, skrá þessi var lögð fram til undirritunar þeirra er vildu stofna hér ungmennafélag. Fjórtán manns rituðu nafn sitt undir skuldbindingaskrána þar með var Ungmennafélagið Tindastóll myndað. Ákveðið var að fresta fundinum um nokkra daga til að hægt væri að kjósa stjórn í félagið þar að eru svo fáir félagar höfðu skráð sig, en þeir sem þegar gengu í félagið höfðu tíma til að safna sem flestum stofnendum fyrir næsta fund. Tillagan var svo greidd með öllum greiddum atkvæðum. Fundarstjóra var síðan falið á fundinum að hafa samband við sambandsstjórnar ungmennafélaga á Akureyri að fá upplýsingar um atriði er félagið varðaði.
Í fyrstu lögum félagsins segir að tilgangur þess sé a) Að reyna að alefli vekja löngun hjá æskulýðnum, að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land sitt og þjóð. b) Temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags. c) Allir félagar kappkostist við að efla andlegt trúarlíf meðal þjóðarinnar, einnig styðja og viðhalda öllu því sem þjóðlegt og rammíslenskt er viðhalda og halda móðurmálinu hreinu.

Ungmennafélagið Neisti (1987-)

  • S00273
  • Organization
  • 1987-

Bar nafnið Íþróttafélagið Neisti til að byrja með eða allt til 1990 þegar það sameinaðist Ungmennafélaginu Geisla (stofnað 1921). Eftir sameiningu bar það nafnið, og ber enn, "Ungmennafélagið Neisti".

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Organization
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • S03657
  • Organization
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27 manns.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • Organization
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27.

Ungmennafélagið Fram (1907-)

  • S02833
  • Organization
  • 20.10.1907-

Haustið 1907 hittust sjö ungir menn úr Seyluhreppi í svokölluðu Garðhúsi, austan við Reykjarhól í Varmahlíð og ákváðu þar að stofna ungmennafélag. Þessir stofnfélagar voru Hjörtur
Benediktson í Marbæli, Brynleifur Tobíasson í Geldingaholti, Páll Sigurðsson í Geldingaholti, Árni Arason á Víðimýri, Jón Árnason á Vatnsskarði, Sigurður Þórðarson á Fjalli og Klemens Þórðarson, bróðir Sigurðar. Á þessum fundi voru Brynleifur. Páll og Sigurður kosnir til aö semja uppkast að iögum fyrir félagið og stofnfundur ákveðinn að Víðimýri 20. okt. Á þeim fundi mættu 5. Voru þar lög samþykkt og í stjórn kosnir Brynleifur Tobíasson, Páil Sigurðson og Sigurður Þórðarson. Þar með var formlega gengið frá stofnun félagsins.
Félagið átti aðild að stofnun Ungmennasambands Skagafjarðar 17. apríl árið 1910.

Ungmennafélagið Eining

  • S03710
  • Organization
  • 1933 - 1954

Ekki kemur fram fundagerðir eða stofnun félagsins í gögnum þessum eða framtíð félagsins. En í gögnum segir í lögum, að félagið hefur á stefnuskrá sinni að vekja löngunn hjá öllum félagsmönnum til að starfa fyrir sjálfa sig , land og þjóð. Ennfremur að efla efnalegt og andlegt sjálfstæði innan félagsins svo sem með því ða keppa að reglusemi, árverkni, stundvísi og fleiru því sem horfir félagskapnum til heilla.
Samkvæmt reikningabók var unnið að uppbyggingu Geirmundarhólaskógar.

Ungmennafélagið Bjarmi

  • S03676
  • Organization
  • 1922 - 1939

Ungmennafélagið Bjarmi í Goðdalssókn var stofnað sunnudaginn 11.júní 1922. Stofnfundur var haldinn í Goðdölum að 17 mönnum viðstöddum.
Fundarstjóri var Ólafur Tómasson og nefndi hann Guðjón Finnson til skrifara.
Lög félagsins 1922-1923 þar segir í 2. gr. Tilgangur félagsins er að styðja allar þær andlegu, líkamlegu og verklegu framkvæmdir er áhugi félagsmanna hneigist að og í 3.gr. Félagið leitast við að ná tilgangi sínum með því að halda málfundi. Gefa út blað. Fá hæfan mann í að koma á stofn og stjórna söngflokk. Koma á stofn knattspyrnuflokk, Hafa vínbindindi. Starfa að verklegum framkvæmdum.
Meðlimir 1922 - 1923. Eirikur Einarsson og Guðjón Jónsson, Tunguhálsi. Ólafur, Sveinn og Eyþór Tómassynir, Bústöðum. Guðmundur Eiriksson, Villinganesi, Skapti Magnusson, Teigakoti. Erlendur Einarsson, Goðdölum. Snjólaug Stefánsdóttir, Árnastöðum. Guðlaug Egilsdóttir, Hvannakoti. Guðmundur Ólafsson, Litliu- Hlíð. Sveinn Guðmundssson, Bjarnastaðahlíð.
Ekki er vitað um framhald Ungmennafélagsins Bjarma, annað en samruna við U.M.S.S

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

  • S00376
  • Organization
  • 1905

Ungmennafélagið Æskan var stofnað í Staðarhreppi þann 20. október 1905. Stofnfélagar voru 15. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins var Jón Sigurðsson (1888-1972). Ungmennafélagið Æskan varð síðar brautryðjandi að stofnun Ungmennasambands Skagafjarðar. Tilgangur félagsins var meðal annars að „reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðum til að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land og þjóð og fyrst og fremst að þeim framfararmálum sem kunna að koma innan sveitarinnar“ eins og kemur fram í lögum félagsins. Einnig voru félagsmenn hvattir til að vinna ötullega að hvers konar íþróttamálum og yfirleitt að efla allt það er að andlegri og líkamlegu atgerfi lítur. Úr fundargerðabók 13.3.1960.
Það kemur ekki fram í fundargerðarbókunum hvenær, eða hvort félagið var lagt formlega niður.

Ungmennafélagið Æskan

  • E00026
  • Organization
  • 20.10.1905 - 17.4.1990

Ungmennafélagið Æskan var stofnað í Staðarhreppi 20. október 1905. Stofnfélagar voru í upphafi 15 manns. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins var Jón Sigurðsson (1888-1972). Ungmennafélagið Æskan varð síðar eitt af stofnfélögum Ungmennasambands Skagafjarðar (U.M.S.S) ásamt tveimur öðrum félögum þegar það var stofnað 17. apríl 1910.
Tilgangur félagsins var meðal annars að „reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðum til að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land og þjóð og fyrst og fremst að þeim framfararmálum sem kunna að koma innan sveitarinnar“ eins og kemur fram í lögum félagsins. Einnig voru félagsmenn hvattir til að vinna ötullega að hvers konar íþróttamálum og yfirleitt að efla allt það er að andlegri og líkamlegu atgerfi lítur. Úr fundargerðabók 13.3.1960.
Það kemur ekki fram í fundargerðarbókunum hvenær eða hvort félagið var lagt formlega niður.

Ungmennafélag Íslands (1907-)

  • S02838
  • Organization
  • 02.08.1907

Ungmennafélag Íslands var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907 en þann dag hafði fjöldi fólks komið saman til að halda þjóðhátíð, aðra í röðinni frá því þjóðhátíðin mikla fór þar fram árið 1874. Jóhannes Jósefsson glímukappi frá Akureyri var einn sex ungra manna sem stofnuðu félagið og var hann kjörinn fyrsti formaður þess. Fyrir daga ungmennafélaganna voru búnaðarfélög og lestrarfélög helstu félögin sem var að finna á landsbyggðinni. Einnig nokkur málfundafélög, kvenfélög og bindindisfélög. Íþróttafélög voru fáséð á þessum tíma. Samkvæmt Félagatali sem Þorsteinn Einarsson tók saman í tilefni af 90 ára afmmæli voru 32 félög sem kalla má undanfara ungmennafélaganna, sem voru stofnuð á fyrstu árum 20. aldar og kenndu sig m.a. við framfarir, bindindi, málfundi, glímu og fimleika.
Þegar ungmennafélögin komu til sögunnar var vorhugur í æskufólki á Íslandi. Unga fólkið neitaði að lúta höfði fyrir dönskum kóngi og dönskum fána og vildi eignast sitt eigið þjóðarmerki sem tákn fyrir vaknandi sjálfstæðishug þjóðarinnar. Eins og nærri má geta urðu Íslendingar ekki sammála um þetta frekar en nokkuð annað. Deilurnar um nýjan íslenskan fána tóku á sig ýmsar myndir áður en lauk. Um eitt voru menn þó sammála. Hið gamla innsigli Íslands með mynd af flöttum þorski og kórónu Danakóngs yfir þar sem þorskhausinn skyldi vera var óhafandi og skyldi varpast í ystu myrkur. Fánamálið var nátengt sjálfstæðismálinu en um þetta leyti virtust vera sóknarfæri til að lina tök Dana á íslensku þjóðinni.
Hugmyndasmiðurinn að hinum bláhvíta fána var Einar Benediktsson skáld. Þann 13. mars 1897 skrifaði hann í blað sitt Dagskrána grein sem nefndist „Íslenzki fáninn.“ Þar varpaði hann fyrstur manna fram hugmyndinni um sérstakan íslenskan fána sem skyldi vera hvítur kross á bláum feldi. „Þjóðlitir Íslands eru hvítt og blátt og tákna himininn og snjóinn,“ bætti Einar við. Föðursystir hans, Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, sem var formaður Hins íslenska kvenfélags hafði forgöngu um að sauma fyrsta bláhvíta fánann þá um sumarið. Hann var fyrst borinn í skrúðgöngu við upphaf þjóðhátíðar sem Stúdentafélag Reykjavíkur gekkst fyrir 2. ágúst sama ár. Í kjölfarið tók UMFÍ hann upp á sína arma.

Ungmennafélag Haganeshrepps

  • S03690
  • Organization
  • 1949 -1962

Ekkert í gögnum kom fram um uppruna félagsins né framtíð eftir þessi ártöl. Þau gögn koma vonandi bráðlega.

Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan

  • S03670
  • Organization
  • 1914 - 1969

Stofnfundur félagsins "Æskan" var haldin 22.11.1914. Lög félagsins voru sett þar og undrrituð af Brynjólfur Sveinsson, Pétur Jónasson, Jóhann Sigtryggsson, Jón Sigtryggsson, Sig G Jósafatsson, Björn Konráðsson, Björn Jónasson, Sigurður Jónsson. Fundurinn var haldin í Framnesi af 7 félögum í ungmennafélaginu "Framsókn" sem eru á fram huta félagssviðinu auk 3ja manna utan félags. Markmið fundar er að mynda deild út úr áðurnefndu f+elagi sem héldi málfuni með sér og héldi út blaði til ritæfinga. Ástæða til þessarar deildarstofnunar var sú að meðlimum félagsins þótti svo erfitt að ná saman sökum strjábýlis. Eins og segir í lögum félagsins 2.gr. Takmark félagsins er að æfa meðlimi sína í því að koma hugsunum sínum skipulega fram í ræðu og riti.
í bókinni er líka Reglugerð fyrir heyskap, lestrarfélagsins Æskan sumarið 1930. Lög félagsins voru svo endurskoðuð 1927 og í gjörðabók voru ekki færðar inn fundargjörðir frá 1936 - 1940 og segir að þær séu trúlega glataðar. Aftur er tilgreint að fundargjörðir vanti fyrir 1946 - 1955 og munu þær eflaust glataðar. En fundargerð byrjar aftir 1958. Það gerist svo 12.01. það gerist svo 1966 að það bárust tilmæli frá Lestrarfélagi Flugumýrarsóknar um athugun á sameiningu félaganna. Fundarmenn lýstu sig fylgjandi og á aðalfundi 1969 mættu auk félaga úr Æskunni nokkrir fyrrverandi félaga úr Lestarafélagi Flugumýrarsóknar rætt var stækkun félagsins Æskunnar.

Unglingadeildin Trölli (1992-)

  • S00630
  • Organization
  • 1992

Unglingadeildin Trölli var stofnuð á Sauðárkróki á 60 ára afmæli Skagfirðingasveitar, en af því tilefni bauð stjórn slysavarnadeildarinnar til afmælis.
Deildin var stofnuð með það að markmiði að veita unglingum fræðslu um slysavarnir og björgunarmál á sem víðtækustum vettvangi.
Aldurshópur deildarinnar er 14-17 ára.
Stofnunin fór fram á 60 ára afmælis Skagfirðingasveitar, þann 1. febrúar 1992.

UMSS (1910-

  • S02400
  • Organization
  • 17.04.1910 -

Ungmennasamband Skagafjarðar var stofnað 17. apríl 1910. Bráðabirgðastjórn hafði þó setið frá 20. febrúar sama ár sem boðaði til stofnfundar 17. apríl. Stofnfélög voru Ungmennafélagið Æskan Staðarhreppi, Ungmennafélagið Framför Lýtingsstaðahreppi og Ungmennafélagið Fram Seyluhreppi. Fyrsta stjórn sambandsins var skipuð; Brynleifur Tobíasson formaður, Árni J. Hafstað ritari og Jón Sigurðsson gjaldkeri. Þegar líða tók á öldina fjölgaði aðildarfélögunum og starfsemin efldist á allan hátt.
Þessi félög gengu í sambandið fyrstu 50 árin:
Ungmennafélagið Hegri Rípurhreppi 1917, Ungmennafélagið Höfðstrendingur Hofsós 1917, Ungmennafélagið Tindastóll 1924, Ungmennafélagið Glóðafeykir Akrahreppi 1952, Ungmennafélagið Geisli Óslandshlíð1947, Ungmennafélagið Framsókn Viðvíkursveit 1914-20, Ungmennafélagið Von í Stíflu 1933, Ungmennafélag Holtshrepps 1947, Ungmennafélagið Hjalti Hjaltadal 1932, Ungmennafélag Hagnesshrepps 1947, Ungmennafélagið Bjarmi Godalsókn 1924-36 og Ungmennafélagið Grettir 1956.
Starfsemi sambandsins var að vonum ekki sérlega fjölbreytt fyrstu árin. Þó má nefna að það stóð fyrir Sumarmótum svokölluðum. Þar voru flutt erindi og tekið þátt í kappreiðum. Eins stóð sambandið fyrir fræðslu og fór á milli aðildarfélaga með ýmis erindi. Auk þess stóð sambandið að því að auka áhuga almennings á íþróttum. Sund var snemma á dagskrá og lagði UMSS fjármagn til að endurgera Steinsstaðasundlaug og var þar aðalsundkennsla fram um nokkurt árabil. Þetta var fyrsta steinsteypta sundlaugin í Skagafirði. Seinna var svo gerð laug í Varmahlíð.
Mótahald varð seinna mikið og öflugt, héraðsmótin á 17. júní þóttu stórhátíðir, haldið var úti sér knattspyrnuliði um tíma og settar upp leiksýningar. Héraðsþjálfarar í frjálsum og knattspyrnu voru fastir liðir svo árum skipti og þjálfuðu þeir vítt og breytt um héraðið. Fengu þá krakkar í sveitum sem þéttbýli að spreyta sig í frjálsum og knattspyrnu. Voru æfingar víða, við Ketilás í Fljótum, Hofsósi, Efra-Ási í Hjaltadal, á Vallarbökkum, á Steinsstöðum, Varmahlíð og Sauðárkróki svo einhverjir staðir séu nefndir. Eins var spilaður handbolti um tíma bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Lagðist þetta fyrirkomulag af á níunda áratugnum.
Ekki er ofsögum sagt þó eitt nafn sé tengt UMSS öðru fremur hér í héraði en það er Guðjón Ingimundarson sem var einn af ötulustu brautryðjendum í Skagfirsku íþróttalífi svo áratugum skipti. Guðjón sat í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar í 31 ár þar af 29 ár (1944-1973) sem formaður. Eins sat Guðjón í stjórn Ungmennafélags Íslands um tíma og var þar varaformaður. Fyrir hans tilstilli og með aðstoð margra annarra ötulla manna var haldið landsmót UMFÍ á Sauðárkróki árið 1971.
Landsmótið 1971 er eitt af mestu skrautfjöðrum í hatti UMSS. Það tókst með miklum ágætum og mættu 8-10 þúsund manns á mótið. Keppendur voru tæplega 500 og kepptu í 7 mismunandi greinum. Fyrir mótið 1971 var gert stórátak í uppbyggingu keppnisaðstöðu á Sauðárkróki og grasvöllurinn var tekinn í notkun fyrir mótið.
Árið 2004 voru haldin tvö landsmót á Sauðárkróki með þriggja vikna millibili. Byggður hafði verið nýr íþróttavöllur sumarið áður og var hann tilbúin til notkunar á mótinu. Fjórða landsmótið sem haldið hefur verið í Skagafirði var svo um Verslunarmannahelgina 2009. Fimmta landsmótið var svo haldið um Verslunarmannahelgina 2014.
Í dag eru 10 aðildarfélög innan UMSS, þrjú ungmennafélög Hjalti, Neisti og Tindastóll, Ungmenna- og Íþrótttafélagið Smári, Hestamannafélagið Skagfirðingur, Íþróttafélagið Gróska, Golfklúbbur Sauðárkróks, Bílaklúbbur Skagafjarðar, Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Siglingaklúbburinn Drangey. En hinum almennu ungmennafélögum hefur fækkað mikið síðustu 20 árin og önnur félög komið í staðinn.

Umhverfissamtök Skagafjarðar (2001-

  • S02831
  • Organization
  • 26.11.2001-

Umhverfissamtök Skagafjarðar voru stofnuð þann 26.11.2001 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Stofnfélagar voru 23. Félagið stóð m.a. fyrir fjöruhreinsun í júní 2002. í mars 2007 varð félagið deild innan SUNN. Þann 02.09.2009 var það skráð í firmaskrá með kennitöluna 440102-3360.

Tryggingastofnun Ríkisins (1936-)

  • S03008
  • Organization
  • 01.04.1936-

Tryggingastofnun ríkisins, stofnuð 1. apríl 1936. Varð til í kjölfar félagsumbyltingar í landinu með gildistöku laga um alþýðutryggingar á árinu 1936. Var þá komið á virku almannatryggingakerfi. Stofnunin er framkvæmdaaðili þess kerfis. Er í dag þjónustustofnun fyrir almenning varðandi velferðarkerfið. Hlutverk hennar er að ákvarða og veita tryggingabætur

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu (1976-1999)

  • S03640
  • Organization
  • 1976-1999

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu var stofnaður árið 1976. Í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði var Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu sameinaðir árið 1999 undir heitinu Tónlistarskóli Skagafjarðar.

Tónlistarskóli Sauðárkróks (1965-1999)

  • S00643
  • Organization
  • 1965-1999

Tónlistarskóli Sauðárkróks tók til starfa í byrjun janúar 1965. Eyþór Stefánsson, tónskáld, var skólastjóri og kenndi einnig tónfræði og tónlistarsögu. Eva Snæbjörnsdóttir sá um kennslu í hljóðfæraleik, aðallega orgel- og píanóleik. Þegar skólinn tók til starfa voru skráðir nemendur um 20. Það var Tónlistarfélag Skagfirðinga sem beitti sér fyrir stofnun skólans. Stjórn Tónlistarfélagsins skipuðu á þessum tíma: Eyþór Stefánsson, Ólafur Stefánsson, Jón Karlsson, Jón Björnsson (Hafsteinsstöðum) og Magnús H. Gíslason (Frostastöðum). Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu veitti 20 þúsund króna framlag til skólans og Kvenfélag Sauðárkróks færði skólanum 10 þúsund krónur. Fleiri félagasamtök og einstaklingar lögðu einnig til fjármagn svo hægt væri að stofna og reka skólann. Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru sameinaðir árið 1999 þegar sveitarfélög í Skagafirði voru sameinuð.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

  • S01686
  • Organization
  • 08.10.1874-1988

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Stephan G. Stephansson nefndin (1945-1953)

  • S02198
  • Organization
  • 1945-1953

Minnisvarði um Stephan G. Stephansson var reistur á Arnarstapa í Skagafirði árið 1953, í tilefni af aldarafmælis skáldsins. Árið 1945 reifaði Eyþór Stefánsson tónskáld hugmyndina um byggingu minnisvarðans á skemmtun í Litla-Garði í Hegranesi. Í kjölfarið var stofnuð nefnd sem vann að því að þessi hugmynd yrði að veruleika. Nefndarmenn voru Guðjón Ingimundarson, formaður UMSS, Óskar Magnússon, bóndi í Brekku og Eyþór Stefánsson. Ríkarður Jónsson myndhöggvari var fengin til að gera hugmyndir um minnisvarðan og hannaði hann og gerði lágmyndir á varðann. Staðsetning var ákveðin á Arnastapa, skammt frá fæðingarstað skáldsins og í alfaraleið. Hróbjartur Jónasson múrarameistari á Hamri hafði yfirumsjón með byggingu varðans og hófust framkvæmdir 23. júní 1953. Þann 19. júlí 1953 var minnisvarðinn afhjúpaður að viðstöddu miklu fjölmenni í góðu veðri.

Staðarhreppur (1700-1998)

  • S02254
  • Organization
  • 1700-1998

Staðarhreppur er vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Reynistað. Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman Sveitarfélagið Skagafjörð.

Sparisjóður Fljótamanna (1917-1940)

  • S02672
  • Organization
  • 1917-1945

Kringum árið 1880 var stofnaður sjóður sem hét ,,Ekknasjóður sjódrukknaðra manna í Siglufirði og Fljótum" í kjölfar tíðra sjóslysa, ekki síst vegna hákarlaveiða, sem höfðu mikil áhrif á sveitina. Var hann sameiginlegur fyrir bæði byggðalögin þangað til 1916-1917. Þá var sjóðnum skipt og fengu Fljótamenn sinn hlut útborgaðan. Með þessu fé aðallega var stofnaður sparisjóður og nefndur Sparisjóður Fljótamanna. Sparisjóður Fljótamanna var stofnaður á fundi í Haganesvík 5. apríl 1916. Voru stofnfélagarar 15. Var sá sjóður enn við lýði um 1940 en þó sennilega á fallanda fæti. Þegar Sparisjóður Siglufjarðar var stofnaður, voru Fljótamenn með Siglfirðingum í því, eins og fram kemur hér að ofan. Voru fjórir stofnendur úr Fljótum, Einar B. Guðmundsson á Hraunum, sr. Tómas Björnsson á Barði, Sveinn Sveinsson í Haganesi og Árni Þorleifsson á Ysta-Mói. Þangað til sjóðnum var skipt voru alltaf 3-4 menn úr Fljótum í stjórn sjóðsins og ábyrgðarmenn hans ásamt Siglfirðingum.

Sögufélag Skagfirðinga (1937- )

  • S03471
  • Organization
  • 1937-

Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins. Það var stofnað árið 1937 og, hefur síðan þá starfað óslitið. Fyrsta bókin sem út kom á vegum Sögufélags Skagfirðinga voru Ásbirningar eftir Magnús Jónsson prófessor. Bókin kom út árið 1939. Í kjölfarið fylgdi Landnám í Skagafirði eftir Ólaf Lárusson prófessor, árið 1940 og Frá miðöldum í Skagafirði eftir Margeir Jónsson frá Ögmundarstöðum árið 1941. Sögufélagið hefur gefið út meira en 100 rit um sögu Skagafjarðar.

Snorri Þorfinnsson ehf. (1995-)

  • S03499
  • Organization
  • 1995-

"Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslandsvvið hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

Slysavarnadeildin Skagfirðingasveit (1932-

  • S00571
  • Organization
  • 1932-

Slysavarnadeildin Skagfirðingasveit var stofnuð á Sauðárkróki árið 1932. Þann 1. febrúar sama ár, var boðað til stofnfundar Skagafjarðardeildar í Slysavarnafélagi Íslands. Jónas Kristjánsson læknir setti fundinn og fundarstjóri var Sigurður Sigurðsson sýslumaður. Fyrir fundinn höfðu safnast 42 undirskriftir væntalegra félaga. Eftirfarandi stjórnarnefnd var kosin á fundinum: Jónas Kristjánsson formaður, Haraldur Júlíusson gjaldkeri og Hallgrímur Jónsson ritari. Endurskoðendur voru Þorvaldur Guðmundsson og Snæbjörn Sigurgeirsson. Stjórnin gaf deildinni nafnið Skagfirðingasveit.
Félaginu voru sett lög. Þar segir m.a.: „Björgunarsveitin heitir Skagfirðingasveit. Starfssvæði hennar nær frá Skagatá inn Skagann Skagafjarðarmegin, Skagafjarðardali vestan Héraðsvatna og austan út að Gljúfurá. Aðsetur hennar er Sauðárkrókur.“ Sveitin fékk brátt upptöku í Slysavarnafélag Íslands.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • S03692
  • Organization
  • 1950 - 1955

Stofnfundur Skógræktarfélas Staðarhrepps var haldin 17.nóvember 1050 en boðað var til fundarins af stjórn Ungmennafélags Æskunnar. Fundinn setti Sigurður Ellertsson. En kosnir í stjórn voru Sigurður Jónsson, Reynistað. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sigurður Ellertsson, Holtsmúla og til var Halldór Hafstað, Vík.
Eins og segir í lögum félagsins er tilgangurinn að stuðla að útbreiðslu og eflingu Skógræktarinnar í Staðarhreppi og þá fyrst og fremst að vinna að því að koma upp tjágróðri við bæi og vísi að nytjaskógi á hverri jörð í Staðarhreppi. Ekki er vitað um framvindu félagsins.

Skátafélagið Fálkar

  • S03665
  • Organization
  • 1941 - 1946

Stofnað í júlí 1940 og var fyrsta skátafélagið sem starfaði í sveit. Félagið var stofnað með aðstoð frá Skátafélaginu Andvörum á Sauðárkróki. Starfið var flott fyrstu árin en þá voru 11 meðlimir í félaginu auk stjórnar. Fundað var reglulega og haldnar útilegur. Þrátt fyrir fáa meðlimi keyptu þeir skála og voru duglegir að gera hann upp. Stjórn félagsins fyrstu 3 árin voru Sigurður Jónsson, Baldur Jónsson og Sveinbjörn Jónsson en Sigurður var sveitarforinginn.

Skátafélagið Andvarar (1929-)

  • S01213
  • Organization
  • 1929-

Skátafélagið Andvarar var stofnað á Sauðárkróki þann 22. mars árið 1929 og var það aðallega fyrir drengi. Félagið var stofnað „að tilhlutan Jónasar Kristjánssonar læknis". Kristján C. Magnússon bókari kom fótum undir félagið að beiðni læknisins; var sveitarforingi fyrsta árið. Við tók Frank Michelsen.“ (Kristmundur Bjarnason, Skagfirzkur annáll 1847-1947 II, bls. 447).
Árið 1972 voru félögin Andvarar og Ásynjur (stofnað 1935) sameinuð undir nafninu Skátafélagið Eilífsbúar.
Árið 1989 voru í Skátafélaginu Eilífsbúum 90 skátar á aldrinum 10-16 ára, bæði stelpur og strákar en stelpur voru í miklum meirihluta. Flokkarnir voru 7 talsins auk dróttskátasveitar. Flokksforingjar voru á þessum tíma 15 talsins, en engir sveitar- eða deildarforingjar voru í félaginu.
Skátafélagið hélt veglegt afmælishóf í apríl 1989, í hófinu var Franch Michelsen gerður að fyrsta heiðursfélaga Eilífsbúa fyrir brautryðjendastarf hans í þágu skátahreyfingarinnar á Sauðárkróki. Hann var einn af stofnendum Skátafélagsins Andvarar og var félagsforingi á árunum 1931-1935 og 1940-43.
Fyrsti félagsforingi Skátafélagsins Andvara og sem síðar fékk nafnið Skátafélagið Eilífsbúar var Kristján C. Magnússon, auk hans hafa eftirtaldir aðilar verið félagsforingjar skátastarfsins á Sauðárkróki; Franch Michelsen, sr. Helgi Konráðsson, Lúðvig Halldórsson, Sigmundur Pálsson, Sigurður Helgi Guðmundsson, Valur Ingólfsson, Sigurður Jónsson, Gunnar Guðjónsson, Hreinn Hreinsson og Inga H. Andreassen. Núverandi (2024) félagsforingi Eilífsbúa er Hildur Haraldsdóttir.

Skagfirska söngsveitin (1970-)

  • S03474
  • Organization
  • 1970-

Skagfirska söngsveitin var stofnuð 20. september 1970, innan vébanda Skagfirðingafélagsins. Snæbjörg Snæbjarnardóttir var fengin sem kórstjórnandi. Sveitin kom fyrst fram á árshátíð Skagfirðingafélagsins í mars 1971 og aftur á sumarfagnaði sama ár. Sá fagnaður var helgaður verkum Eyþórs Stefánssonar tónskálds.
Fyrsti samsöngurinn var haldinn í Miðgarði í Skagafirði þann 2. júlí 1971 og annar í Bifröst á Sauðárkróki daginn eftir. Einnig tók söngsveitin þátt í útihátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis Sauðárkróks sama dag. Vorið 1972 var efnt til samsöngs í félagsheimili Seltirninga. Að ósk stjórnar Skagfirðingafélagsins fór söngsveitin í upptöku hjá Eíkisútvarpinu vegna væntanlegrar útgáfu á hljómplötu. Árið 1971 veitti Skagfirðingafélagið Gunnar Björnssyni gullmerki fyrir skelegga framgöngu við stofnun sveitarinnar. Sveitin gaf út hljómplötuna Skín við sólu árið 1973.

Skagfirðingafélagið í Reykjavík (1936-)

  • S00647
  • Organization
  • 06.12.1936-

Sunnudaginn 6. desember 1936 var haldinn fundur á Hótel Borg samkvæmt fundarboðum í dagblöðum Reykjavíkur, af Árna Hafstað, bónda í Vík í Skagafirði. Boðaði hann fyrst og fremst Skagfirðinga í Reykjavík á fundinn og svo þá aðra er "vinveittir væru Skagafirði". Fundinn sóttu um 30 manns. Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, stýrði fundinum. Árni hélt framsögu og gerði grein fyrir tilefni fundarins en það var hin sú hugmynd Skagfirðinga að koma upp menningarmiðstöð fyrir Skagafjörð við Reykjahól (Varmahlíð). Lög félagsins voru samþykkt á öðrum fundi, haldinn 20. maí 1937. Þar er félagið nefnt "Varmahlíð" og helsti tilgangur félagsins vera að vinna að stofnun mennta- og menningarsetur við Reykjahól í Seyluhreppi (Varmahlíð). Fyrsti formaður félagsins var Magnús Guðmundsson, alþingismaður en hann lést 28. nóvember 1937. Strax á 3ja fundi, 20. febrúar 1938, var nafninu breytt í "Skagfirðingafélagið í Reykjavík". Starfssemin varð fjölbreyttari og fljólega var farið að halda "Skagfirðingamót", samkomu brottfluttra Skagfirðinga í Reykjavík. Félagið er enn starfandi í dag.

Sjálfsbjörg í Skagafirði (1962-

  • S02690
  • Organization
  • 11.03.1962-

Sjálfsbjörg í Skagafirði, stofnað 11.03.1962. Var það tíunda félagið innan landssambandsins Sjálfsbjargar. Fyrsti formaður félagsins var Konráð Þorsteinsson. Félagið varð strax fjölmennt og styrkarfélagar margir. Árið 1963 festi félagið kaup á gömlu húsi sem flutt var á grunn sem Kaupfélag Skagfirðinga gaf félaginu. Húsið skemmdist af eldi árið 1964 en viðgerð á því var lokið sama ár.

Seðlabanki Íslands (1961-)

  • S02592
  • Organization
  • 1961-

Seðlabanki Íslands er ríkisstofnun sem fer með stjórn peningamála á Íslandi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum, en einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnan er stefnt að því að halda verðbólgu og atvinnuleysi lágu. Seðlabankinn er sjálfstæð ríkisstofnun og starfar samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett. Forsætisráðherra skipar bankastjóra til fimm ára. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráðið fundar að jafnaði tvisvar í mánuði og hefur meðal annars eftirlit með því að starfsemi bankans sé í samræmi við þau lög og þær reglur sem starfa ber eftir.

Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum árið 1961, en seðlabankastarfsemi á Íslandi á sér mun lengri sögu, áður hafði Landsbanki Íslands haft umsjón með peningamál á Íslandi. Núgildandi lög um Seðlabanka Íslands eru lög nr. 36/2001.

Sauðfjárveikivarnirnar (1937-

  • S02667
  • Organization
  • 1937-

Sauðfjárveikivarnir hófust formlega kringum 1937. Árið 1941 var Sæmundur Friðriksson kosinn framkvæmdastjóri þeirra.

Sauðárkrókshreppur (1907-1947)

  • S02255
  • Organization
  • 1907 - 1947

Sauðárkrókshreppur varð til árið 1907 þegar Sauðárhreppi hinum forna var skipt í tvennt, annas vegar Sauðárkrókshrepp og hinsvegar Skarðshrepp. Þannig varð kauptúnið Sauðárkrókur og jörðin Sauðá að einum hrepp. Árið 1947 fékk hreppurinn kaupstaðarréttindi og hét Sauðárkróksbær.

Sauðárhreppur hinn forni

  • S02201
  • Organization
  • 1000-1907

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Sauðárhreppur verður til en það gerist líklega mjög snemma, jafnvel fyrir kristnitöku. Sauðárhreppur hinn forni dró nafn sitt af þingstað hreppsins að Sauðá. ,,Auk bænda í hreppnum máttu bændur frá Hryggjum og Gvendarstöðum í Staðarhreppi sækja þangað þing ef þeir kusu það frekar en sækja þing að Seylu, sem var mun lengra. Síðasta manntalsþing að Sauðá var 23. júní 1881. Næsta ár var þingið flutt til Sauðárkróks og hefur verið haldið þar síðan." Árið 1907 var hreppnum skipt upp í Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

  • S00318
  • Organization
  • 1943 -

Samband Skagfiskra Kvenna S.S.K. var stofnað 9.aprí 1943 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í því skyni að stofna samband fyrir kvenfélög í Skagafjarðarsýslu. Rannveig Hansdóttir Líndal hafði framgöngu fyrir stofnun sambandsins og boðaði til fundarins eftir að hún hafði kynnt sér að konur víðsvegar í héraðinu höfðu mikinn áhuga fyrir að þetta næði fyrir fram að ganga. Rannveig hafði einnig séð svo um að nokkur félaganna sendu fulltrúa á fund þennan eða sendu skriflegar beiðnir um upptöku í sambandið ef það yrði stofnað og voru sex kvenfélög sem komu að stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins var meðal annars að efla samvinnu, samúð og félagsanda meðal kvenna á félagssvæðinu. Tilgangi sínum vildi sambandið ná með því að halda fundi þar sem fulltrúar hinna eintöku félaga á félagssvæðinu séu mættir einu sinni til tvisvar á ári og einnig með því að styðja við stofnun kvenfélaga í þeim sveitum þar sem enginn kvenfélög eru og með því að vinna að áhugamálum kvenna.
Á stofnfundinum talaði Rannveig um tilgang hins væntanlega sambands, hún lagði áherslu á að félögin öll myndu hafa bæði hagsmuni og ánægju af þessum samtökum ef þau myndu takast og sagðist vita að konur sem voru búnar að fá reynslu í þessum efnum voru þessu mjög fylgjandi. Til að létta undir byrjunarörðugleika sambandsins ákvað hún að gefa því sparisjóðsbók með innistæðu, alls kr.100.- sem fyrstu eign S.S.K. Rannveig gerði uppkast að lögum S.S.K., voru þau samþykkt einróma á fundinum og eru þau fyrstu lög félagsins. Fyrsta stjórn S.S.K var kosin Rannveig Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir gjaldkeri og Jórunn Hannesdóttir ritari.
Fyrsti aðalfundur Sambands Skagfirskra Kvenna var haldinn í Bifröst 14. júní 1943, það sama ár gerðist Samband Skagfirskra Kvenna aðili að Sambandi Norðlenskra Kvenna. Konur innan S.S.K. létu sig varða allt mannlegt og mörg þörf mál vor rædd, sem dæmi íslenski búningurinn, línrækt á Íslandi, raforkumál, garðrækt, matreiðsla, orlof, sjúkramál, bindindismál, mál aldraðra og uppeldismál svo einhver dæmi séu nefnd.

Samband norðlenskra kvenna (1914-)

  • S01223
  • Organization
  • 17.06.1914

Samband norðlenskra kvenna var stofnað á Akureyri 17. júní 1914. Sambandið var stofnað fyrir forgöngu Halldóru Bjarnadóttur og fór stofnfundurinn fram í Gagnfræðaskólanum.

Fyrsta stjórnin var skipuð Halldóru Bjarnadóttur, Akureyri, Hólmfríði Pétursdóttur, Arnarvatni og Rannveigu H. Líndal frá Lækjarmóti.
Samkvæmt 3. grein hinna fyrstu laga sambandsins er tilgangur sambandins „að efla samúð og samvinnu meðal kvenna og styðja hverskonar menningar- og mannúðarstarfsemi á félagssvæðinu og vera tengiliður kvenfélagasambandanna í Norðlendingafjórðungi“.

Samband íslenskra rafveitna (1942-1995)

  • S03473
  • Organization
  • 1942-1995

Samband íslenskra rafveitna var stofnað 1942. Árið 1995 sameinaðist það Sambandi íslenskra hitaveitna og varð til Samorka.

Samband íslenskra karlakóra (1928-)

  • S01252
  • Organization
  • 10.03.1928

Samband íslenskra karlakóra var stofnað þann 10. mars 1928 á Bankastræti 4 í Reykjavík á aðalstofnfundi SÍK, en málið hafði verið rædd á fundi þann 16. febrúar sama ár. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Óskars Norðmanns, en hann var kjörinn fyrsti formaður sambandsins. Meðstjórnendur voru þeir Björn E. Árnason, Ólafur Þorgrímsson, Hallgrímur Sigtryggsson og Skúli Ágústsson.

Rótarýklúbbur Sauðárkróks (1948-

  • S02816
  • Organization
  • 26.09.1948-

Rótarýklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 26.09.1948 í Hótel Villa Nóva á Sauðárkróki, að undangegnum þremur stofnfundum fyrr í sama mánuði.
Í fyrstu stjórn klúbbsins voru kosnir sr Helgi Konráðsson, forseti, Torfi Bjarnason héraðslæknir, varaforseti, Kristinn P. Briem kaupmaður, Ole Bang lyfsali, gjaldkeri og Valgarð Blöndal stallari. Fullgildingarhátíð klúbbsins var haldin 3. september árið 1949, að viðstöddu fjölmenni. Klúbburinn hefur unnið að ýmsum samfélagsverkefnum, svo sem uppsetningu útsýnisskífu, hljóðfærakaupum fyrir lúðrasveit, aðstoð við undirbúning þjóðhátíðar á Hólum. Einnig hefur klúbburinn staðið í ýmsum fjáröflunum og veitt verðlaun fyrir námsárangur.

Ný útsýn (1969-1970)

  • S01617
  • Organization
  • 01.01.1969-01.07.1970

Í ársbyrjun 1969 hóf Alþýðubandalagið útgáfu blaðs, sem ætlað var að koma út 8-10 sinnum á ári hverju og bar nafnið Ný útsýn. Var blaðið gefið út fram á mitt ár 1970.

Northeastern North Dakota Herritage Assosiation (1986-)

  • S03496
  • Organization
  • 1986-

"The Northeastern North Dakota Heritage Association was formed in June 1986. The purpose of the organization was to build the Pioneer Heritage Center with interpretive exhibits that tell the Settlement Era Story from 1870-1920 of northeastern North Dakota. Their main goals are as follows:

Develop a living history of pioneer life through the use of restored community buildings on the site of the Pioneer Heritage Center.
Develop the Pioneer Heritage Center as a northeastern North Dakota educational and research facility for genealogy, settlement-era history, and natural history.
Work in cooperation with the North Dakota Parks and Recreation Department to attract tourism to northeastern North Dakota.
Develop the Pioneer Heritage Center as a social and cultural meeting place for area people."

New Iceland Heritage Museum (1972-)

  • S03502
  • Organization
  • 1972-

"The Icelandic community in North America long felt the desire to establish a truly ethnic museum to foster the heritage and the culture of its people and provide a repository for the many artifacts that would relay the story of the first settlements of their forefathers.
In 1971, the Canadian Forces Base at Gimli was withdrawn. This move was a devastating blow to the community and to compensate for the hardships created, the two senior governments granted the sum of $1.6 million to the area to create work and establish a program of rural and urban development.
THE ICELANDIC CULTURAL CORPORATION WAS INCORPORATED IN MARCH 1972 AS A NON-PROFIT ORGANIZATION WHOSE FIRST PRIORITY WAS TO DEAL WITH THE ESTABLISHMENT OF A MUSEUM.
In 1973 the Gimli Development Corporation purchased the old B.C. Packers fish packing plant and by 1974 it had been renovated to form a threefold museum, containing and Icelandic Room, a Ukrainian Room, and a Fishing Room. The museum was open for 20 consecutive summer seasons proving to be an interesting attraction for visitors and residents and providing many summer jobs for local students throughout these years.
In 1994, the Icelandic Cultural Corporation turned the operation of the museum to the Town of Gimli. Prior to handing over the keys, a professional firm from Ontario had been retained to do a feasibility study in order to assess the best options for future development of the Museum and to explore ways in which the Museum could contribute to tourism in Gimli.
While Gimli long had a small community museum, the New Iceland Heritage Museum (NIHM) initiated a plan to create a new museum facility which today stands on the main floor of Gimli’s Waterfront Centre.
One of the recommendations made in the Planning and Feasibility study completed in 1994 by Lord Cultural Resources Planning and Management Inc. was that a new museum be a major departure from the traditional concept of a small community museum. That it be developed as a national or even international museum dedicated to telling the story of New Iceland and the Icelandic experience in North America. This would attract a larger and more diverse audience while educating visitors about a very unique chapter in Canada’s history. This development option was the one chosen by the Board of Directors
In 1995 a group of concerned citizens incorporate the Icelandic International Heritage Corporation in order to ensure the continuation of a museum presence in Gimli."

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

  • S03673
  • Organization
  • 1929 - 1933

Hvenær félagið var stofnað eða aflagt kemur ekki fram í þessum gögnum. Gögnin innihalda hin ýmsu gögn er varða starfsemi félagsins. Reikningur um rekstur nautahaldsins, ( keypt naut á árinu, vetrarfóðrun sumarhirðing, lán og styrkir og kaup á eftirlitsmanni ). Fylgigögn frá 1929 - 1932.
Lög um kynbætur nautgripa, 1.júní 1928.
Sendibréf til formanns Nautgriparæktarfélags Akrahrepps ( úthluta ) Hr. Björn Sigtryggsson, Framnesi. Styrkur fyrir fullmjólkandi kýr. Tveir reikningar frá Dansk Mælketeknisk Laboratorium A- S Köbenhavn 16.03.1929 og 06.08.1929.og sendibréf því tengt til Herr Björn Sigtryggsson.
Fundargerð 16.03 1930 en þau gögn eru tvö blöð illa farin og nokkuð lesanleg, þar kemur fram að Stefán Vagnsson skýrir frá starfsemi félagsinsá næst liðnu ári ,var aðalkjarni þess fóðrun og hirðing þarfanauts félagsins, (Páls ).

Nautgriparæktarfélag Lýtingsstaðahrepps (1928 - 1945)

  • S03678
  • Organization
  • 1928 - 1945

Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 20. júní 1928, var samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi kosin nautgripa- kynbótanefnd fyrir Lýtingsstaðahrepp. í nefndinni voru tilnefndir: Sveinn Stefánsson, bóndi á Tunguháls, Hannes Kristjánsson, bóndi á Hvammkoti, formaður Magnús Sigmundsson, bóndi á Vindheimum, ritari. Á Lýtingsstöðum 3. júlí hittust nefnadarmenn og ræddu um nautahald fyrir hreppinn og kom saman um að minnst væri hægt að komast af með þrjú naut fyrir hreppinn, tvö fullorðin og eitt ungt. Þurfti svo að komast að niðurstöðu um hvaða naut yrðu notuð. Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 15. oktober 1929, hreifði Hannes Kristjánsson í Hvammkoti við því hvort bændur vildu ekki stofna nautgripræktarfélag fyrir hreppinn. Samþykkt var með öllum greiddu atkvæðum að stofna félagið.

Nautgriparæktarfélag Fellshrepps (1928 - 1966)

  • S03708
  • Organization
  • 1928 - 1966

Ekki kemur fram í þessum gögnum upphaf félagsins né framtíð. Í fundargerð kemur fram ráðstöfun á þarfanauti hreppsins og formanni falið að semja við Eið Sigurjónsson sem fóðrað hafði nautið undnfarandi ár. Nautatollur er ákveðin og kaup á kálfi af Finnboga Sveinssyni á Keldum.

Náttúrulækningafélag Akureyrar (1944-)

  • S01227
  • Organization
  • 27.08.1944

Náttúrulækningafélag Akureyrar var stofnað 27. ágúst 1944. Þann dag kom Jónas Kristjánsson læknir og forseti Náttúrulækningafélags Íslands í heimsókn til Akureyrar ásamt Birni L. Jónssyni, veðurfræðingi, síðar lækni, og þáverandi varaforseta NLFÍ í þeim tilgangi að stofna Náttúrulækningafélag á Akureyri. 58 manns innrituðust í félagið á stofnfundinum og fundarmenn samþykktu stofnun Náttúrulækningafélags Akureyrar sem varð deild í Náttúrulækningafélagi Íslands.

Mountain Celebration Committee (1999-)

  • S03497
  • Organization
  • 1999-

"The Icelandic Communities Association (ICA) was originally known as the Mountain Celebration Committee. The Mountain Legion and Legion Auxillary sponsored and organized the 2nd of August celebrations for many years. Historically, the Icelandic group in northeast North Dakota was called Báran. The committee was first established in 1999 but our celebration began in 1889.
In February 2003, bylaws were adopted and the name was changed from the Mountain Celebration Committee to the Icelandic Communites Association. To become a member of ICA, pay an annual membership fee of $15.00/person. This provides each member voting rights at all ICA meetings, a subscription to the Fjalla Blað newsletter, and full membership to the Icelandic National Leage of North America.
The seven Icelandic settlement communities that make up the ICA are Gardar, Mountain, Hallson, Vidalin, Fjalla, Thingvilla and Svold. More information on these areas can be found on the Pembina County USGenWeb. The people from these communities and many other supporters from all over the United States are instrumental in the success of the celebration and ICA activities.
The goal of the ICA is to celebrate our Icelandic heritage and culture. In addition to the annual heritage celebration, the ICA also participates in various activities throughout the year such as a Þorrablót, Icelandic movies from the INLNA, and we have frequent tour groups and visitors to our area.
In 1999, during the 100 year anniversary of August the Deuce, the Mountain Celebration Committee hosted the President of Iceland, Ólafur Ragnar Grímsson. He was the first Icelandic president to visit North Dakota. Since that time, the ICA has been honored to entertain countless dignitaries and visitors from Iceland.
Each year the ICA honors an individual for the Parade Grand Marshal and Honorary Parade Marshal. Please submit your nomination to the ICA before May 1st."

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

  • S03698
  • Organization
  • 1944 - 1949

Þriðjudaginn 2 maí.1944 komu 10 mjólkurframleiðendur saman í Hlíðartúni til þess að ræða saman um mjólkurflutninga úr Óslandshlíð til Mjólkursamlags Sauðárkróks. Kosnir voru 3 menn til þess að halda utan um þessi mál með fulltrúum frá hóla og Viðvíkurhreppum. Þessir menn voru kosnir Stefán Sigmundsson, Kristján Jónssson, Óskar Gíslason og til vara Rögnvaldur Jónssson og Jóhann Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur er haldinn um þessi mál í Óslandshlíð en mjólkurflutningar héðan hófust fyrst snemma í mars síðastliðinn eins og segir í fundagerðabók 1944. Hver framvinda félagsins varð er ekki nefnd.

Mjólkurflutningafélag Hegraness (1949-óvíst)

  • S02932
  • Organization
  • 02.04.1949-óvíst

Mjólkurflutningafélag Hegraness, stofnað 02.04.1949. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær félagið var formlega lagt niður. Félagið var stofnað að Hamri í Hegranesi þann 2. apríl 1949 af 16 bændum í Hegranesi. Í fyrstu stjórn voru kjörnir Páll Björnsson Beingarði, Leó Jónasson Svanavatni og Páll Jónasson Hróarsdal. Tilgangur félagsins var að sjá um bifreiðaakstur til vöru- og fólksflutninga í þágu framleiðslunnar og búnaðarins á félagssvæðinu.

Mjólkurflutningafélag Fljóta og Fellshrepps

  • S03712
  • Organization
  • 1974 - 1985

Þriðjudaginn 30 júní 1974 var stofnfundur Mjólkurflutningafélags Fljóta og Fellshrepps haldin að Sólgörðum. Fundarboðandi var Trausti Sveinsson og nefndi hann til fundarstjóra Hermann Jónsson og fundarritara Sigurbjörn Þorleifsson. Samþykkt var á fundinum gjaldskrá í 5 liðum og fór svo fram stjórnarkjör, fyrir Holtshrepp, Trausti Sveinsson og Hermann Jónsson, fyrir Haganeshrepp Sigurbjörn Þorleifsson og Sigmundur Jónsson, fyrir Fellshrepp Stefán Gestsson. Tilgangur félagsins er að flytja mjólk af félagssvæðinu til Mjólkursamlags Sakagfirðinga, farþega og vörur með bifreið er félagið á og rekur á eigin ábyrgð. Félagssvæðið er Hóltshreppur, Haganeshreppur og Fellshreppur. Allir bændur á félagssvæðinu sem framleiða mjólk skulu ganga í félagið og flytja mjólk sína með því. Enginn getur gengið úr félaginu nema hann hætti mjólkurframleiðslu eða flytji burtu. Fram kom að þjónustu K.S. Sauðárkróki væri ábótavant í sambandi við afgreiðslu á vörum fyrir bændur. Fundurinn ákvað að beina því til stjórnar K.S. að bætt verði afgreiðsla á fóðurvörum og á vörupöntunum sem sendar eru með mjólkurbílstjóra.
Á fundi 11.03.1977 kom fram að breitt fyrirkomulag á mjólkurflutingum hér í héraði tæki gldi 1. maí með tilkomu tankbíla til flutninga og þá um leið allir mjólkurflutningar í umsjá Mjókursamlags Skagfirðinga og væri því ekki þörf fyrir flutningafélagið að reka né eiga bíla. Og 1.maí hætti félagið að flytja mjólk til Sauðarkróks og flutningum til bænda frá Sauðárkrók og tók Kaupfélag Skagfirðinga við þeim, og keypti annan bílinn en hinn bíllinn var seldur Bjarna Haraldssyni. Óráðstafaður afgangur 138.970 kr, var ákveðið að ráðstafa til Kvenfélaga í Fljótum og Sléttuhlíð. Kvenfélagið í Fljótum fær 100.000 kr, en Kvenfélagið í Fellshreppi það sem eftir er. Samþykkt var að slíta félaginu þegar endalegir reikninga þess liggja fyrir. ( Upplýsingar koma frá fundagerðabók félagsins ).

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal (2003-

  • S002687
  • Organization
  • 2003-

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal var stofnað 26. maí 2003. Að félaginu standa einstaklingar, félög og stofnanir og skipta hluthafar tugum. Stærstu hluthafar eru Menningarsjóður íslenskra sparisjóða, Spari-sjóður Norðlendinga, KEA og Hörgárbyggð. Menningarfélagið keypti jörðina Hraun í Öxnadal kom þar á fót minningarstofu um skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson og fólkvangi í landi Hrauns. Í íbúðarhúsinu að Hrauni í Öxnadal er fræðimannaíbúð. Fastir liðir á dagskrá Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal er Fífilbrekkuhátíð, sem haldin er á Hrauni í Öxnadal annan sunnudag í júní, gönguferðir um fólkvanginn í landi Hrauns, og Jónasarfyrirlestur, sem haldinn er á fæðingardegi Jónasar víðs vegar um landið.

Málfundafélagið Vísir

  • S03660
  • Organization
  • 1927 - 1934

Málfundafélagsins Vísir, Stíflu, var stofnsett 14.11.127 að 7 meðlimum mættum. Fundirnir voru haldnir í húsi málfundarfélagsins Von. Í Gjörðabókinni eru fundargerðir og einnig komu fram á fundunum spurningar almenns eðlis s.s. 1. Hvort er betra að gefa kindum kveld eða morgna í svona jarðelti? 2. Hvort er betra að vera í sveit eða kaupstað? 3. Til hvers eru Ungmennafélög? 4 . Hvaða vetrarverk þykir ykkur skemmtilegust? 5. Hvort lifa sveitirnar fyrir kaupstaðina eða kaupstaðirnir fyrir sveitirnar? o.s.fr. Gaman af þessu. Ekki er vitað um líftíma félagsins af svo stöddu.

Lestrarfélagið Mímir

  • S03711
  • Organization
  • 1915 - 1944

Ár 1915, 28 nóvember komu nokkrir menn saman í þinghúsinu í Haganeshreppi í tilefni af því að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins höfðu boðað Benedikt Guðmundsson, Syðstumói og Guðmundur Jónsson Austarihóli. Með einróma samþykki fundarmanna var svo lestrarfélagið stofnað og hlaut þegar í stað nafnið Mímir. Benedikt Guðmundsson Syðstamói var kosin formaður, Jón Jónasson Haganesvík ,bókavörður og Eirikur Jóhannesson gjaldkeri.

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • S03691
  • Organization
  • 1924 - 1997

Stofnfundur Lestrarfélags Staðarhrepps, haldinn að Reynistað 25. janúar 1924.
Fundarboðendur voru, Hr. Alþingismaður, Jón Sigurðsson, Reynistað. Hr. Bjarni Þorleifsson, Sólheimum. Hr. Árni J Hafstað, Vík. Hr. Jón Sveinsson, Hóli. Fundinn setti alþingismaðurinn Jón Sigurðsson og bar fram tillögu um að Árni J Hafstað yrði kosinn fundarstjóri og var hún samþykkt í einu hljóði. Fundastjóri kvaddi sér skrifara Guðmund Gíslason og þá lýsti fundastjóri því yfir að orðið væri heimilt hverjum er vildi. Voru lög félagsins þá lesin upp af framsögumanni málefnisins Bjarna Þorleifssyni, Sólheimum en þar segir m.a. 2 gr. Tilgangur félagsins er að veita meðlimum sínum sem fjölbreyttasta fræðslu og ódýra skemmtun. Bókaskápur fyrir bækur félagsins gaf alþingmaður Jón Sigurðsson.
Í fundagerð 25 febrúar 1997 kemur stjórn Lestrarfélagsins saman til fundar til að fara yfir stöðuna í félaginu og þar segir: Stjórn Lestrarélags Staðarhrepps beinir því til Hreppsnefndar Staðarhrepps að barnabækur lestrarfélagsins verði afhentar sameinuðu skólastarfi Varmahlíðarskóla. Kynnt var nýtt frumvarp til laga um almenn bókasöfn og þar er m.a. gert ráð fyrir að skipting í héraðs - bæja og hreppsbókasöfn verði aflögð og lágmarks fjárframlög sveitafélaga til almenningsbókasafna falli niður. Undirritað Ingibjörg Hafstað. Sigurður Baldursson. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sólveig Arnórsdóttir. Hér endar saga félagins.

Lestrarfélag Seyluhrepps

  • S03666
  • Organization
  • 1923

Þriðjudaginn 6. nóv. 1923 var stofnfundur Lestrarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Á fundinum voru 10 manns mættir. Haraldur Jónasson setti fundinn og var hann kosin fundarstjóri og nefndi hann til skrifara Bjarna Halldórsson. Fundarstjóri gat þess að á síðastliðnu vori á hreppaskilaþingi höldnu á Brautarholti hefði hann vakið máls á því hvort eigi væri reynandi að stofna lestrarfélag í hreppnum þar sem ekkert slíkt félag væri starfandi í hreppnum. Tóku menn vel í málið og var kosin þriggja manna nefnd til að að semja uppkast að lögum fyrir félagið og sjá um stofnun þess. Bjarni Halldórsson á Völlum. Eiríkur Guðmundsson Ytra - Vallholti og Haraldur Jónasson Völlum.
Lög Lestarfélag Seyluhrepps samþykkt á stofnfundi félagsins 6. nóv. 1923.
Föstudaginn 25. nóvember. 1955 var haldin fundur í Lestrarfélagi Seyluhrepps að Varmahlíð. Haraldur Jónasson setti fundinn og stýrði honum og setti til ritara Sr. Gunnar Gíslasson. Formaður skýrði frá hinum nýju bókasafnslögum og hvað það verkefni þessa fundar að taka ákvörðun um framtíðarskipan í lestrarfélaginu með tillit til hinna nýju laga. Fundurinn samþykkti að halda Lestrarfélagi Seyluhrepps áfram í sama formi og verið hefur. Til tals kom að fá húsnæði undir bækur félagsins hjá A. Lindemann í Varmahlíð í húsi sem hann er að reisa. Lindemann gaf góðar vonir um að úr þessu gæti orðið.
Upplýsingar teknar úr gjörðabók er liggur í E00039 A.

Lestrarfélag Hvammsprestakalls

  • S03686
  • Organization
  • 1902 - 1960

Á nýársdag 1902 áttu nokkrir menn fund með sjér að Hvammi í Laxárdal, að lokinni guðsþjónustugjörð þar. Tilefni var að ræða um stofnun Lestrarfélags fyrir Hvammsprestakalls og fékk að hinar bestu undirtektir. Tólf menn gengu þá þegar í félagið. Í stjórn voru kostnir Séra Björn L Blöndal, Guðvarður Magnússson, Jóhann Sigurðsson. Hinn 3. januar átti Lestrarfélagið 18 bækur. Tilgangur félagsins er að glæða og auka lestrar - og fróðleiksfýsn í prestakallinu og hafa menntandi áhrif á félagsmenn. Lögin voru samþykkt á fundi á
Skefilsstöðum hinn 1.maí 1902. Segir í fundagerðabók. Ekki er vitað hvernig framhald félagsins varð.

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

  • S03630
  • Organization
  • 1905 - 1931

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar. Óvíst um stofndag.
Uppfært 22.11.2023 LVJ.
Í Fundargjörðabók kemur fram að Lestrarfélag Flugumýrarsóknar var stofnað í nóvember 1905 á fundi í Réttarholti hafði verið boðað til hans af Eiriki Albertssyni og Jóni Rögnvaldssyni. Stofnendur voru rúmir 40. Voru þá samið og samþykkt lög fyrir félagið þau er nú gilda ( eins og segir í gjörðabók). Sumarið 1907 brann gjörðabók félagsins sem í höfðu verið skrifaðar fundargjörðir þess frá því það var stofnað. Síðan hefir engin gjörðabók verið haldin fyrir félagið. 1910 var ákveðið á fundi að kaupa gjörðabók fyrir félagið.
Ekki er vitað um félagið í framhaldinu en það kemur fram í Gjörðabók Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan að fyrrverandi félagar Lestrarfélags Flugumýrarsóknar mættu á fund 1969 og rædd var sameining félagana.

Lestrarfélag Fellshrepps

  • S03716
  • Organization
  • 1918 - 1974

Árið 1918, 24.nóv komu menn saman í Þinghúsi Fellshrepps í því tilefni að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins hafði boðað Friðrik Guðmundsson á Bræðraá. Fyrstu starfsmenn Friðrik Guðmundsson Bræðraá, Jóhann Jónsson Glæsibæ, Eiður Sigurjónsson Skálá. Tilgangur félagsins er að auka fróðleik og lestrarfýsn í sveitinni. Fram kemur í gjörðabók að 22. des.1956 brann íbúðarhúsið á Skálá en þar voru bækur félagssins geymdar. Alls brunnu 670 bindi og tveir bókaskápar. Safnið var brunatryggt.

Leikfélag Skagfirðinga (1968-

  • S01749
  • Organization
  • 1968-

Fundur (stofnfundur) í Félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð, 3. desember 1968. Þrjú félög hugðust stofna með sér leikfélag. Þetta voru félögin Ungmennafélagið Fram í Seyluhreppi, Kvenfélag Seyluhrepps og Karlakórinn Heimir.
Fyrsta stjórn félagsins:
Freysteinn Þorbergsson, Sjónarhól
Sigfús Pétursson, Álftagerði
Kristján Sigurpálsson, Lundi

Til vara:
Pálmi Jónsson, Garðhúsum
Haukur Hafstað, Vík
Herfríður Valdimarsdóttir, Brekku

Í klausu í Einherja frá árinu 1971 kemur fram að frumraun félagsins hafi verið Maður og kona. Næst var Ævintýri á gönguför tekið til sýninga.

Leikfélag Sauðárkróks (1941-)

  • S00053
  • Organization
  • 1941-

Leikfélag Sauðárkróks er eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu. Það var stofnað 13. apríl 1888, þrátt fyrir óáran til sjós og lands eins og segir í Skagfirzkum annál. Stofnendur voru 16 talsins og markmið félagsins voru gagn og skemmtun. Félagið stóð fyrir leiksýningum um árabil og þá helst í Sýslufundavikunni. Það lognaðist þó smám saman útaf. Samt var alltaf leikið á Sauðárkróki, Stúkan, Kvenfélagið og fleiri sáu til þess. 9. janúar 1941 var Leikfélag Sauðárkróks stofnað á ný í Bifröst. Að þessu sinni voru stofnfélagar 40 talsins. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Eyþóri Stefánssyni, Pétri Hannsesyni og Kristjáni C. Magnússyni.

Lánsfélag Staðarhrepps

  • S03664
  • Organization
  • 1922 -1940

Tekið úr Gjörðabók og þar segir meðal annars ;
Ár 1922 fimmtudaginn 30. nóvember var fundur settur og haldin að Reynistað. Jóns Sigurðson, Reynistað setti fundinn. Hafði stjórn Kaupfjélag Skagfirðinga látið boða til fundarins með skriflegu fundarboði um hreppinn. Kaupfélagsstjóri Sigfús Jónsson hóf umræðuna. Skýrði hann frá tilgangi Kaupfjélagsstjórnarinnar með fundarhaldi þessu og væri hann sá að ræða um við félagsmenn hvort ekki myndi hægt að breyta verslun Kaupfjélagins í það hvort að hætt væri að lána en taka upp peningaverslun þar að það verslunnarfyrirkomulag sem nú væri lítt viðunandi. Þá tók Jón Sigurðsson á Reynistað til máls, segir m.a. "Helstu leiðina til að ná því takmarki áleit hann þá að bændur innanhreppar stofnuðu lánsfjélög sem útvegi meðlimum sínum eins ódýr reksturslán eins og unnt væri".
"Fundurinn er því samþykkur að Kaupfjelag Skagfirðinga hætti útlánum og breyti verslun sinni í peningaverslun frá næstu áramótum.Á fundinum voru mættir 11 fjélagsmenn, ennfremur framkvæmdarstjóri Kaupfjelags Sigfús Jónsson. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Langamýri (1944-

  • S03277
  • Organization
  • 1944

Árið 1944 var stofnaður húsmæðraskóli á Löngumýri af Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Hún rak sjálf skólann til ársins 1967 en gaf þá Þjóðkirkjunni jörðina gegn því að starfsemin héldi þar áfram. Skólinn var starfræktur fram á 8. áratuginn en var þá lagður niður vegna lítillar aðsóknar. Sjálfseignarstofnun var komið á fót í stað kvennaskólans og hefur margskonar starfsemi á vegum kirkjunnar verið starfrækt á Löngumýri síðan.

Landgræðslusjóður (1944-)

  • S02839
  • Organization
  • 1944-

Landgræðslusjóður var stofnaður árið 1944. Megin hlutverk sjóðsins er að klæða landið skógi, en önnur landgræðsla og gróðurvernd er einnig á verksviði hans. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna einstaklinga, stofnana og félaga á verksviði sjóðsins. Stjórn Landgræðslusjóðs skipa (árið 2019): Þuríður Yngvadóttir, Þröstur Eysteinsson, Árni Bragason, Jónatan Garðarsson
og Lydía Rafnsdóttir.

Kvenfélagið Ósk í Óslandshlíð

  • S03697
  • Organization
  • 1941 - 1944

Fimmtudaginn 2. janúar 1941, vqr fundur haldinn að Hlíðarhúsi í þeim ákveðna tilgangi að stofna kvenfélag. 11 konur voru á stofnfundi en formaður kosin Sigurbjörg Halldórsdóttir. Nanna Ingjaldsdóttir gjaldkeri. Guðrún Jónsdóttir ritari. Umræða snerist um að taka spunavél á leigu hjá Sigurmon Hartmannssyni, Kölkuós. Ekki kemur fram eftir ártal þetta hver framvinda félagsins verður.

Results 1 to 85 of 177