Showing 7 results

Authority record
Person Syðsta-Grund í Blönduhlíð

Sigurjón Ósland Jónsson (1869-1937)

  • S03210
  • Person
  • 17.09.1869-05.01.1937

Sigurjón Jónsson, f. á Syðstu-Grund í Blönduhlíð 17.09.1869, d. 05.01.1937 á Akureyri. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Syðstu-Grund og kona hans Björg Jónsdóttir. Þau fóru til Vesturheims og létust bæði þar. Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum á Syðstu-Grund. Fór að vinna fyrir sér, er hann hafði aldur til og reri meðal annars á Suðurnesjum. Bóndi á Þorleifsstöðum 1893-1894, Keldum í Sléttuhlíð 1894-1899, Skálá í Sléttuhlíð 1899-1901. Keypti Ósland og bjó þar 1901-1918. Seldi þá jörðina og brá búi að mestu. Var í Torfhól 1918-1920. Fór til Vesturheims og dvaldi þar 1920-1922. Setti á stofn og rak kjötbúð á Siglufirði 1922-1923. Bóndi á Hvalnesi í Skaga 1923-1931 og 1933-1934. Bjó á Borgarlæk 1928-1930 og 1932-1934. Brá þá búi og flutti fyrst til Skagastrandar til barna sinna. Sigurjón var einn af stofnendum Búnaðarfélags Óslandshlíðar og formaður þess um skeið.
Maki (gift 1892): Sigurjóna Magnúsdóttir, f. 16.03.1861, d. 23.06. 1929. Þau eignuðust sjö börn. Áður átti Sigurjóna eitt barn með heitmanni sínum, Jóni Jónssyni, bróður Sigurjóns.

Sigurjón Gíslason (1878-1956)

  • S03025
  • Person
  • 21. jan. 1878 - 12. júní 1956

Fæddur á Krithóli á Neðribyggð. Foreldrar: Gísli Guðmundsson og Herdís Ólafsdóttir, þau voru ekki kvænt. Herdís varð síðar ráðskona Sigurðar Gunnarssonar b. í Syðra-Vallholti. Sigurjón var gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla og stundaði barnakennslu í Akrahreppi um alllangt skeið meðfram búskapnum. Sigurjón ólst upp á ýmsum stöðum í Skagafirði, fyrst með föður sínum en síðan um hríð með móður sinni eftir lát föður hans. Var bóndi á Syðstu-Grund 1900-1930, er hann brá búi. Reisti aftur bú í Húsey árið 1934 með seinni konu sinni og bjó þar til 1944. Hóf svo búskap að nýju í Torfgarði árið 1946. Keypti þá jörð og bjó þar til dánardags. Maki 1: Efemía Halldórsdóttir (1869-1929). Þau eignuðust einn son er lést á öðru ári. Einnig fóstruðu þau systurson Efemíu, Garðar Jónsson hreppstjóra og skólastjóra á Hofsósi. Fyrir átti Efemía einn son.
Maki 2: Sigríður Jóhannsdóttir (1906-1970) ljósmóðir, frá Torfustöðum í Svartárdal. Þau eignuðust ekki börn.

Lilja Jónsdóttir (1872-1935)

  • S02009
  • Person
  • 6. ágúst 1872 - 22. nóv. 1935

Foreldrar: Jón Jónsson b. að Syðstu-Grund og k.h. Björg Jónsdóttir frá Kárastöðum. Lilja ólst upp hjá foreldrum sínum, naut heimafræðslu og barnakennslu að nokkru, aflaði sér svo frekari menntunar á góðum heimilum í hannyrðum og bústjórn. Var góð saumakona fyrir heimili sitt og aðra. Var þriðja kona Jónasar Jónssonar í Hróarsdal, þau eignuðust 13 börn. Tók þátt í félagsmálum kvenna eftir því sem aðstæður leyfðu. Hún bjó eftir lát manns síns 1927 til dauðadags að Hróarsdal og keypti jörðina að ríkssjóði 1932 á 4000 kr. og seldi svo aftur þremur sonum sínum.

Kolbjörg Katla Hinriksdóttir (1994-

  • S02680
  • Person
  • 23. des. 1994-

Foreldrar: Kolbrún María Sæmundsdóttir og Hinrik Már Jónsson á Syðstu-Grund í Blönduhlíð.

Hinrik Már Jónsson (1967-

  • S02681
  • Person
  • 29. nóv. 1967-

Búsettur á Syðstu-Grund í Blönduhlíð. Maki: Kolbrún María Sæmundsdóttir.

Garðar Skagfjörð Jónsson (1913-2009)

  • S01936
  • Person
  • 24. des. 1913 - 16. sept. 2009

Garðar Skagfjörð Jónsson fæddist á Mannskaðahóli í Skagafirði 24. desember 1913. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og Sigríður Halldórsdóttir. Þegar Garðar var um þriggja ára gamall fór hann í fóstur til móðursystur sinnar Efemíu og Sigurjóns Gíslasonar að Syðstu-Grund í Blönduhlíð. ,,Garðar varð gagnfræðingur frá MA árið 1932, hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1935, var farkennari á Höfðaströnd 1935-1939, þá varð hann skólastjóri við barnaskóla Hofsóss til ársins 1978. Garðar vann ýmis trúnaðarstörf á Hofsósi. Hann var hreppstjóri Hofsósshrepps árið 1952-1972, formaður áfengisvarnarnefndar Skagafjarðar, í stjórn lestrarfélags Hofsóss, bókavörður í nokkur ár, í stjórn kennarafélags Skagafjarðar í nokkur ár og gæslumaður barnastúkunnar á Hofsósi. Árið 1978 flutti hann til Akureyrar ásamt konu sinni." Garðar kvæntist 5.5. 1946 Guðrúnu Sigfúsdóttir frá Gröf á Höfðaströnd, þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Guðrún dóttur.

Efemía Halldórsdóttir (1869-1929)

  • S02504
  • Person
  • 4. sept. 1869 - 21. mars 1929

Dóttir Halldórs Einarssonar b. í Álftagerði, Íbishóli, Grófargili o.v. og k.h. Sigríðar Jónasdóttur. Efemía kvæntist Sigurjóni Gíslasyni, þau bjuggu á Syðstu-Grund og eignuðust einn son saman sem lést eins árs gamall. Fyrir hafði Efemía eignast einn son. Einnig ólu þau upp systurson Efemíu frá þriggja ára aldri.