Showing 3 results

Authority record
Person Bóndi Garður í Hegranesi

Björn Stefánsson (1896-1982)

  • S03261
  • Person
  • 08.08.1896-12.05.1982

Björn Stefánsson, f. á Hóli í Siglufirði 08.08.1896, d. 12.05.1982 á Sauðárkróki. Foreldrar: Stefán Magnússon bóndi í Grafargerði (í landi Skarðsdals) og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og stofnaði heimili í sambýli við tengdaforeldra sína á Stóru-Þverá fyrstu þrjú árin, en þar bjó hann 1925-1965. Samhliða vann hann þá vinnu sem bauðst innan sveitar, aðallega við vegagerð. Einnig vann hann við byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1942-1946. Björn tók virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps.
Maki: Karólína Sigríður Kristjánsdóttir (21.05.1902-28.07.1951) ljósmóðir. Þau eignuðust tvö börn.
Eftir að Karólína féll frá bjó Björn með Þóru Pálsdóttur frá Hvammi í FLjótum (06.11.1901-04.04.1982). Kom hún til hans í Stóru-Þverá 1951 og bjuggu þau þar til 1964 er þau fluttu að Garði í Hegranesi til Sigurjóns sonar Björns og Þórunnar, seinni konu hans. Þar voru þá til ársins 1975 er þau fluttu á Sauðárkrók.

Jóhann Gunnarsson (1880-1962)

  • S03289
  • Person
  • 20.08.1880-27.08.1952

Jóhann Gunnarsson, f. að Egg í Hegranesi 20.08.1880, d. 27.08.1962 á Sauðárkróki. Foreldrar: Gunnar Ólafsson síðar bóndi í Keflavík í Hegranesi og kona hans Arnbjörg Hannesdóttir.
Bóndi í Utanverðunesi (á parti) 1907-1908, í Garði 1908-1913, á Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, í Enni í Viðvíkursveit 1927-1928, á Krossi 1928-1962.
Kona: Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965) frá Miklabæ í Óslandshlíð. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur.

Þórarinn Sigurjónsson (1891-1971)

  • S00986
  • Person
  • 10. maí 1891 - 3. desember 1971

Þórarinn Sigurjónsson, f. á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi 10.05.1891, d. 03.12.1971 á Blönduósi. Foreldrar: Sigurjón Jónsson bóndi á Bessastöðum í Sæmundarhlíð og kona hans Björg Runólfsdóttir. Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum og nau þar venjulegrar barnafræðslu. Hann fór til náms við Bændaskólann á Hólum haustið 1907 en varð að hætta námi sama vetur vegna veikinda. Hann hóf búskap á Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd og bjó þar 1912-1914, á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 1914-1915, á Auðnum í sömu sveit 1915-1920, í Vík í Staðarhreppi 1920-1922, í Glæsibæ í Staðarhreppi 1932-1937, í Garði 1937-1945. Fluttist þá að Grund á Blönduósi, þar sem hann hafði nokkrar kindur og hross. Hann fór til Reykjavíkur um 1922 en flutti aftur norður 1932. Í Reykjavík vann hann meðal annars við miðstöðvarlagnir.
Maki 1: Hallfríður Sigríður Jónsdóttir (20.05.1893-24.10.1965) frá Auðnum í Sæmundarhlíð. Talið er að þau hjón hafa skilið um 1923, en þór er fjöldkyldan öll talin til heimilis hjá foreldrum Þórarins til 1923. Þó er vitað að Hallfríður hóf störf á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 1923. Hún bjó á spítalanum og varð síðar hjúkrunarkona þar. Þórarinn og Hallfríður eignuðust fimm börn og Hallfríður eignaðist einn son utan hjónabands.
Maki 2: Sigurlaug Lárusdóttir (18.11.1897-11.08.1973). Þau eignuðust ekki börn saman.