Sýnir 2 niðurstöður

Nafnspjöld
Person Bóndi Illugastaðir í Flókadal

Ásgrímur Einarsson (1877-1961)

  • S03167
  • Person
  • 01.05.1877-06.03.1961

Ásgrímur Einarsson, f. að Illugastöðum í Flókadal 01.05.1877, d. 06.03.1961 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Ásgrímsson bóndi á Vöglum á Þelamörk og víðar og fyrri kona hans, Kristbjörg Jónsdóttir. Ásgrímur ólst að mestu upp með Sölva Sigurðssyni bónda á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð og naut þar heimafræðslu og fræðslu sóknarprests. Hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þar farmannaprófum og varð stýrimaður og skipstjóri á hákarlaskipum við Siglufjörð og Eyjafjörð en síðast hafnsögumaður á Sauðárkróki. Hann var einnig bóndi að Ysta-Hóli í Sléttuhlíð 1910-1913, Ási í Hegranesi (að hálfu) 1913-1924 og á Reykjum á Reykjaströnd 1924-1931. Flutti þá til Sauðárkróks og keypti húsið Suðurgötu 14 þar í bæ. Átti þar heima til æviloku. Hann var einnig við barnakennslu á vetrum, áður en hann kvæntist og formaður fræðslunefndar í Hegranesi í nokkur ár. Feildarstjóri fyrir Rípurhrepp í Pöntunarfélagi Skagfirðinga meðan það starfaði. Jafnframt studdi hann ýmis önnur félagasamtök.
Maki (gift 28.11.1909): Stefanía Guðmundsdóttir (16.12.1885-08.07.1944). frá Ási í Hegranesi. Þau eignuðust fimm börn. Stefanía var systurdóttir Ásgríms.

Gunnlaugur Jón Jóhannsson (1874-1942)

  • S03206
  • Person
  • 26.04.1874-08.12.1942

Gunnlaugur Jón Jóhannsson, f. að Hringveri í Hjaltadal 26.04.1874, d. 08.12.1942 á Illugastöðum í Flókadal. Foreldrar: Jóhann Gunnlaugsson og Guðrún Einarsdóttir, ógift vinnuhjú að Hirngveri. Jóhann ólst upp hjá móður sinni sem var vinnukona á Litla-Hóli í Viðvíkursveit hjá Aðalsteini Steinssyni bónda þar og konu hans Helgu Pálmadóttur og hafði son sinn á kaupi sínu, þar til hann fór að geta unnið fyrir sér. Gunnlagur bjó á Litla-Hóli 1899-1906, Háleggsstöðum 1906-1916, Stafni 1916-1925 og Illugastöðum í Flókadal 1925-1934. Hann hafði alltaf lítið bú og vann því oft utan heimilis. M.a. við torfristu, vegghleðslu og byggingu. Einnig þótti hann laginn að hjálpa skepnum við burð og var oft fenginn í slíkt.
Maki (gift 1899): Jónína Sigurðardóttir (14.02.1877-04.02.1964). Þau eignuðust átta börn og misstu eitt þeirra tveggja ára gamalt.