Showing 6 results

Authority record
Person Málmey

Franz Jónatansson (1873-1958)

  • S03186
  • Person
  • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Jóna Guðný Franzdóttir (1898-2000)

  • S01309
  • Person
  • 16.03.1898 - 02.03.2000

Jóna Guðný Franzdóttir fæddist í Garðhúsi á Höfðaströnd í Skagafirði 16. mars 1898. Foreldrar Jónu voru Franz Jónatansson b. í Málmey og Jóhanna Gunnarsdóttir. Maður Jónu var Kristján Sigfússon (1902-1982). Árið 1929 hófu þau búskap að Geirmundarhóli í Hrolleifsdal. Þau bjuggu svo að Bræðraá frá 1930-1932. Þá fluttust þau að Róðhóli í Sléttuhlíð. Þar bjuggu þau í 37 ár, eða þar til þau brugðu búi árið 1969. Uppúr því fluttust þau til Sauðárkróks og bjuggu að Skógargötu 17b. Frá árinu 1996 og til dánardags, dvaldist Jóna á Dvalarheimili á Sauðárkróki. Jóna var tæplega 102 er hún lést og þá elsti íbúi Skagafjarðar. Jóna og Kristján eignuðust fjögur börn, fyrir átti Jóna einn son.

Kristinn Gísli Konráðsson (1892-1982)

  • S02196
  • Person
  • 11.09.1892 - 31.03.1982

Kristinn Gísli Konráðsson var fæddur 11. september 1892, sonur Konráðs Karls Kristinssonar bónda á Tjörnum í Sléttuhlíð og k.h. Önnu Pétursdóttur. Gísli vandist snemma sjómennsku og veiðiskap. 15 ára gamall fór hann fyrst á þilskip sem gert var út á handfæraveiðar fyrir Norður- og Vesturlandi. Þá var hann einnig á hákarlaskipum. Seinna gerðist Gísli ráðsmaður í Málmey hjá Franz Jónatanssyni og Jóhönnu Gunnarsdóttur. Árið 1941 seldu þau eyna og Gísli fluttist ásamt Jóhönnu að Sólvangi í Sléttuhlíð, í landi Glæsibæjar. Gísli bjó þar óslitið frá 1942 til dauðadags. Á þeim tíma gerði hann út lítinn vélbát frá Lónkotsmöl, einnig starfaði hann töluvert við brúarsmíði.

Skafti Stefánsson (1894-1979)

  • S03161
  • Person
  • 06.03.1894-27.07.1979

Skafti Stefánsson f.í Málmey á Skagafirði 06.03.1894 , d. Í Reykjavík 27.07.1979. Foreldrar: Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson. Hann var elstur fimm systkina. Árið 1897 fluttist fjölskyldan frá Málmey að Litlu-Brekku á Höfðaströnd og bjó þar nokkur ár. Þar veiktist Stefán og gat ekki stundað búskap og fluttist fjölskyldan þá aftur í Amálmey þar sem hann stundaði sjóróðra. Ungur fór Skafti að aðstoða föður sinn, m.a. við beituskurð. Á seinni búskaparárunum í Málmey veiktist faðir hans alvarlega og varð óvinnufær en lifði þó 26 ár eftir það og við það varð Stefán fyrirvinna heimilisins ásamt móður sinni. Fjölskyldan fluttist þá aftur til lands og hóf búskap á litlu býli við Hofsós sem kallað var Nöf. Árið 1920 flutti Skafti til Siglufjarðar og gerði útgerð og fiskkaup að atvinnu sinni. Skafti var einn af stofnendum Kaupfélags Siglfirðinga og sat lengi í stjórn þess. Hann átti sæti í bæjarstjórn um tíma og einnig hafnanefnd og fleiri nefndum.
Maki: Helga Jónsdóttir frá Akureyri. Þau giftu sig 06.03.1924. Þau eignuðust fjögur börn.

Stefanía Ólafsdóttir (1878-1974)

  • S02133
  • Person
  • 14. ágúst 1878 - 27. jan. 1974

Foreldrar: Ólafur Stefánsson (1850-1887) og Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir (1834-1907). Foreldrar Stefaníu bjuggu aldrei saman, og var hún í fyrstu með föður sínum í Málmey á Skagafirði, en síðar á fleiri bæjum, þar til hann dó, er hún var níu ára gömul. Fór hún þá í vistir til vandralausra og átti misjafnt atlæti. Fyrst fór hún að Grafargerði á Höfðaströnd til Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Skúladóttur, sem voru henni mjög góð, en eftir að Magnús drukknaði í janúar 1889 fór hún að Hofi á Höfðaströnd og síðar að Ártúni. Eftir fermingju, fjórtán ára gömul, fór hún að Brekku hjá Víðimýri til móður sinnar, sem þá var þar ráðskona hjá Birni Bjarnasyni bónda. 21 árs giftist Stefanía Birni. Þau bjuggu í Brekku til 1909, á Reykjarhóli 1909-1915 og í Krossanesi 1915-1919. Voru eftir það í húsmennsku á Hjaltastöðum, síðan að Brenniborg og loks hjá Sigurlínu dóttur sinni á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1971 fluttist Stefanía suður til Reykjavíkur eftir 50 ára dvöl á Hofi. Stefanía og Björn eignuðust sjö börn saman. Með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, hafði Björn eignast einn son. Einnig eignaðist hann dóttur með Soffíu Björnsdóttur.

Verónika Franzdóttir (1896-1988)

  • S02588
  • Person
  • 14. mars 1896 - 14. maí 1988

Foreldrar: Franz Jónatansson b. og kennari í Málmey og k.h. Jóhanna Gunnarsdóttir. Verónika ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Höfðaströnd og síðan í Málmey. Árið 1914 fóru þau að Skálá og varð það heimili hennar næstu fjóra áratugina. Einn vetur var hún í skóla á Sauðárkróki og veturinn 1916 á húsmæðraskóla í Reykjavík. Hún kunni bæði söngstjórn og orgelleik. Kvæntist árið 1918 Eiði Sigurjónssyni frá Óslandi og tóku þau við búsforráðum á Skálá af foreldrum hennar það sama ár og bjuggu til 1954 er þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði Verónika á Elliheimilinu Grund. Verónika og Eiður eignuðust fjögur börn.