Sýnir 3770 niðurstöður

Nafnspjöld
Person

Ingvard Sörensen

  • Person

Ingvard Sörensen rak apótek á Sauðárkróki á tímabilinu 1928-1931.

Eðvald Gunnlaugsson (1923-2007)

  • S00311
  • Person
  • 31.08.1923 - 5.11.2007

Eðvald Gunnlaugsson fæddist þann 31. ágúst 1923. Hann var kaupmaður á Sauðárkróki, síðast búsettur í Reykjavík. Kona hans var Málfríður Laufey Eyjólfsdóttir (Fríða) (1918-2009).
Eðvald gekk undir nafninu Eddi Gull og kona hans Fríða Edda Gull.

Kristján Hansen (1885-1943)

  • S00316
  • Person
  • 18. okt. 1885 - 28. maí 1943

Sonur Christian Hansen beykis og b. á Sauðá og k.h. Bjargar Jóhannesdóttur Hansen. Kristján lauk prófi frá Hólaskóla vorið 1907. Árið 1909 kvæntist hann Þóreyju Sigmundsdóttur og þau settust að á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð árið 1910 en fluttust aftur til Sauðárkróks ári síðar og bjuggu þar til æviloka. Kristján tók við verkstjórastarfi hjá Vegagerð ríkisins um 1920 og sinnti því starfi til æviloka. Þá var hann allmörg haust verkstjóri við Sláturhús K.S. og kjötmatsmaður og sat um allmörg ár í stjórn félagsins. Hann var brunaliðastjóri og prófdómari við bifreiðapróf. Hann sat í skattanefnd Sauðárkróks um langt skeið, einnig lengi í forystuliði Framsóknarflokksins í Skagafirði og átti allmörg síðustu ár sæti í stjórn Framsóknarfélags Skagfirðinga. Kristján var listrænn og fékkst m.a. við að mála leiktjöld fyrir Leikfélag Sauðárkróks. Eins fóst hann við útskurð, skrautritun og við að teikna mannamyndir. Kristján var einn af stofnendum Bændakórs Skagfirðinga og söng einnig með Karlakór Sauðárkróks. Kristján og Þórey áttu eina kjördóttur, en hún var systurdóttir Kristjáns. Fyrir hjónaband eignaðist Kristján son með Guðrúnu Friðriksdóttur frá Hofi í Flateyjardal.

Stefán Sigurðsson (1875-1931)

  • S00319
  • Person
  • 6. júní 1875 - 21. júlí 1931

Hreppstjóri og bóndi á Sleðabrjót í Jökulsárhlíð, N-Múl. Hann var fæddur á Geirastöðum í Hróarstungu, 6. júní 1875. Foreldra sína missti Stefán með stuttu millibili, innan við fermingaraldur, ólst hann eftir það upp hjá móður- og föðurfrændum fram um tvítugt. Ungur réðist Stefán til utanferðar, til trésmíðanáms í Kaupmannahöfn. Fáum árum eftir að heim kom keypti Stefán stórbýlið Sleðbrjót í Hlíðarhreppi. Hann var foringi sveitar sinnar á meðan hans naut við og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hreppstjóri var hann um langt skeiö, sat í sýslunefnd í mörg ár og ýmis fleiri opinber störf voru honum falin. Árið 1906 kvæntist Stefán Björgu Sigmundsdóttur.

Björn Daníelsson (1920-1974)

  • S00326
  • Person
  • 16. feb. 1920 - 22. júní 1974

,,Fæddur á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson lengst b. í Valdarási í Víðidal og k.h. Þórdís Pétursdóttir frá Stökkum á Rauðasandi. Björn lauk kennaraprófi árið 1940 og hóf þegar kennslu. Fyrst í Laxárdal í S.-Þing., þar næst í Þorkelshólsskólahveri í V-Hún., þá á Akureyri og síðan á Dalvík frá 1943-1952, er hann tók við skólastjórn barnaskólans á Sauðárkróki. Því starfi hélt hann til dauðadags eða í 22 ár. Björn var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurra ára skeið og átti þá sæti í bæjarráði og ýmsum nefndum bæjarins. Einnig tók hann þátt í störfum ýmissa félaga. Björn sat jafnframt í stjórn sögufélags Skagfirðinga, í sóknarnefnd Sauðárkróks í áraraðir og var ritstjóri tímarits Umf. Tindastóls. Björn kvæntist árið 1943, Margréti Ólafsdóttur (1916-2015) frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, þau eignuðust þrjá syni.

Hulda Sigurbjörnsdóttir (1922-2015)

  • S00327
  • Person
  • 04.09.1922-08.09.2015

Hulda Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir var fædd á Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði þann 4. september 1922. Fiskverkakona, vökukona og verkstjóri á Sauðárkróki. Rak um tíma eigin prjónastofu. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var m.a. bæjarfulltrúi á Sauðárkróki, fyrst kvenna. Hún var síðast búsett í Kópavogi. Maður hennar var Halldór Sigurjón Jens Þóroddsson (1914-1997). Hann notaði Sigurjóns nafnið í daglegu tali.

Sigurbjörg Pálsdóttir (1885-1947)

  • S00328
  • Person
  • 29. ágúst 1885 - 23. október 1947

Sigurbjörg var fædd að Merkigili í Austurdal, alin upp á Bústöðum. Foreldrar hennar voru Páll Andrésson og Anna Jónsdóttir bændur á Bústöðum. Kvæntist Arnljóti Kristjánssyni sjúkrahúsráðsmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni sem upp komust. Sigurbjörg var síðast búsett í Hafnarfirði.

Steinunn Alda Hafstað (1919-2005)

  • S03061
  • Person
  • 19. jan. 1919 - 8. des. 2005

Steinunn Hafstað fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 19. janúar 1919. Foreldrar hennar voru Árni Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir í Vík. Steinunn giftist 23. des. 1955 Jóni Guðmundssyni yfirlögregluþjóni, þau eignuðust einn son. Guðmundur lést 1962. ,,Steinunn vann ýmis störf, má þar telja Hótel Björninn í Hafnarfirði, hjá Guðrúnu Eiríksdóttur, á sjúkrahúsi í Glasgow, Vivex veitingahús Kaupmannahöfn, símamær á Landsímanum, ráðskona hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu og hjá Ásólfi bónda á Ásólfsstöðum þar sem var vinsæll sumardvalarstaður. Eftir það varð ekki aftur snúið frá veitingarekstrinum og nam hún hótelfræði í Lewis Hotel Training School í Washington á árunum 1945 til 1947. Eftir að hún kom heim frá námi varð hún hótelstjóri á ýmsum stöðum, fyrst á Hótel KEA á Akureyri, Stúdentagarðinum í Reykjavík, Varmalandi í Borgarfirði, Hótel Borgarnesi, Kvennaskólanum Blönduósi, Hólum í Hjaltadal, Hótel Selfossi, og síðast á Hótel Þóristúni en þar rak hún sitt eigið hótel um árabil. Eftir þetta flutti hún að nýju í Arnarhraun 40 í Hafnarfirði."

Ragnar Örn (1921-2005)

  • S03060
  • Person
  • 7. okt. 1921 - 11. jan. 2005

Ragnar Örn fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 7. október 1921. Foreldrar: Hallfríður Jónsdóttir, hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og Árni Hafstað bóndi í Vík. Ragnar ólst upp í Kjartansstaðakoti á Langholti í Skagafirði hjá Óskari Þorsteinssyni og Sigríði Hallgrímsdóttur. Ragnar kvæntist Hansínu Jónsdóttur frá Glaumbæ á Langholti 1957. Þau bjuggu lengst í Fellsmúla 11 í Reykjavík. Ragnar lærði smíðar í Reykjavík og vann hann þar lengstum sem smiður.

Páll Hafstað (1917-1987)

  • S03062
  • Person
  • 8. des. 1917 - 5. sept. 1987

Foreldrar: Árni Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir í Vík. Fulltrúi orkumálastjóra í Reykjavík. Kvæntist Ragnheiði Baldursdóttur kennara, þau eignuðust þrjú börn.

Magnús Blöndal (1918-2010)

  • S03118
  • Person
  • 29. júní 1918 - 15. sept. 2010

Ragnar Magnús Auðunn Blöndal fæddist í Stykkishólmi hinn 29. júní 1918. Foreldrar hans voru Magnús Benedikt Blöndal Benediktsson, hreppstjóri, oddviti, hafnarstjóri og settur sýslumaður og s.k.h. Guðný Björnsdóttir. Foreldrar Magnúsar létust frá honum er hann var aðeins tveggja ára gamall og fór hann þá í fóstur til hálfsystkina sinna þeirra Þórðar og Elínar Blöndal að Sævarlandi í Laxárdal. Þau komu honum svo seinna í fóstur að Litlu-Gröf í Staðarhreppi, hjá hjónunum Arngrími Sigurðssyni og Sigríði Benediktsdóttur. ,,Magnús var trésmíðameistari á Siglufirði, byggingafulltrúi hjá Bygginganefnd ríkisins og húsameistara ríkisins í Reykjavík og síðar hjá framkvæmdadeild Innkaupastofnunar. Hann hafði fyrst og fremst eftirlit með skólabyggingum og sá um framkvæmdir við þær." Magnús kvæntist 4. júlí 1942 Ingiríði Jónasdóttur, f. 9. október 1920, frá Eiðstöðum í Blöndudal, þau eignuðust þrjú börn.

Guðmundur Rósant Trjámannsson (1892-1980)

  • S00337
  • Person
  • 16.09.1892 - 13.10.1980

Guðmundur Rósant Trjámannsson fæddist 16. september 1892. Faðir: Trjámann Prior Guðmundsson (1865-1912), bóndi í Fagranesi í Öxnadal og "keyrari" á Akureyri. Móðir: Sigurrós Sigurðardóttir (1865-1938), húsfreyja í Fagranesi. Var við nám í Heyrnleysingjaskólanum á Stóra-Hrauni. Lærði ljósmyndun hjá Halldóri E. Arnórssyni 1911-1913 og hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri. Tók meistarapróf 1951. ,,Vann á ljósmyndastofu Halldórs E. Arnórssonar 1915-1916 og síðar á ljósmyndastofu Hallgríms Einarssonar. Rak ljósmyndastofu í Gamla hótelinu á Akureyri um 1921-1925. Rak ljósmyndastofu í félagi við Vigfús L. Friðriksson í Raunshúsi á Akureyri um 1925. Vigfús Sigurgeirsson keypti stofuna um 1925-1926. Vann á ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar 1926-1951. Rak ljósmyndastofu á Akureyri 1951-1968, síðast í Skipagötu." Vigfús L. Friðrikssson var nemi hjá Guðmundi í ljósmyndun. Plötusafn hans er varðveitt hjá Minjasafninu á Akureyri og hjá Matthíasi Gestssyni, ljósmyndara á Akureyri."
Maki: Kristín Sigtryggsdóttir (1904-1995) húsfreyja. Saman áttu þau fjögur börn.

Jóhanna Margrét Ólafsdóttir (1916-2015)

  • S00338
  • Person
  • 30.07.1916 - 12.08.2015

Jóhanna Margrét Ólafsdóttir fæddist þann 30. júlí 1916. Hún var á Stóru-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn í V-Húnavatnssýslu árið 1930. Húsfreyja á Dalvík og bókavörður á Sauðárkróki og síðar bókavörður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum. Hún notaði Margrétar nafnið í daglegu tali.
Maður hennar var Björn Daníelsson (1920-1974).
Margrét lést 12. ágúst 2015.

Alda Sigurbjörg Ferdinandsdóttir (1944-)

  • S00346
  • Person
  • 11.03.1944

Alda Sigurbjörg Ferdinandsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal þann 11. mars 1944.
Húsmóðir á Lóni og á Sauðárkróki.
Maður hennar er Benth U. Behrend (1943-).

Hilmar Jónsson (1927-1992)

  • S00350
  • Person
  • 13.05.1927 - 19.07.1992

Hilmar Jónsson fæddist þann 13. maí 1927. Hann var í Ási í Hegranesi í Skagafirði 1930. Var húsasmíðameistari á Sauðárkróki og síðast búsettur þar. Ókvæntur.

Minna Elísa Bang (1914-2005)

  • S00352
  • Person
  • 05.09.1914 - 22.05.2005

Minna Elísa Bang fæddist í Árósum í Danmörku þann 5. september 1914.
,,Minna kom til Sauðárkróks 1935, 21 árs gömul, og vann með manni sínum í Apótekinu auk heimilisstarfa. Hún tók mikinn þátt í félagsstörfum og kom þar víða við. Hún kenndi fyrst allra dans í Skagafirði, vann með Kvenfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, var félagi í Sjálfstæðiskvennafélagi Sauðárkróks og í safnaðarnefnd Sauðárkróks."
Maður hennar var Ole Bang (1905-1969).

Helga Sigtryggsdóttir (1887-1978)

  • S00357
  • Person
  • 02.10.1887-01.03.1978

Helga Sigtryggsdóttir fæddist á Syðri-Brekkum í Akrahreppi þann 2. október 1887. Húsfreyja á Víðivöllum. Maður hennar var Gísli Sigurðsson (1884-1948).

,,Helga ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Syðri Brekkum og síðan á Framnesi. Hún sigldi til Danmerkur til mennta og settist í kvennaskóla á Jótlandi. Hún útskrifaðist þaðan árið 1919 og kom heim um vorið. Helga átti heimili á Framnesi þar til hún gifti sig. Frá árinu 1924 bjó hún með bróður sínum honum Birni. Saman tóku þau að sér og ólu upp Brodda Jóhannesson síðar rektor Kennaraskólans. Hann kom þangað 8 ára gamall og átti þar heimili þar til hann fór utan til náms árið 1938. Helga giftist Gísla á Víðivöllum árið 1935 og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Helga og Gísli voru barnlaus en eftir lát Gísla 1950 bauðst Helga til að gefa jörðina Elliheimilissjóði Skagfirðinga. Hennar helstu skilyrði voru m.a. þau að reist yrði á allra næstu árum fyrsta elliheimili sýslunnar á Víðivöllum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en dagaði að lokum uppi hjá sýslunefnd."
Helga og Gísli áttu tvær fósturdætur.

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir (1899-1995)

  • S00359
  • Person
  • 06.08.1899 - 28.12.1995

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holtsstöðum í Langadal 6. ágúst 1899.
Hún var á Móbergi, Engihlíðarhreppi, A-Húnavatnssýslu og handavinnukennari á Löngumýri.

Lilja Sigurðardóttir (1884-1970)

  • S00360
  • Person
  • 26.02.1884 - 30.03.1970

Lilja Sigurðardóttir fæddist 26. febrúar 1884. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson b. á Víðivöllum og Guðrún Pétursdóttir frá Reykjum í Tungusveit. Lilja var tvíburasystir Gísla Sigurðssonar bónda og hreppstjóra á Víðivöllum. ,,Lilja var tvo vetur í Kvennaskóla Eyfirðinga á Akureyri. Eftir það sigldi hún til Danmerkur og dvaldi þar á stórum búgarði þar sem stunduð var blómarækt, fræ- og plöntusala. Einnig sótti hún námskeið í heimilishjúkrun í Kaupmannahöfn. Hún kom heim 1908. Vorið 1912 var hún við nám í garðyrkju hjá Ræktunarstöð Norðurlands á Akureyri. Hún fékkst alla tíð mikið við bæði garðyrkju og skógrækt svo og umönnunarstörf og stundum ljósmóðurstörf. Á veturna kenndi hún matreiðslu, vefnað og garðyrkju víða um land. Árið 1947 hófst hún handa við uppbyggingu nýbýlisins Ásgarðs. Lilja var ógift og barnlaus en tók að sér tvö fósturbörn."
Hún var ráðskona á Víðivöllum, Miklabæjarsókn í Skagafirði. Húsmæðraskólakennari, búsett í Ásgarði í Blönduhlíð í Skagafirði, en þar lét hún byggja hús. Síðast búsett í Akrahreppi. Hlaut riddarakross fyrir garðyrkjustörf, heimilisiðnað og störf að félagsmálum.

Helga Rögnvaldsdóttir (1903-2004)

  • S00361
  • Person
  • 19.05.1903 - 11.12.2004

Helga Rögnvaldsdóttir fæddist á Skeggsstöðum í Svarfaðardal 19. maí 1903. Helga var hjá foreldrum og síðar móður á Skeggstöðum fram til 1914. Flutti þá til systur sinnar á Atlastöðum í Svarfaðardal. Húsfreyja á Atlastöðum 1928-36 og í Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit 1936-75. Síðast búsett í Syðri-Hofdölum en dvaldi á Sauðárkróki undir það síðasta. Maður hennar var Guðmundur Trausti Árnason (1897-1983), notaði Trausta nafnið í daglegu tali.

Anna Jónsdóttir (1922-2009)

  • S00362
  • Person
  • 06.08.1922 - 14.07.2009

Anna Jónsdóttir fæddist 6. ágúst 1922. Dóttir Sigurlaugar Sigurðardóttur frá Hvalnesi og Jóns Pálmasonar frá Svaðastöðum. Stjúpfaðir Önnu var Gunnlaugur Björnsson frá Brimnesi. Anna ólst upp á Brimnesi hjá móður sinni og stjúpa og byggði svo nýbýlið Laufhól í Viðvíkursveit ásamt Steingrími Vilhjálmssyni manni sínum. Steingrímur og Anna eignuðust tíu börn.

Árdís Maggý Björnsdóttir (1945-)

  • S00363
  • Person
  • 10.08.1945

Árdís Maggý Björnsdóttir fæddist 10. ágúst 1945. Hún var húsfreyja á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi, síðar búsett á Sauðárkróki.
Maður hennar var Jón K. Friðriksson (1941-2004).

Björn Frímannsson (1876-1960)

  • S00386
  • Person
  • 10. desember 1876 - 12. október 1960

Björn ólst upp hjá foreldrum sínum í Hvammi í Langadal til fullorðinsára. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla 1905. Stundaði um skeið nám í járn- og silfursmíði hjá Hannesi Guðmundssyni á Eiðsstöðum í Blöndudal. Var eftir það ráðinn sem smíðakennari við Hólaskóla. Þar veiktist hann af berklum og þurfti að dvelja á Vífilsstaðahæli þar sem hann náði bata og starfaði um tíma sem smiður hælisins. Árið 1929 fluttist hann til Sauðárkróks og starfaði þar alfarið við smíðar á eigin verkstæði. Björn gekk til liðs við stúkuna á Sauðárkróki og starfaði einnig með Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Þuríður Jakobsdóttir Lange (1872-1961)

  • S00387
  • Person
  • 1. desember 1872 - 2. janúar 1961

Þuríður var fædd á Spákonufelli á Skagaströnd. Foreldrar hennar voru Jakob Jósefsson, bóndi á Spákonufelli og kona hans, Björg Jónsdóttir frá Háagerði í sömu sveit. Þuríður gekk í kvennaskóla að Ytri-Ey á Skagaströnd. Eftir að hún lauk námi við kvennaskólann tók hún að sér kennslu þar í einn vetur og fór síðan til náms til Kaupmannahafnar og lærði þar
sauma. Eftir þetta hófst kennsla hennar að Ytri-Ey að nýju og kenndi hún þá karlmannafatasaum aðallega. Eftir að Þuríður fluttist til Reykjavíkur kendi hún við kvennaskólann þar um 27 ára skeið. Manni sínum, Jens Lange frá Randes á Jótlandi giftist hún 6. janúar 1899.

Anna Sigríður Bogadóttir (1912-1972)

  • S00395
  • Person
  • 9. okt. 1912 - 12. apríl 1972

Anna Sigríður Bogadóttir fæddist á Hólum í Austur-Fljótum. Foreldrar: Bogi G. Jóhannesson og k.h. Kristrún Hallgrímsdóttir, þau bjuggu víða í Austur-Fljótum. Anna fór ung að vinna fyrir sér, fyrst á Siglufirði, síðan bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Árið 1936 tók hún saman við Jón Kjartansson frá Þverá í Hrollleifsdal. Þau hófu búskap að Sólbakka á Hofsósi og bjuggu þar síðan. Anna og Jón eignuðust þrjú börn.

Pétur Sigurðsson (1899-1931)

  • S00396
  • Person
  • 14.04.1899-25.08.1931

Fæddur og uppalinn á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Halldórsdóttir. Pétur sótti kennslu í orgelleik 11-12 ára gamall hjá Benedikt Sigurðssyni á Fjalli. Árið 1915 hóf hann nám í tónmenntafræðum hjá Sigurgeir Jónssyni organista á Akureyri. Innan við tvítugt var Pétur orðin kraftmesta driffjöðrin í tónlistarlífi Skagfirðinga. Um fermingaraldur hafði hann tekið við hlutverki organista við Víðimýrarkirkju. Jafnframt var hann einn af stofnendum Bændakórsins. Árið 1919 kvæntist hann Kristjönu Sigfúsdóttur ættaðri úr Svarfaðardal. Þau bjuggu fyrst að Mel en flutti síðan á Sauðárkrók. Á Sauðárkróki tók Pétur við starfi kirkjuorganista, vann við söngkennslu í skólanum og sinnti smíðavinnu. Pétur tók einnig virkan þátt í starfi verkalýðsfélagsins Fram, var kosinn í hreppsnefnd Sauðárkróks 1928 ásamt því að taka þátt í ýmsum fleiri félagsmálum. Pétur samdi töluvert af sönglögum, d. um lögu eftir Pétur eru: Vor, Ætti ég hörpu og Erla.
Pétur og Kristjana eignuðust fjögur börn.

Kristbjörg Guðmundsdóttir (1904-1997)

  • S00407
  • Person
  • 07.09.1904 - 04.11.1997

Kristbjörg Guðmundsdóttir fæddist 7. september 1904. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson og Jóhanna Guðný Einarsdóttir. Hún var vinnukona á Ási, Rípursókn, Skagafirði 1930. Síðast búsett á Sauðárkróki, bjó á Hlíðarstíg 1. Ógift og barnlaus.

Jónína Lovísa Guðmundsdóttir (1904-1988)

  • S00409
  • Person
  • 07.09.1904 - 19.02.1988

Jónína Lovísa Guðmundsdóttir fæddist í Ási 7. september 1904.
Hún var húsfreyja í Ási í Hegranesi.
Hún notaði Lovísu nafnið í daglegu tali.
Maður hennar var Jón Sigurjónsson (1896-1974).

Bergþóra Magnúsdóttir (1892-1963)

  • S00418
  • Person
  • 02.10.1892 - 28.03.1963

Bergþóra Magnúsdóttir fæddist á Halldórsstöðum 2. október 1892.
Hún nam við Kvennaskólann í Reykjavík. Húsfreyja á Halldórsstöðum II í Laxárdal 1915-63. Kvenskörungur og lét að sér kveða í ýmsum félagsmálum í Suður Þingeyjarsýslu.
Maður hennar var Hallgrímur Þorbergsson (1880-1961).
Bergþóra lést 28. mars 1963.

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981)

  • S00420
  • Person
  • 15.10.1873 - 27.11.1981

Halldóra Bjarnadóttir fæddist í Ási í Vatnsdal 14. október 1873. Hún var kennslukona á Háteigi við Háteigsveg, Reykjavík 1930. Búsett í Blönduóshreppi, A-Húnavatnssýslu 1957. Var elst Íslendinga þegar hún lést, 108 ára að aldri. Hún var formaður Sambands norðlenskra kvenna.

Anna Sigríður Albertsdóttir (1920-1997)

  • S00423
  • Person
  • 16.05.1920 - 22.11.1997

Anna Sigríður Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 16. maí 1920.
Hún var búsett í Reykjavík.
Fyrri maður hennar var Walter Theódór Ágústsson (1926-1952).
Seinni maður: Tryggvi Eyjólfsson, þau slitu samvistum.

Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984)

  • S00426
  • Person
  • 06.01.1900-16.06.1984

Starfaði sem ljósmyndari á Akureyri m.a. í samstarfi við Jón Sigurðsson um hríð. Fór í myndatökuferðir til Siglufjarðar og hafði aðsetur í Barnaskólanum þar. Rak ljósmyndstofu í Hafnarstræti 106 á Akureyri 1927-1936. Ljósmyndari í Reykjavík frá 1936, m.a. sérlegur ljósmyndari ráðuneyta og forsætaembættisins frá upphafi. Undirleikari á píanó fyrir kóra og einsöngvara á Akureyri í mörg ár. Tók kvikmyndir af atvinnuháttum Íslendinga og þjóðlífi frá 1937.

Ásta Sigvaldadóttir Jónsson (1911-1988)

  • S00427
  • Person
  • 10.05.1911 - 31.07.1988

Ásta Sigvaldadóttir fæddist 10. maí 1911.
Hún var hárgreiðslumeistari og húsfreyja á Akureyri.
Hún var skírð Sigurást Hulda Sigvaldadóttir en notaði Ástu-nafnið. Í dánartilkynningum var hún nefnd Ásta Sigvaldadóttir Jónsson.
Maður hennar var Pétur Stefán Jónsson (1900-1968).

Herbert Alfreð Jónsson (1922-2000)

  • S00433
  • Person
  • 2. mars 1922 - 24. júlí 2000

Fæddur á Sauðárkróki, sonur Jóns Jónssonar, bónda og verkamanns og Tryggvínu Sigríðar Sigurðardóttur. Bjó á Neskaupstað.

Valdimar Pétursson (1911-1968)

  • S00437
  • Person
  • 02.04.1911-05.04.1968

Sonur Péturs Hannessonar og Sigríðar Jónsdóttur á Hlíðarenda við Sauðárkrók. Þau slitu samvistum þegar Valdimar var átta ára gamall og eftir það fylgdi hann föður sínum. Þegar hann var um tvítugt flutti hann til móður sinnar á Sauðárkróki og gerði þaðan út bát með bróður sínum. Sigurður vann ýmis störf, m.a. við múrverk, vegagerð, á sláturtíð og á eigin verkstæði þar sem hann smíðaði dívana. Valdimar sat lengi í stjórn Vmf. Fram og var formaður þess um skeið. Þá var hann fulltrúi á þingum ASÍ og lengi einn af forvígismönnum Alþýðuflokksfélags Sauðárkróks. Valdimar kvæntist Herdísi Sigurjónsdóttur frá Sigríðarstöðum í Fljótum, þau eignuðust þrjú börn.

Erla Björg Magnúsdóttir (1943-)

  • S00441
  • Person
  • 29.06.1943

Erla Björg Magnúsdóttir fæddist 29. júní 1943.
Maður hennar: Hafþór Sigurbjörnsson (1949-).

Sigríður Magnúsdóttir (1925-2020)

  • S00464
  • Person
  • 20. júlí 1925 - 9. maí 2020

Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru Magnús Halldórsson beykir og Hólmfríður Helgadóttir saumakona. Kvæntist Friðriki Ingólfssyni árið 1947, þau eignuðust fimm börn, fyrir átti Sigríður einn son. Þau hjón byggðu býlið Laugarhvamm 1948 og bjuggu þar alla sína búskapartíð.

Hjálmar Jónsson (1950-)

  • S00455
  • Person
  • 17.04.1950-

Fæddur í Borgarholti í Biskupstungum 17. apríl 1950. Foreldrar: Jón Óli Þorláksson járnsmiður og kona hans Árveig Kristinsdóttir. Maki: Signý Bjarnadóttir (fædd 9. júlí 1949).
Nám: Stúdentspróf MA 1971. Guðfræðipróf HÍ 1976. Framhaldsnám í St. Paul í Bandaríkjunum 1993.
,,Sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli 1976–1980. Sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli síðan 1980, prófastur síðan 1982. Vann við löggæslu, fangavörslu, sjómennsku o.fl. Kenndi við Húnavallaskóla, Gagnfræðaskóla Sauðárkróks og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Í ritstjórn landsmálablaðsins Feykis frá stofnun, í stjórn Prestafélags Hólastiftis. Í Hólanefnd frá 1982, formaður 1982–1987. Í fræðsluráði Norðurlandsumdæmis vestra frá 1982. Í skólanefnd Sauðárkróks 1982–1994, formaður lengst af. Í sálmabókarnefnd frá 1985. Í útvarpsráði 1991–1995. Í útvarpslaganefnd frá 1992. Í nefnd um endurskoðun laga um mannanöfn. Í nefnd um jöfnun námskostnaðar. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1995–1999. Í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands síðan 1997 og í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins síðan 1998. Alþingismaður Norðurlands vestra 1995–2001 (Sjálfstæðisflokkur). Varaþingmaður Norðurlands vestra október og nóvember 1991, mars–apríl 1992, febrúar–mars og mars 1993, mars, október og desember 1994, janúar 1995. Fjárlaganefnd 1995–2001, allsherjarnefnd 1995–2001, landbúnaðarnefnd 1995–2001 (formaður 1999–2001), kjörbréfanefnd 1999–2001, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999–2000. Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1999–2001." Hjálmar hefur einnig ort ljóð og sálma sem birst hafa í Sálmabókarviðbæti og samið smásögur og greinar um ýmis efni.

Ása Sigríður Helgadóttir (1930-2015)

  • S00471
  • Person
  • 18.03.1930-05.07.2015

Ása Sigríður Helgadóttir var fædd í Vestmannaeyjum 18. mars 1930. Foreldrar Ásu Sigríðar voru hjónin Ellen Marie Torp Steffensen frá Kalundborg í Danmörku og Helgi Jónatansson frá Efsta-Bóli í Önundarfirði. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Hinn 26. janúar 1952 giftist Ása Sæmundi Árna Hermannssyni frá Ysta Mói í Fljótum, þau eignuðust sjö börn. ,,Ása og Sæmundur bjuggu fyrstu búskaparár sín í Vestmannaeyjum, Reykjavík og Kópavogi. Árið 1957 fluttu þau til Sauðárkróks. Fyrstu árin bjuggu þau í Skógargötu 18 en árið 1967 byggðu þau sér stórt og fallegt heimili á Skagfirðingabraut 47. Sem ung kona í Vestmannaeyjum vann Ása við skrifstofustörf. Er hún flutti til Sauðárkróks var hún heimavinnandi fyrstu árin en síðar vann hún nokkur ár í fiski. Flest ár sín á vinnumarkaði starfaði Ása sem launafulltrúi á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Ása var alla tíð virk í Kvenfélagi Sauðárkróks og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hún söng mikið með kórum á sínum yngri árum í Vestmannaeyjum og síðar í Kirkjukór Sauðárkrókskirkju og kór eldri borgara í Skagafirði. Hún sat í barnaverndarnefnd Suðárkróks um árabil. Seinni árin var hún einnig virkur félagi í Kvenfélaginu Heimaey sem er félagsskapur brott fluttra kvenna frá Vestmannaeyjum."

Ingrid Hansen (1884-1960)

  • S00479
  • Person
  • 31.12.1884- jan 1960

Ingrid dvaldi hjá Popp fjölskyldunni á Sauðárkróki á árunum 1905-1910 og aftur 1910-1912.

Axel Guðmundsson (1924-2007)

  • S00485
  • Person
  • 09.09.1924-27.04.2007

Axel Guðmundsson fæddist á Bakka á Bökkum í Vestur-Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jónsson og Ólöf Anna Björnsdóttir. ,,Axel bjó á Neskoti í Fljótum með móður sinni og uppeldisföður, Hafliða Eiríkssyni, f. 1895, d. 1979. Þau fluttust á Akranes 1953 og síðan til Reykjavíkur árið 1960. Axel kvæntist árið 1973 Rannveigu Jónsdóttur frá Brjánsstöðum á Skeiðum, f. 1922. Axel vann margvísleg störf eftir að hann kom til Reykjavíkur. Hann vann lengi í timburverslun Völundar, síðan keyrði hann bíl á vegum hreinsunardeildar Borgarinnar og síðustu árin vann hann sem meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg."

Sigurður Jóhannesson (1916-1947)

  • S00488
  • Person
  • 03.08.1916-03.03.1947

Sigurður ólst upp í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson b. á Giljalandi í Haukadal og k.h. Sigurbjörg Sigurðardóttir. Sigurður stundaði nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði 1935-1937, gagnfræðaskólann í Reykjavík 1937-1938 og Samvinnuskólann í Reykjavík 1938-1939. Hann var barnakennari í Dalasýslu og Strandasýslu 1939-1941. Einnig vann hann við fjárgæslu, vegavinnu og sjómennsku. Var fulltrúi verðlagsnefndar í Reykjavík 1941-1942 og kaupfélagsstjóri í Haganesvík 1942-1945. Var við nám í Stokkhólmi veturinn 1945-1946 þar sem hann kynnti sér m.a. starfsemi samvinnufélaga og markaðsmál sjávarafurða. Þegar heim kom tók hann ásamt öðrum við rekstri síldarsöltunarstöðvar á Siglufirði eitt sumar. Skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Stykkishólms 1946-1947. Sigurður kom einnig talsvert að félagsmálum og ýmsum framkvæmdum. Árið 1944 kvæntist hann Jóneyju Björgu Sæmundsdóttur frá Austara-Hóli í Fljótum, þau eignuðust eina dóttur.

Hreinn Jónsson (1939-2009)

  • S00491
  • Person
  • 8. sept. 1939 - 5. nóv. 2009

Sonur Jóns Gunnlaugssonar og Soffíu Jónsdóttur. Hreinn var trésmíðameistari og starfaði í fjölda ára hjá Trésmiðjunni Borg og var jafnframt einn af eigendum fyrirtækisins. Varð síðan húsvörður við Barnaskólann á Sauðárkróki. Söng í áratugi með kirkjukór Sauðárkrókskirkju. Kvæntist Camillu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi.

Rannveig Ingibjörg Þorvaldsdóttir (1921-2002)

  • S00495
  • Person
  • 01.01.1921-06.07.2002

Dóttir Þorvaldar Þorvaldssonar verkamanns og bílstjóra á Sauðárkróki og k.h. Helgu Jóhannesdóttur. ,,Rannveig ólst upp á Sauðárkróki og stundaði nám í Unglingaskóla Sauðárkróks árin 1935 og 1937. Var í námi við Héraðsskólann að Laugarvatni 1939-1940. Lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1942. Stundaði enskunám í Edinborg 1967 og í London 1968. Vann við skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi 1942 og hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 1952-1954. Var sýsluskrifari og tryggingafulltrúi við sýslumanns- og bæjarfógetaembættið á Sauðárkróki í hartnær fjóra áratugi."

Guðrún Ingibjörg Svanbergsdóttir (1927-2015)

  • S00496
  • Person
  • 17.08.1927-25.07.2015

Guðrún Ingibjörg Svanbergsdóttir fæddist 17. ágúst 1927 á Hrafnsstöðum ofan Akureyrar. Guðrún giftist Ólafi Gíslasyni frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn. ,,Guðrún ólst upp á Akureyri á heimili móður sinnar. Á Akureyri kynntist hún mannsefni sínu, Ólafi, sem starfaði þar sem bifreiðastjóri. Þar bjuggu þau fyrstu árin þar til þau fluttu til Sauðárkróks árið 1948 og stofnuðu þar framtíðarheimili sitt á Skagfirðingabraut 33. Guðrún starfaði við fiskvinnslu og á prjónastofu ásamt heimilisstörfum og uppeldi sona þeirra hjóna en árið 1967 festi hún kaup á Húsgagnaverslun Sauðárkróks sem hún rak til ársins 1996. Árið 2005 flutti Guðrún til Akureyrar það sem hún eyddi síðustu æviárunum."

Þuríður Pétursdóttir (1920-2011)

  • S00504
  • Person
  • 26.05.1920-04.12.2011

Guðný Þuríður Pétursdóttir, alltaf kölluð Þurý, fæddist í Vatnshlíð í Austur-Húnavatnssýslu 26. maí 1920. Foreldrar hennar voru Herdís Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum og Pétur Guðmundsson bóndi í Vatnshlíð. Eiginmaður Þurýjar var Stefán Sigurðsson skipstjóri, þau eignuðust tvær dætur.

Sverrir Björnsson (1935-2014)

  • S00507
  • Person
  • 31.12.1935-31.03.2014

Sverrir Björnsson, húsasmíðameistari, fæddist á Halldórsstöðum á Langholti í Skagafirði 31. desember 1935. Foreldrar hans voru Björn Gíslason, bóndi og smiður í Reykjahlíð í Varmahlíð og Hallfríður Þorsteinsdóttir. Eiginkona Sverris er Guðný Eyjólfsdóttir (1937-) frá Reykjavík, þau eignuðust fimm börn. ,,Sverrir ólst upp í Skagafirði, á Halldórsstöðum, í Geitagerði og Stóru-Seylu þar til foreldrar hans byggðu Reykjahlíð 1948 á landskika úr Reykjarhóli. Skólaganga Sverris hófst í farskóla í Húsey. Hann fór í Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og lærði síðan trésmíðar í Iðnskólanum á Sauðárkróki. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur í starfsnám þar sem hann lauk sveinsprófi í trésmíði. Í Reykjavík kynntist hann konu sinni. Sverrir og Guðný bjuggu sín fyrstu búskaparár í Reykjavík, en fluttu til Sauðárkróks 1961 og hafa búið þar síðan. Sverrir vann við trésmíðar alla tíð þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Fljótlega fór hann að vinna sjálfstætt með mági sínum en saman ráku þeir trésmíðaverkstæði. Um 1970 hóf hann störf hjá Trésmiðjunni Borg, gerðist litlu síðar hluthafi í fyrirtækinu og vann þar sem húsasmíðameistari til starfsloka. Sverrir var meðlimur í ýmsum kórum í gegnum tíðina, m.a. Karlakór Sauðárkróks, Kirkjukór Sauðárkróks og síðustu árin Kór eldri borgara. Hann var einnig meðlimur í Lionsklúbbi Sauðárkróks í áratugi."

Haukur Haraldsson (1927-2013)

  • S00521
  • Person
  • 05.07.1927 - 09.09.2013

Haukur fæddist í Brautarholti 5. júlí 1927. Hann var sonur Haraldar Bjarna Stefánssonar og Jóhönnu Gunnarsdóttur.
Hann var búsettur á Sauðárkróki. Bifreiðastjóri hjá K.S. og síðar starfsmaður hjá Loðskinni.
Kona hans var Erla Maggý Guðjónsdóttir frá Sauðárkróki.
Haukur lést 9. september 2013.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

  • S02620
  • Person
  • 23. ágúst 1932 - 18. sept. 2018

Foreldrar: Guðjón Jónsson og Valborg Hjálmarsdóttir bændur á Tunguhálsi. Vinnuvélastjóri og vélaeigandi á Sauðárkróki, síðar starfsmaður á sláturhúsi KS á Sauðárkróki. Kvæntist Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur (Sillu Gunnu), þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Silla þrjár dætur.

Pétur Jónsson (1892-1964)

  • S00692
  • Person
  • 06.04.1892-30.09.1964

Alinn upp á Nautabúi í Neðribyggð, sonur Jóns Péturssonar og Solveigar Eggertsdóttur. Pétur útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1912 og kvæntist Þórunni Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal árið 1913. Hófu þau búskap ásamt föður Péturs í Eyhildarholti og bjuggu þar til 1923. Þaðan fluttust þau fyrst í Frostastaði, svo að Hraunum í Fljótum og loks að Brúnastöðum í sömu sveit. Árið 1930 lést Þórunn frá átta börnum þeirra hjóna sem fóru í fóstur til vina og vandamanna. Árið 1933 flutti Pétur til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis skrifstofustörf og varð svo einn af fyrstu starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins. Þar starfaði hann sem aðalgjaldkeri til 1962. Pétur var einn af stofnendum Kaupfélags Reykjavíkur (KRON) og sat í stjórn þess til æviloka. Pétur var einnig einn af stofnendum Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og sat í stjórn þess og var formaður um skeið. Eins og fram hefur komið eignaðist Pétur átta börn með fyrri konu sinni Þórunni Sigurhjartardóttur. Seinni kona hans hét Helga Elísabeth Anna Jónsson, þýsk að uppruna, þau eignuðust eina dóttur. Áður en Pétur kvæntist seinni konu sinni eignaðist hann einn son með Guðbjörgu Jóhannesdóttur, verkakonu í Reykjavík.

Haraldur Bjarni Stefánsson (1902-1969)

  • S00560
  • Person
  • 06.01.1902 - 25.06.1969

Haraldur Stefánsson fæddist á Halldórsstöðum á Langholti 6. janúar 1902, sonur Stefáns Bjarnasonar og Aðalbjargar Magnúsdóttur. Hálfs árs gamall fór hann í fóstur til Sigurðar Jónssonar oddvita í Brautarholti og k.h. Jóhönnu Steinsdóttur. Hann var bóndi í Brautarholti (áður Litlu-Seylu) á Langholti.
Kona hans var Jóhanna Gunnarsdóttir (1901-1986) frá Keflavík í Hegranesi, þau eignuðust fimm börn.

Sigurður Benediktsson (1885-1974)

  • S00570
  • Person
  • 11.11.1885-02.06.1974

Sigurður Benediktsson, f. 11.11. 1885, d. 2.6. 1974. Kona hans var Ingibjörg Sigurðardóttir, þau bjuggu á Leifsstöðum. Áttu 12 börn en fjögur þeirra dóu ung.

Árni Magnússon (1872-1936)

  • S00562
  • Person
  • 19.05.1872 - 18.04.1936

Árni Magnússon fæddist að Utanverðunesi í Rípurhreppi í Skagafirði 19. maí 1872, sonur Magnúsar Árnasonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Eftir uppvaxtarárin að Utanverðunesi, fór Árni til náms í Reykjavík. Þar nam hann klæðskeraiðn og vann við það um skeið. Árið 1899 hóf hann búskap að Utanverðunesi. Þaðan fluttist hann búferlum í Óslandshlíð ári seinna, en fór svo aftur að Utanverðunesi árið 1901. Hann stundaði ferjustörf á vesturósi Héraðsvatna og veiðiskap með búrekstrinum. Árið 1907 flutti hann til Sauðárkróks. Þar byggði hann sér hús við Suðurgötu 6 sem hann nefndi Nes. Þar hafði hann nokkurn búrekstur með annarri atvinnu. Þá var hann símaaðgjörðarmaður í 18 ár. Kona hans var Anna Rósa Pálsdóttir (1880-1923), þau eignuðust tvö börn. Þau voru ein af stofnendum Góðtemplara reglunnar á Sauðárkróki.

Halldór Þormar (1929-

  • S00577
  • Person
  • 09.03.1929-

Fæddur 9. mars 1929. Sonur hjónanna Ólínu Mörtu Jónsdóttur og sr. Þorvarðar Þormar, Laufási í Eyjafirði.

Jóhann Pétur Magnússon (1892-1979)

  • S00584
  • Person
  • 2.3.1892-8.5.1979

Fæddur og uppalinn í Gilhaga, sonur Magnúsar Jónssonar og Helgu Indriðadóttur ljósmóður. Jóhann var einn vetur í Hvítárbakkaskóla (1912-1913). Kvæntist Lovísu Sveinsdóttur (Lóu) og hófu þau búskap í Breiðargerði en fluttu svo að Syðri-Mælifellsá. Jóhann stundaði auk þess jarðabótavinnu á sumrin og var varðmaður við sauðfjárveikivarnargirðingu á Eyvindarstaðaheiði í sjö sumur. Jóhann fékkst einnig töluvert við hrossaverslun, keypti sláturhross af bændum og rak þau til Akureyrar til slátrunar. Árið 1954 flutti til Keflavíkur og hóf að vinna á "Vellinum", 1957 flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands. Árið 1971 fluttu þau hjón aftur heim í Skagafjörð og bjuggu að Varmalæk. Á búskaparárum sínum sat Jóhann í hreppsnefnd um hríð, hann var eindreginn samvinnumaður. Jóhann var góður hagyrðingur og fóru stökur hans víða, nokkrar þeirra birtust í Skagfirskum Ljóðum 1957. Jóhann var mjög áberandi persóna í sinni sveit.
Jóhann og Lovísa (Lóa) eignuðust fjögur börn og áttu einn fósturson.

Reimar Helgason (1902-1970)

  • S00589
  • Person
  • 27.05.1902-21.11.1970

Reimar Helgason, f. að Kirkjuhóli í Seyluhrepp27.05.1902, d. 21.11.1970. Foreldrar: Helgi Guðnason og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttur. Reimar ólst upp í foreldrahúsum á Kirkjubóli þar til hann missti móður sína 12 ára gamall, þá fór hann í fóstur til Jóhanns Sigurðssonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur á Löngumýri. Varð hann síðan vinnumaður þar í áraraðir og síðar lausamaður. Árið 1942 keypti hann jörðina Bakka í Vallhólmi en var alltaf viðloða Löngumýrarheimilið og sá t.d. um rekstur rafstöðvarinnar þar. Reimar var ókvæntur og barnlaus.

Jóhannes Guðmundsson (1884-1968)

  • S00596
  • Person
  • 07.09.1884-05.10.1971

Fæddur og uppalinn í Ytra-Vallholti, sonur Guðmundar Sigurðssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur. Frá 1907 bjó Jóhannes ásamt Eiríki bróður sínum félagsbúi ásamt föður þeirra til ársins 1927 er Jóhannes tók alfarið við búskapnum og bjó þar til 1964. Jóhannes kvæntist Sigríði Ólafsdóttur frá Álftagerði árið 1933, þau eignuðust tvær dætur.

Jón Eðvald Guðmundsson (1894-1974)

  • S00597
  • Person
  • 23.10.1894-10.06.1974

Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Sauðárkróks frá Hlíðarenda í Borgarsveit árið 1899. Átti hann heimili hjá þeim til 1926-1927 en byggði sér þá hús, sem hann nefndi Sævarland, Freyjugata 24 bjó þar til ársins 1947 en þá flutti hann til Reykjavíkur og átti heima þar til ársins 1972. Þegar Jón fluttist suður keyptu synir hans Marteinn og Friðrik húseignina af honum. Jón stundaði mikið sjó, átti á tímabili mótorbátinn Andvara með Gunnari Einarssyni refaskyttu og Snæbirni Sigurgeirsyni bakara og var um skeið vélstjóri á mótorbátum Garðari sem gerður var út af Steindóri Jónssyni trésmið. Jón var verkstjóri (búkkaformaður) við hafnargerð á Sauðárkróki árin 1936-1937, vann svo lengi sem tækjamaður við ferskfiskverkun hjá KS og sem fláningsmaður við slátrun hjá sama fyrirtæki mörg haust en fiskverkunin og slátrun fóru þá fram í sama húsnæði, þó aldrei samtímis. Jón vann nokkuð við húsbyggingar á Sauðárkróki og starfaði þar að ýmiskonar smíðum einkum þó trésmíði. Hann smíðaði refabúr fyrir Kristinn P. Briem kaupmann og loðdýrafrömuð og einnig bjó hann til skó úr gúmmíslöngum innan úr bíldekkjum sem hann seldi á sanngjörnu verði. Eftir að jón fluttist til Reykjavíkur vann hann fyrst við húsasmíðar. En eftir að Jón flutti á Sauðárkrók í elli sinni aðstoðaði hann Friðrik son sinn við húsbyggingar."

Sigurður Eiríksson (1899-1974)

  • S00603
  • Person
  • 12.08.1905-25.01.1974

Sonur Eiríks Jóns Guðnasonar b. í Villinganesi og f.k.h. Guðrúnar Þorláksdóttur. Sigurður missti móður sína aðeins sex ára gamall, og stjúpmóður sína 13 ára gamall. Hann var bóndi í Villinganesi 1933-1936, í Gilhaga 1936-1937, í Teigakoti 1937-1949, í Stapa 1949-1952 og að lokum í Borgarfelli 1952-1974. Sambýliskona Sigurðar var Helga Sveinbjörnsdóttir, þau eignuðust þrjú börn.

Friðrik Margeirsson (1919-1995)

  • S00606
  • Person
  • 28.05.1919-12.06.1995

Friðrik var fæddur á Ögmundarstöðum í Skagafirði árið 1919. Foreldrar hans voru Helga Pálsdóttir og Margeir Jónsson kennari og fræðimaður. Seinni kona Margeirs var Helga Óskarsdóttir. Friðrik kvæntist Aldínu (Öldu) Snæbjörtu Ellertsdóttur húsfreyju, þau eignuðust sjö börn. Friðrik lauk cand, mag. námi í íslenskum fræðum árið 1949. Þá hóf hann kennslu við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og Iðnskólans á Sauðárkróki; var skólastjóri í báðum skólum.

Hólmfríður Jónasdóttir (1903-1995)

  • S00612
  • Person
  • 12. september 1903 - 18. nóvember 1995

Hólmfríður Jónasdóttir Sauðárkróki 1903–1995
Fædd í Grundarkoti í Blönduhlíð, Skag. Foreldrar Jónas Jónsson (Hofdala-Jónas) og k.h. Anna Ingibjörg Jónsdóttir. Verkakona búsett á Sauðárkróki. Starfaði mikið að félagsmálum. lengi formaður Verkakvennafélagsins Öldunnar. Skáldmælt og gaf út ljóðabókina Undir berum himni árið 1978.

Stefán Guðmundsson (1932-2011)

  • S00611
  • Person
  • 24. maí 1932 - 10. september 2011

Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson, f. 11.3. 1893, d. 19.10. 1967, frá Hóli í Sæmundarhlíð, skrifstofustjóri og fulltrúi hjá KS, og Dýrleif Árnadóttir, f. 4.7. 1899, d. 8.3. 1993, frá Utanverðunesi í Hegranesi. Hinn 16.2. 1957 kvæntist Stefán Sigríði Hrafnhildi Stefánsdóttur, (Lillu), þau eignuðust þrjú börn og bjuggu alla sína búskapartíð á Sauðárkróki. ,,Stefán lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki 1949 og prófi frá Iðnskólanum á Sauðárkróki 1951. Árið 1956 lauk hann sveinsprófi í húsasmíði og árið 1959 öðlaðist hann meistararéttindi. Árið 1963 stofnaði hann ásamt fleiri Trésmiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki og var framkvæmdastjóri hennar 1963-1971. Hann tók þátt í stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga hf. árið 1968 og var framkvæmdastjóri þess 1971-1981. Stefán sat í bæjarstjórn Sauðárkróks 1966-1982 og í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar 1998-2002. Stefán var alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1979-1999. Hann sat í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar, 1980-1987 og árið 1995 og var formaður stjórnar 1983-1987. Þá sat Stefán í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. 1982-2011 og í stjórn Fiskiðju Sauðárkróks, nú Fisk Seafood hf., frá 1983 til dauðadags. Þá sat Stefán í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga frá 1982 og var formaður stjórnar frá 1999 til dauðadags. Auk þessa átti Stefán sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum og sinnti margs konar trúnaðarstörfum bæði heima í héraði og á landsvísu. Stefán var félagi í Lionsklúbbi Sauðárkróks um langt árabil til dauðadags. Á yngri árum tók Stefán virkan þátt í íþróttalífi og átti fjölmörg héraðsmet í frjálsum íþróttum auk þess að leika knattspyrnu með ungmennafélaginu Tindastóli. Stefán var mikill áhugamaður um skógrækt og var um árabil formaður stjórnar Norðurlandsskóga."

Birgir Dýrfjörð (1935-)

  • S00610
  • Person
  • 26.10.1935

Fæddur á Siglufirði 26. október 1935. Foreldrar: Kristján Dýrfjörð rafvirkjameistari og kona hans Þorfinna Sigfúsdóttir matráðskona. Birgir var rafvirkjameistari.
Varaþingmaður Norðurlands vestra október–nóvember 1987, apríl–maí 1988, apríl og nóvember 1990 (Alþýðuflokkur).

Sigfús Sigurðsson (1910-1988)

  • S00612
  • Person
  • 18.10.1910-14.08.1988

Fæddur 18.10.1910 á Mælifelli á Neðribyggð. Foreldrar: Sigurður Þórðarson bóndi á Nautabúi, kaupfélagsstjóri og alþingismaður, og k.h. Ingibjörg Sigurlaug Sigfúsdóttir. Sigfús ólst upp hjá foreldrum sínum á Nautabúi og vann að búi þeirra meðan þau bjuggu þar. Frá áramótum 1929 til vors 1930 stundaði hann nám í unglingaskóla á Hólum í Hjaltadal, síðan við Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1930-1931. Eftir veruna þar vann hann að búi foreldra sinna og kenndi sund við Steinsstaðalaug um tíma. Árið 1938 fluttist hann með dóttur sinni og foreldrum til Sauðárkróks þar sem faðir hans gerðist kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá fór Sigfús að vinna við afgreiðslustörf í Ytri-búðinni sem gekk undir nafninu Grána. Þar vann hann til ársins 1946, að undanteknum tveimur árum sem hann var hjá KRON í Reykjavík. Árið 1947 var hann búsettur á Siglufirði og vann þar í síld. Árið 1948 fór Sigfús til Rafmagnsveitna ríkisins og starfaði þar til 1974, lengst af verkstjóri við línulagnir víðsvegar um land. Árin 1974-1978 var hann sjálfstæður verktaki. Sigfús var búsettur í Reykjavík á árunum 1957-1978, að hann fluttist aftur til Sauðárkróks. Fyrri kona hans var Sigurbjörg Guðlaug Stefánsdóttir, fædd 17.1.1915, en hún lést 25.11.1937 á Kristnesi. Saman áttu þau eina dóttur. Seinni kona hans var Svanlaug Pétursdóttir, fædd 20.6.1921, d. 5.1.2006. Saman áttu þau þrjú börn.

Ásgrímur Guðmundsson (1938-1969)

  • S00616
  • Person
  • 12.11.1938-09.11.1969

Bóndi á Þorbjargarstöðum á Laxárdal ytri, Skag. Síðast bús. í Skefilsstaðahreppi. Ókvæntur og barnlaus.

Anna Jónsdóttir (1892-1987)

  • S03399
  • Person
  • 16.12.1892-04.07.1987

Anna Jónsdóttir, f. í Hafnarfirði 16.12.1892, d. 04.07.1987. Foreldrar: Jón Þórarinsson skólastjóri í Hafnarfirði og síðar fræðslumálastjóri og kona hans Guðrún Jóhanna Laura Pétursdóttir Hafstein.
Anna var í Flensborgarskólanum 1905-1907. Hún lærði ljósmyndum hjá Péturi Brynjólfssyni í Reykjavík 1907-1910. Var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1927-1929.
Mun líklega hafa starfað á ljósmyndastofu Péturs á árunum eftir 1910. Vann á ljósmyndastofu Ólafs Magnússonar 1916-1919 og 1929-1930. Stofnaði og rak ljósmyndastofu með Jóhönnu Pétursdóttur og Sigþrúði Brynjólfsson á Laugavegi 11 1920-1924. Rak ljosmyndastofu í Hafnarfirði 1930-1962.

Gísli Benediktsson (1875-1900)

  • S00624
  • Person
  • 11.12.1875-31.12.1900

Faðir: Benedikt Jóhannsson verslunarmaður í Reykjavík (1850-1876). Móðir: Katrín Gísladóttir húsfreyja á Teigi í Vopnafirði (1849-1918). Gísli ólst upp að mestu hjá afa sínum, Jóhanni Knúti Benediktssyni presti. Gísli stundaði úrsmiðanám hjá Teiti Tómasi Ingimundarsyni úrsmiði í Reykjavík 1891-1893. Lærði ljósmyndun hjá Guðjóni Ágústi Guðmundssyni í Reykjavík 1893-1894. Framhaldsnám í ljósmyndun í Kaupmannahöfn veturinn 1895-1896, líklega hjá N. Nyberg. Ljósmyndari á Vopnafirði 1894-1897. Tók ljósmyndir í Öræfum 1896. Starfaði við úrsmíðar og rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1898-1899. Keypti myndastofu Arnórs Egilssonar á Akureyri í maí 1900 og rak hana til dauðadags.

Jónas Hallgrímsson (1915-1977)

  • S03130
  • Person
  • 28. mars 1915 - 15. jan. 1977

Fæddist á Akureyri 28. mars 1915. Faðir: Hallgrímur Einarsson (1878-1948) ljósmyndari á Akureyri. Móðir: Guðný Marteinsdóttir (1886-1928) húsfreyja á Akureyri. Jónas nam hjá föður sínum eftir 1935. "Var með sjálfstæðan ljósmyndarekstur á Akureyri frá því fyrir 1939. Starfaði á ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar. Tók við plötu- og filmusöfnum föður síns og Kristjáns bróður síns eftir lát Kristjáns 1963. Rak Myndver á Akureyri 1968-1974 ásamt Matthíasi Gestssyni." Safn hans varðveitt á Minjasafninu á Akureyri.

Anna Petrína Jakobsdóttir (1881-1970)

  • S00653
  • Person
  • 22.06.1881-1970

Dóttir Jakobs Pálmasonar b. í Dæli, síðar í Auðnum í Sæmundarhlíð og Sigríðar Sveinsdóttur frá Enni í Viðvíkusveit. Anna Petrína fluttist til Vesturheims með móður sinni árið 1887. Kvæntist Albert Kristjánssyni frá Ytri Tungu á Tjörnesi, hann var prestur og fylkisþingmaður Bændaflokksins (progressive) og sat eitt kjötímabil.

Alexander Jóhannesson (1888-1965)

  • S00639
  • Person
  • 01.08.1889-07.06.1965

Alexander Jóhannesson, f. 15.07.1888 á Gili í Borgarsveit, d. 28.03.1934. Foreldrar: Jóhannes Davíð Ólafsson og Margrét Guðmundsdóttir. Alexander varð stúdent 1907, mag art í þýskum fræðum frá Kaupmannahöfn 1913 og doktor frá Halle í Þýskalandi 1915. Hann kenndi þýsku við Háskóla Íslands og jafnframt íslenska málfræði og germanska samanburðarmálfræði. Hann varð dósent 1926, prófessor 1930 og gegndi rektorsembætti 1932-1935, 1939-1942 og 1948-1954. Alexander átti mkinn þátt í að móta háskólahverfið sem formaður byggingarnefndar HÍ og sat einnig í ýmsum nefndum og ráðum. Hann skrifaði ýsmar bækur, bæði fræðirit og kennslubækur auk þess að skrifa um bókmenntir og þýða ljóð. Hann var mikill áhugamaður um flugmál og heitir flugvöllurinn við Sauðárkrók eftir honum.
Maki: Heba Geirsdóttir.

Gísli Sigurðsson (1884-1948)

  • S00654
  • Person
  • 26. feb. 1884 - 27. nóv. 1948

Fæddur og uppalinn á Víðivöllum, foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Guðrún Pétursdóttir. ,,Gísli útskrifaðist frá Hólaskóla 1906. Hann sat í mörg ár í hreppsnefnd, varð hreppstjóri Akrahrepps 1929 og sýslunefndarmaður 1937 og gegndi báðum þessum störfum til lokadægurs." Gísli kvæntist Helgu Sigtryggsdóttur frá Framnesi, þau voru barnlaus en áttu tvær fósturdætur.

Niðurstöður 1 to 85 of 3770