Showing 21 results

Authority record
Privat company

Lögmenn Suðurlandi ehf (1992-)

  • S000572
  • Privat company
  • 1992-

Starfsemi Lögmanna Suðurlandi má rekja allt aftur til ársins 1992. Í yfir 20 ár hafa lögmenn stofunnar veitt lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Á þeim langa tíma sem Lögmenn Suðurlandi hafa starfað hafa eigendur fyrirtækisins flutt fjöldann allan af dómsmálum bæði fyrir héraðsdómstólum landsins og Hæstarétti Íslands. Á þessum tíma hafa lögmenn stofunnar öðlast gríðarlega reynslu og sérþekkingu á hinum ýmsu réttarsviðum. Auk þess vinnur hjá fyrirtækinu öflugt og dugmikið starfsfólk.
Starfsemi Lögmanna Suðurlandi skiptist í þrjár megindeildir. Almenna lögfræðiráðgjöf, Slysa- og bótamál og Fasteignasölu. Þá starfrækja Lögmenn Suðurlandi einnig innheimtuþjónustu undir nafninu Sjóður Innheimtur. Eigendur Lögmanna Suðurlandi ehf. eru Ólafur Björnsson hrl., Sigurður Sigurjónsson hrl. og Torfi Ragnar Sigurðsson hrl. Eigendur Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi eru Ólafur Björnsson hrl., Sigurður Sigurjónsson hrl., Torfi Ragnar Sigurðsson hrl. og Steindór Guðmundsson, löggiltur fasteignasali. (Sjá http://log.is/fyrirtaekid/ )

Atelier Hix

  • S01811
  • Privat company
  • ?

Ljósmyndastofa í Danmörku

Nöf hf.

  • S00270
  • Privat company
  • 1968-1973

Útgerðarfélagið Nöf hf. Hofsósi var stofnað árið 1968. Árið 1973 sameinuðust Nöf hf. og Útgerðarfélag Skagfirðinga um kaup á togara frá Noregi og í framhaldi voru félögin sameinuð.

Feykir (1981-)

  • S01546
  • Privat company
  • 1981-

Héraðsfréttablaðið Feykir var stofnað árið 1981. Stofnendur voru 26 talsins. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Baldur Hafstað. Hann ritstýrði blaðinu 1981-1982.
Ritstjórar hafa verið 11 talsins (að Baldri meðtöldum). Sá sem lengst hefur ritstýrt er Þórhallur Ásmundsson, en hann ritstýrði blaðinu 1988-2004.
Páll Friðriksson (núverandi ritstjóri, 2016) er sá eini sem hefur tvisvar verið ritstjóri blaðsins.
Fyrsta blaðið kom út föstudaginn 10. apríl 1981 og kom fyrst út á tveggja vikna fresti. Feykir varð að vikublaði árið 1987.
Segja má að Feykir að hafi að vissu leyti fylgt prentsmiðjunni á Króknum, en hún hét í byrjun Sást, um tíma Hvítt og svart og heitir núna Nýprent ehf.
Prentsmiðjan og skrifstofa blaðsins eru saman til húsa að Borgarflöt 1, Sauðárkróki. Frá árinu 2006 hefur Nýprent verið útgefandi blaðsins.

Best & Co.

  • S01810
  • Privat company
  • ?

Ljósmyndasstofa í Winnipeg

Bókaútgáfan Útkall

  • S02529
  • Privat company
  • 1994-

,,Útkall bókaútgáfa er rekin af Hálfdani Örlygssyni og Óttari Sveinssyni – byggð á Útkallsbókum þess síðarnefnda – fyrsta bókin kom út árið 1994 og hefur ávalt komið út ein bók á ári – nú eru þær orðnar 24 og hafa ávalt verið á metsölulistum. Bækurnar hafa einnig verið gefnar út í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi."

Hið íslenska bókmenntafélag (1816-

  • S02648
  • Privat company
  • 1816-

,,Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað árið 1816 og hefur starfað óslitið síðan. Það tók við hlutverki Hins íslenzka lærdómslistafélags sem stofnað hafði verið 1779, en starfsemi þess lá niðri um þær mundir sem Bókmenntafélagið var stofnað. Voru félögin formlega sameinuð árið 1818. Þess eru fá dæmi meðal annarra þjóða og einsdæmi hér á landi að frjálst félag geti státað af slíkri hefð. Stofnun þess olli á sínum tíma þáttaskilum í viðhorfi manna til íslenskrar tungu og bókmennta síðari alda."

A. Solvason, Calvalier (1890-1907)

  • S02659
  • Privat company
  • 1890-1907

Ljósmyndastofa í Calvalier í Kanada sem Ásgeir Sölvason starfrækti á árinum 1890-1907.

Áfengis- og tóbaksverslun Ríkisins (1922-

  • S02818
  • Privat company
  • 1922-

Árið 1921 voru samþykkt frá Alþingi lög þess efnis að enginn nema ríkisstjórnin mætti flytja inn áfengi, þ.e. drykkjarhæfan vökva sem innihéldi meira en 2,25% af vínanda. Tóku þau gildi 1922. Áfengisverslunin var fyrst og fremst heildsala er hún tók til starfa. Var hún fyrsta einkasölufyrirtæki9 hér á landi sem ekki var stofnað vegna neyðarráðstafana á stríðstímum.

Ísafold (1874-1929)

  • S02819
  • Privat company
  • 1874-1929

Ísafold var íslenskt tímarit sem var stofnað af Birni Jónssyni, sem ritstýrði því lengst af. Það kom fyrst út árið 1874 og var gefið út til ársins 1929. Það var lengi víðlesnasta blað landsins. Björn Jónsson stofnaði blaðið þegar hann sneri heim frá námi í Kaupmannahöfn í samstarfi við útgefanda Víkverja, Jón Guðmundsson landshöfðingjaritara. Víkverji var lagður niður um leið og Ísafold hóf göngu sína. Nafnabreytingin stafaði af því að Björn vildi gefa út blað fyrir allt landið, en Víkverji var bæjarblað í Reykjavík. Fyrstu árin var blaðið prentað í Landsprentsmiðjunni en árið 1877 setti Björn upp nýja prentsmiðju, Ísafoldarprentsmiðju, sem hann hafði keypt frá Danmörku til að prenta blaðið, meðal annars vegna óánægju með ritskoðun sem Landsprentsmiðjan stundaði. Þegar Björn varð ráðherra Íslands 1909 tók sonur hans, Ólafur Björnsson, við ritstjórninni. 1913 stofnaði hann Morgunblaðið ásamt Vilhjálmi Finsen. Útgáfufélag Morgunblaðsins (sem síðar nefndist Árvakur) keypti svo Ísafold af Ólafi 1919 og eftir það var blaðið gefið út sem mánudagsútgáfa Morgunblaðsins og sérstakt síðdegisblað.

Verslun L. Popps (1875-

  • S02850
  • Privat company
  • 02.07.1875-

Sumarið 1875 hóf Ludvig Popp, sem áður hafði verið verslunarmaður á Akureyri, lausakap á Sauðárkróki. Hann falaði Sauðárkrókshöndlun af Halli Ásgrímssyni og var gerður kaupsamningur 3. júlí þetta ár. Kristján Hallgrímsson varð fyrsti verslunarstjóri hans á Sauðárkróki en síðan Valgard Claessen, er Grafarósfélagið leið undir lok, en hann var síðasti verslunarstjóri þess. Popp fluttist til Sauðárkróks með fjölskyldu sína árið 1886. Hann hafði mikla verslun á Sauðárkróki, auk þess sem hann hafði í seli austan fjarðar.

Fiskiver Sauðárkróks hf.

  • S03103
  • Privat company
  • 1957-1964

Líklega stofnað 1957 og hætti líklega starfsemi 1964.

Verslun Pálma Péturssonar

  • S03182
  • Privat company

Verslun Pálma Péturssonar var rekin í Sæborg við Aðalgötu 8 á Sauðárkróki. Pálmi Pétursson verslunarmaður rak búðina og undir það síðasta fékk hann hjálp frá fóstursyni sínum Eysteini Bjarnasyni við reksturinn.

Helgi Magnússon og co

  • Privat company

Fyrirtæki í Reykjavík. Á bréfsefni þess stendur
Helgi Magnússon og o
Hafnarstræti 19
Reykjavík
Vatnsleiðslur-skolpleiðslur-hitaleiðslur-byggingarefni
Einkasalar á Íslandi

Kaupfélag Fellshrepps (1919-1939)

  • S02946
  • Privat company
  • 1919-1939

Hinn 17. nóvember árið 1918 komu flestir bændur í Fellshreppi saman á fund í þinghúsi hreppsins á Skálá til þess að ræða um úvegun á nauðsynjavörum handa hreppsbúum. Var ákveðið að stofna pöntunarfélag og voru stofnendur 20. Þann 24. sama mánaðar voru samþykkt lög fyrir félagið og því gefið nafn. Félagið hóf þó ekki starfsemi fyrr en 1919 og gekk þá í Samband íslenskra samvinnufélaga. Félagssvæðið var upphaflega aðeins Fellshreppur, síðan bættist Hofshreppur við. Fyrsta vörusendingin var sett á land í Haganesvík. Ein sending af vefnaðarvöru og leirtaui kom til Hofsóss, áður en félagið fékk þar húspláss og var varningurinn því fluttur í Mýrnavík sem varð fyrsta bækistöð og afgreiðsla félagsins varí sjóbúð sem hafði verið reist við víkina árið 1914. Árið 1919 keypti félagið verslunarleyfi og fékk lánaðan hjá Kaupfélagið Skagfirðinga skúr í Hofsósi. Var þetta allt mjög örðugt viðfangs þegar svo langt var á milli athafnastaða félagsins. Eftir þetta flutti Kaupfélag Fellshrepps starfsemi sína alfarið í Hofsós og 1922 keypti það verslunarhús Ólafs Jenssonar og Jóns Björnssonar á Sandinum í Hofsósi. Kaupfélag Fellshrepps varð síðan Kaupfélag Austur-Skagfirðinga.