Showing 1 results

Authority record
Association Blönduhlíð

Kvenfélag Akrahrepps

  • S03653
  • Association
  • 1919 - 1996

Hinn 20 des. 1919 var á Víðivöllum haldin stofnfundur í Kvenfélagi Akrahrepps. Eins og segir í formála bókar Kvenfélags Akrahrepps 100 ára. Blómarósir í Blönduhlíð, ( Dalla Þórðardóttir,2019 ) þá voru fyrstu verkefni sem konurnar í Kvenfélagi Akrahrepps beittu sér fyrir aðkallandi. Þær voru stórhuga og vildu létta líf hreppsbúa. Þær vildu fegra mannlífið og gæða það gleði. Þær vildu efla heimilisiðnaðinn og héldu til þess námskeið og fegruðu umhverfið með jurta - og trjárækt. Á þeirri öld sem er liðinn frá stofnun Kvenfélags Akrahrepps hafa þjóðhættir breyst verulega og svo almennur hagur fólks. Lagst hefur af að fátæk heimili séu styrkt eða að börn þurfi ný klæði til jólanna sem kemur fram í fyrstu árum félagsins. Það styrkir líknar - og menningarstarf innan hrepps og utan. Félagið hefur í tvígang safnað efni í og gefið út bækur, í bæði skiptin á afmælisári. Í tilefni 85 ára afmæli félagsins árið 2004 birtist bókin Burknar, með frumsömdu efni eftir kvenfélagskonur. Fimm árum síðar kom út bókin Næring og Nautnir. Megi þróttur og gleði áfram fylgja félaginu okkar.