Showing 10 results

Authority record
Association Ísland

Hestamannafélagið Léttfeti (1933-2016)

  • S03641
  • Association
  • 1933-2016

Hestamannafélagið Léttfeti var stofnað árið 1933. Starfssvæði félagsins var Sauðárkrókur og nágrenni. Árið 2016 voru hestamannafélögin Léttfeti, Stígandi og Svaði sameinuð í eitt félag sem fékk nafnið Hestamannafélagið Skagfirðingur.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

  • Association
  • 17.06.1918-1975

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar var stofnað 17. júní 1918 af Jóni Þ. Björnsyni, þáverandi skólastjóra á Sauðárkróki og var hann í stjór þess fyrstu árin. Stofnfélagar voru 50. Tilgangur félagsins, eins og segir í lögum félagsins þess sé að vernda dýrin gegn illri meðferð og glæða hugsun og tilfinningu almennings fyrir skyldum mannsins við þau og stuðla að bættri meðferð dýra og að eftirlit sé haft með þeim. Félagsmenn höfðu skyldu að láta vita ef þeir yrðu varir við illa meðferð á skepnum.
Ef félagsmaður varð sjálfur uppvís af illri meðferð á skepnum eða lét líða hjá að tilkynna brot sem hann varð vitni af, þá varð hann brottrækur úr félaginu.
Fyrsta baráttumál félagsins var að bæta aðstöðu og meðferð á hrossum ferðamanna í Sauárkrókskaupstað, þar sem lítil sem engin aðstaða var fyrir hross aðkomumanna og þau oft látin standa næturlangt án viðunandi skýlis. Tók formaður oft að sér að skýla hrossin og haustið 1918 samdi sýslunefnd við hann um leigu á peningshúsi hans undir „hesthús til almenningsnota“ og sá Jón sjálfur um hrossin.
Starfsemi Dýraverndunarfélag Skagafjarðar lá niðri á tímabilinu 1930 – 1939 en félagið var síðan endurvakið 7.2.1939.

Skagfirðingur H/F

  • S03742
  • Association
  • 1959 - 1963

Ár 1959, laugardag 1. ágúst komu fulltrúar kjörnir af Sauðárkróksbæ, Fiskiðju Sauðárkróks h/f og Fiskveri Sauðárkróks h/f á stofnfund hlutafélags þessarra aðila um útgerð, til fundar i bæjarsalnum á Sauðárkróki. Þessir voru mættir á fundinn, fyrir hönd Sauðárkróksbæjar Rögnvaldur Finnbogason bæjarstjóri og varamaður hans Guðjón Sigurðsson forseti bæjarstjórnar. Fyrri hönd Fiskiðju Sauðárkróks h/f Marteinn Friðriksson framkvæmdarstjóri og fyrir hönd Fiskiveri Sauðárkróks h/f, þeir Árni J. Þórðarson framkvæmdarstjóri, og Guðjón Ingimundarson. Páll J. Þórðason tók að sér framkvæmdarstjórn Skagfirðings h/f. Hlutafé félagsins er kr: 400.000.00.
Hinn 26. apríl 1965 hélt Fiskiver Sauðárkróks uppboð á lausafjármunum. Á þessu uppboði keypti Hróðmar Hjörleifsson, Kimbastöðum skifborð fyrir 2012 krónur. Skrifborðið var læst en lykill fyrirfannst enginn. Vitað var að þessi fundargerðarbók var innilokuð í borðinu. Seljendur sögðu Hróðmari að hann yrði að skila því sem læst væri inn í borðskúffunni, en Hróðmar svarðai því til að þeir yrðu að sækja það til sín en það hafa þeir ekki gert. Og nú 30. janúar 1974 vill Hróðmar afhenda þessa bók til Skjalasafns Skagafjarðarsýslu og tek ég nú við þessari bók fyrir hönd safnsins. Kimbastöðum 30. jan. 1974. Björn Egilsson.

Karlakór Sauðárkróks ( 1935 - 1965 )

  • S03753
  • Association
  • 1935 - 1965

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Kaupmannafélag Sauðárkróks

  • S03754
  • Association
  • 1966-172

Ár 1966, föstudag 29.julí var stofnfundur Kaupmannafélags Sauðárkróks haldinn í samkomuhúsinu Bifröst, Sauðárkróki. Mættir til fundar voru 12 stofnendur og að auki frá Kaupmannasamtökunum Íslands þeir, Sigurður Magnússson, formaður K.Í. Knútur Briem, framkvæmdastjóri K.Í. og Jón I. Bjarnason. Sigurður Magnússon setti fundinn og stjórnaði honum og skipaði fundarritarar Jón I. Bjarnason. Tillaga að lögum var lögð fram en þar segir m.a. Tilgangur félagsins er að efla samstarf kaupmanna á staðnum, vinna að menningu, hag og sóma stéttarinnar , stuðla að heilbrigðum verslunnarháttum og bættri þjónustu. Félagið skal eftir megni leita samstarfs við öllum kaupmannafélög og kaupmenn landsins til hagsbóta fyrir stéttina í heild m.a. með þáttöku í Kaupmannasamtökum Íslands.
Í safni þessu liggur bréf frá Kaupmannasamtökum Íslands, þar segir: Hafi mér ekki borist skilagrein fyrir 20.04.1970, leyfi ég mér að líta þannig á að þið óskið ekki eftir áframhaldandi aðild að Kaupmannasamtökum og í framhaldi af því mundi Kaupmannafélag Sauðárkróks og meðlimir þess verða teknir hér út af félagaskrá, svo sem lög samtakanna gera ráð fyrir. Undirritun. Sigurður Magnússon.
í safni þessu liggur Gjafabréf þar segir að stjórn Kaupmannafélags Sauðárkróks samþykkir hér með að fundargjörða og bréfabækur svo og önnur skjöl Verslunnarmannafélags Skagfirðinga og Húnvetninga skuli afhent til varðveislu í Héraðsskjalasafni á Sauðárkróki, einnig samþykkir stjórnin að sjóðir félagsins ( styrktatsjóður og framkvæmdasjóður) samtals að upphæð 14.558, 20, verði afhentir Hérðasskjalasafninu að gjöf. Sauðárkróki, 27. okt. 1971. Undirritun. Haraldur Árnasson, Árni Blöndal.
Þakkarbréf liggur í safni frá Héraðsskjalasafni Sauðárkróki, 12. janúar. 1972. Undirritun Kári Jónsson.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

  • S03755
  • Association
  • 1927-1963

Búnaðarfélag Sauðárkróks var stofnað 3. október árið 1927.
Stofnfundarfélagar voru 17, meðal þeirra voru Kristján Gíslason, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Snæbjörn Sigurgeirsson, Arnljótur Kristjánsson, Friðrik Hansen, Óskar Stefánsson, Guðmundur Sveinsson, Magnús Bjarnason, Halldór M. Vídalín, Magnús Halldórsson, Kristján Hansen, Ísleifur Gíslason, Haraldur Sigurðsson, Kr. P. Briem, Sigurgeir Daníelsson og Valgard Blöndal.
Þessir aðilar héldu með sér fund um stofnun Búnaðarfélags fyrir Sauðárkrókskauptún. Á fundinn var ennfremur mættur Vigfús Helgason búnaðarskólakennari og var fundarmönnum til leiðbeiningar og aðstoðar og var kosinn fundarstjóri. Hann lagði einnig fram frumvarp til laga fyrir félagið sem var að lokum samþykkt.
Í fyrstu stjórn Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps voru; Kr. P. Briem (formaður), Pétur Hannesson (gjaldkeri), Valgard Blöndal (ritari).
Alls 31 maður skrifaði undir þessi fyrstu lög Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps.
Samkvæmt lögum búnaðarfélagsins á stofnári þess var tilgangur félagsins að fá þá sem á félagssvæðinu búa til að bindast samtökum á grundvelli laga félagsins um að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið taldi sér einnig skylt að vinna að trjárræktar tilraunum innan sveitarfélagsins. Ennfremur vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja starfsemi og viðurkenna framkvæmdir með þvi að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum tímans og rannsóknir og tilraunir sýna að gefa bestann arð enda styrki félagið viðleitni félagsmanna í þá átt eftir föngum.
Að efla búfjárræktina með samtökum um kynbætur, búfjársýningar, tryggan ásetning og góða hirðingu búfjár.
Að vanda landbúnaðarafurðir, auka þekkingu á geymslu þeirra og hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðnum.
Að efla trjárækt og áhuga fyrir henni meðal félagsmanna, en einkum miði að því að fegra og prýða kauptúnið og umhverfi þess.
Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestru valinna manna.
Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
Búnaðarfélagið beitti sér fyrir að glæða áhuga bæjarbúa á matjurtarækt og grasrækt. Félagið keypti dráttarvél með jarðvinnslutækjum sem félagsmenn fengju lánað. Einnig beitti félagið sér fyrir byggingu kartöflugeymslu sem er í Kirkjuklaufinni á Sauðárkróki og var tekin í notkun 1937.

Sláturfélag Skagfirðinga

  • S03756
  • Association
  • 1910 - 1920

Eins og segir í Saga Skagafjarðar, síðari hluti 2. bls. 34.: Sláturhúsi Skagfirðinga hafði verið komið á laggirnar að tilhlutan ýmissa félagsmanna K.S. eins og fyrr er getið (sjá I. b, bls. 156). og átti K. S. hluta í því og stóð það í nánum tengslum við Kaupfélagið fram yfir 1920, þótt sjálfseignastofnun væri. Þegar hin pólítíska óöld hófst, misstu kaupfélagsmenn undirtökin í sláturfélagi, kaupmenn og fylgismenn þeirra máttu sín meir. Þeir munu hafa séð að verslunaraðstöðu þeirra hrakaði ef þeir misstu tökin á stjórnartaumunum þar. Því hófst langvinn rimma um notkun sláturhússins og framtíð þess er freðkjötsmarkaðurinn hófst til vegs.
Látið er staðarnumið í sögu félagsins hér því fundargerðabók nær til ársins 1920 en vísa í heimildina Saga Skagafjarðar, Kristmundur Bjarnason. LVJ.

Verkamannafélagið Fram

  • S03759
  • Association
  • 1915-2000

Verkamannafélagið Fram var stofnað 9. janúar árið 1915 en þá var haldinn fundur af verkamönnum á Sauðárkróki í Sýslufundarsalnum. Fundinn setti Ólafur Jóhannesson, fundarstjóri var Páll Friðriksson og ritari Sigurður Jakobsson.
Fundarstjóri skýrði frá því að hér hefði áður verið starfandi verkamannafélag, hefði það heitið "Fram". Á fundinum kom fram að það félag hefði verið hætt að starfa og ekki verið starfandi í nokkurn tíma, á meðan félagið lá í dvala þá hefðu með einhverjum hætti glatast allar bækur, lög, sjóður og öll skilríki félagsins hjá þáverandi formanni þess.
Á meðal félagsmanna var um það rætt hvort mynda ætti nýtt verkamannafélag eða halda áfram með það gamla. Í ljós kom að nokkrir félagsmenn hefðu greitt tillög og að einn fundur hefði verið haldinn. Því var ákveðið að halda áfram með gamla félagið auk þess að halda nafninu. Þrír menn voru kosnir í nefnd til að hrinda málinu í framkvæmd og semja ný lög og áttu þessir þrír menn að ljúka starfi sínu svo fljótt sem auðið var svo hægt yrði að boða til fundar.
Á fundi sem Verkamannafélagið Fram hélt 15. janúar 1915 í Góðtemplarahúsinu á Sauðárkróki ræddu fundarmenn breytingartillögu á lögum félagsins. Halda þurfti framhaldsfund til að klára umræður um breytingartillögur og síðan var ný stjórn kosin. Kosning fór þannig að Magnús Guðmundsson var kosinn formaður, Snæbjörn Sigurgeirsson varaformaður Eggert Kristjánsson ritari, vararitari var kosinn Ólafur Jóhannesson, á fundinum var Jóhannes Björnsson kosinn féhirðir en varaféhirðir Björn Magnússon. Endurskoðendur reikninga voru kosnir Daníel Daníelsson og Árni Daníesson.

Samkvæmt fyrstu lögum félagsins var tilgangur þess að efla hag og rétt verkamanna gagnvart atvinnuveitendum, koma á reglubundnu kaupagjaldi, relgumundnum vinnutíma og mynda sjóð til eflingar félagsskapnum. Ennfremur að hrinda í framkvæmd ýmsum arðvænlegum fyrirtækjum og styrkja þau með ráð og dáð. Í félagið skulu allir hafa aðgang, bæði karlar og konur sem náð hafa 16 ára aldri án tillits til starfs eða stéttar. Karlmenn er náð hafa 18 ára aldri skulu greiða full árstillög.

Með seinni breytingum sem er dagsett 22. janúar 1921 féllu eldri lög félagsins úr gildi þegar í stað og við tóku ný lög þá sem hljóða á þessa leið.
Tilgangur félagsins er að efla hag verkamanna með því

  1. Að þeir fái viðunanlegt kaup fyrir vinnu sína, og styðja þá til hagfeldrar verslunar með vinnulaun sín.
  2. Að útvega félagsmönnum vinnu þegar tök eru á.
  3. að hvetja félagsmenn til að tryggja sig gegn sjúkdómskostnaði með því að vera í sjúkrasamlagi og styrkja þá ef slys eða önnur óhöpp bera þeim að höndum, sem gjöra þeim ómögulegt að vera sjálfbjarga. Þó skal styrkveiting veitt af frjálsum vilja frá hverjum einstökum félagsmanni.
  4. Að mynda sjóð til eflingar félagsskapnum.
  5. Að hafa fundi félagsins fræðandi og skemmtilega.
  6. Að hrinda í framkvæmd fyrirtækjum sem arðvænleg eru fyrir félagið og einstaklinga þess.
    Í 4.gr. laga félagsin frá 1921 segir ennfremur.
    Í félagið geta allir verkamenn fengið inngöngu. Sjórn félagsins ræður hvort þei menn skuli teknir í félagið sem vafi er á hvort tilheyri verkamannastéttinni. Í félagið fá ekki inngöngu hjú þeirra manna sem ekki vilja skilyrðislaust gefa þeim skriflegt og vottfest leyfi til að hlýða lögum og reglum félagsins.
    Verkamannafélagið Fram sameinaðist Verkakvennafélagi Öldunnar, og fékk hið nýja stéttarfélag nafnið Aldan Stéttarfélag, það félag tók til starfa í ársbyrjun 2001. Aldan Stéttarfélag á sér merkilega og langa fortíð í sögu þessara tveggja félaga. Talið er að Verkamannafélagið Fram hafi upphaflega verið stofnað 1902 eða 1903, en Aldan var stofnuð um 1930.

Skátafélagið Eilífsbúar

  • S03761
  • Association
  • 1929-

Árið 1929 var skátafélag var stofnað á Sauðárkróki, félagið fékk nafnið Andvarar, það félag var eingöngu fyrir drengi, í kjölfarið var stofnað kvenskátafélag sem nefnt var Ásynjur, þessi félög sameinuðust fyrir rest og störfuðu í nokkurn tíma en svo lognaðist starfsemi þeirra út út af en ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi það var.
Árið 1972 var svo Skátafélagið Eilífsbúar stofnað út frá grunni félaganna tveggja og er Skátafélagið Eilífsbúar ennþá starfandi, félagsforingi Eilífsbúa er Hildur Haraldsdóttir
Árið 1989 voru í Skátafélaginu Eilífsbúum 90 skátar á aldrinum 10-16 ára, bæði stelpur og strákar en stelpur voru í miklum meirihluta. Flokkarnir voru 7 talsins auk dróttskátasveitar. Flokksforingjar voru á þessum tíma 15 talsins, en engir sveitar- eða deildarforingjar voru í félaginu.
Skátafélagið hélt veglegt afmælishóf í apríl 1989, í hófinu var Franch Michelsen gerður að fyrsta heiðursfélaga Eilífsbúa fyrir brautryðjendastarf hans í þágu skátahreyfingarinnar á Sauðárkróki. Hann var einn af stofnendum Skátafélagsins Andvarar og var félagsforingi á árunum 1931-1935 og 1940-43. Franch ritstýrði fyrsta félagsblaðinu, Hegranum og stofnaði og ritstýrði Skátablaðinu. Franch hefur auk þess setið í stjórn Bandalagi íslenskra Skáta og hann var ötull í skátastarfinu á Sauðárkróki, hann kom að stofnun þess og var formaður félagsins á fyrstu árum þess. Fyrsti félagsforingi Skátafélagsins Andvara og sem síðar fékk nafnið Skátafélagið Eilífsbúar var Kristján C. Magnússon, auk hans hafa Franch Michelsen, sr. Helgi Konráðsson, Lúðvig Halldórsson, Sigmundur Pálsson, Sigurður Helgi Guðmundsson, Valur Ingólfsson, Sigurður Jónsson, Gunnar Guðjónsson, Hreinn Hreinsson og Inga H. Andreassen verið félagsforingjar skátastarfssins.

Útgerðarfélagið Hegri h/f

  • S03764
  • Association
  • 1946-1951

Laugardaginn 18. maí 1946 var haldinn stofnfundur félags sem fékk nafnið Útgerðarfélagið Hegri h/f. Frumvarp fyrir félagið lá fyrir til samþykktar og var borin undir atkvæði og var samþykkt svohljóðandi; Félagið heitir Hegri h/f, heimili þess og varnarþing er á Sauðárkróki. Tilgangur félagsins er útgerð eigin- og leiguskipa til fisk- og síldveiða. Stjórn félagsins skipa þrír menn, kosnir á aðalfundi, í fyrsta skipti á stofnfundi.
Fyrsta stjórn félagsins skipaði þeim Eysteini Bjarnasyni, Steindóri Jónssyni og Haraldi Júlíussyni. Félagið starfaði í nokkur ár, á fundi 7. nóvember 1951, mættu 5 hluthafar í félaginu og samþykktu að slíta félaginu og voru kosnir tveir fulltrúar í skilanefnd sem ættu að sjá um félagslitin.