Ólöf Guðmundsdóttir (1841-1916)
- S03202
- Person
- 1841-1916
Ólöf Guðmundsdóttir, 23.11.1841, d. 1916. Foreldrar: Guðmundur Jónsson bóndi í Efri-Skútu í Siglufirði og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim árið 1857. Vann að búi þeirra í Efri-Skútu til 1862. Bjó ásamt manni í sínum í Efri-Skútu 1862-1869, en það ár drukknaði Árni á Siglufirði, ásamt Guðmundi föður Ólafar. Eftir lát hans bjó Ólöf í Efri-Skútu 1869-1872 , er hún giftist Magnúsi. Þau bjuggu áfram í Efri-Skútu 1872-1879. Fóru þá að Brekkukoti í Óslandshlíð og voru til 1881 eða lengur. Voru á Háleggsstöðum 1885-1887 og í Grafargerði 1887 og þar til Magnús lést 1889. Eftir lát hans var Ólöf vinnukona á Torfhóli 1890 og 1901, húskona í Berlín á Hofsósi 1910 en síðast á sveitarframfæri á Krossi.
Maki 1 (g. 1860): Árni Árnason. Hann drukknaði á Siglufirði ásamt tengdaföður síns í miklum hafís. Árni og Ólöf eignuðust 5 börn og létust 2 þeirra í frumbernsku.
Maki 2 (1872): Magnús Gíslason (1851-24.01.1889). Hann drukknaði í Kolkuósi. Þau eignuðust þrjú börn sem öll dóu ung.