Showing 2 results

Authority record
Rennismiður

Ingi Gests Sveinsson (1919-2000)

  • S03587
  • Person
  • 04.11.1919-12.5.2000

Ingi Gests Sveinsson, f. í Reykjavík 04.11.1919, d. 12.05.2000 í Hafnarfirði. Foreldrar: Sveinn Helgason frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi og kona hans Björg Sigríður Þórðardóttir frá Sperlahlíð í Arnarfirði. Ingi ólst upp hjá foreldrum sínum i Reykjavík. Hann vann sem sendill, m.a. hjá O. Johnson og Kaaber. Árið 1941 lauk hann sveinsprófi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Síðan lærði hann vélvirkjun og bifvélarvirkjun. Árið 1945 flutti hann í Neskuapsstað og sáum byggingu slippsins þar. Árið 1948 kom hann á Sauðárkrók og tók við formennsku á Bifreiða- og vélaverkstæði KS. Þar vann hann til 1958, að hann byggði eigið verkstæði, Vélaverkstæði Inga Sveinssonar. Sumrin 1958 og 1959 vann hann á skurðgröfu hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga. Verkstæði rak hann til 1963 en þáfluttist hann til Reykjavíkur. Gerðist hann vélstjóri á olíuflutningaskipinu Hamrafelli og 1964-1966 vann hann við Búrfellsvirkjun. Árið 1967 hóf hannstörf hjá Íslenska álfélaginu þear það hóf göngu sína. Ingi var mikill sundmaður og tók átt í ýmsum keppnum og átti mörg Íslandsmet. Ingi var radíóamatör og á Sauðárkróki byggði hann fyrstur manna loftnetsturn með snúanlegu stefnuvirku loftneti. Hann var eini Íslendingurinn og einn örfárra manna á heimsvísu sem hafði komið á staðfestu radíósambandi í öll lönd veraldar. Hann var heiðursfélagi í íslenska radíóamatörafélaginu. Á Sauðárkróki kenndi Ingi eðlis- og efnafræði við Iðnskólann um tíma og tók virkan þátt í starfi Rótarýklúbbsins.
Maki 1: Guðrún Sigríður Gísladóttir (1941-1988). Þau eignuðust fjögur börn. Þau slitu samvistir 1968.
Maki 2: Lilja Eygló Karlsdóttir (191-2010). Lilja átti fimm börn af fyrra hjónabandi.

Jónas Bjarnason (1926-2003)

  • S01804
  • Person
  • 26. mars 1926 - 19. okt. 2003

Jónas Bjarnason fæddist á Uppsölum í Blönduhlíð í Skagafirði 26. mars 1926. Foreldrar hans voru hjónin á Uppsölum, Sigurlaug Jónasdóttir og Bjarni Halldórsson. ,,Jónas ólst upp á Uppsölum við hefðbundin sveitastörf og stundaði vegavinnu á sumrin. Fór síðan til Akureyrar og nam rennismíði í Vélsmiðjunni Atla, lauk sveinsprófi 1949 og hlaut meistararéttindi 1952. Jónas starfaði við rennismíðar allan sinn starfsferil og um rúmlega hálfrar aldar skeið átti hann og rak Járnsmiðjuna Varma á Akureyri, lengst af í félagi við Ívar Ólafsson. Jónas var frá unga aldri stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og á tímabili virkur í starfi flokksins á Akureyri. Þá var hann lengi félagi í Karlakór Akureyrar. Hin síðari ár var hann ötull félagsmaður Oddfellowreglunnar." Jónas kvæntist 25. desember 1954 Rakel Grímsdóttur sjúkraliða, f. í Örlygshöfn við Patreksfjörð, þau eignuðust þrjú börn.