Showing 6 results

Authority record
Holtsmúli

Ellert Símon Jóhannsson (1890-1977)

  • S03195
  • Person
  • 14.10.1890-19.02.1977

Ellert Símon Jóhannsson, f. í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi 14.10.1890, d. 19.02.1977. Foreldrar: Jóhann Jóhannsson bóndi í Þorsteinsstaðakoti og kona hans Þuríður Símonarsdóttir. Árið 1899 fluttust þau að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi og þar ólst Ellert upp til fullorðinsára, ásamt níu systkinum. Ungur fór hann í Hvítárbakkaskóla.
Maki (giftust árið 1910): Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap á Hóli í Sæmundarhlíð og síðar í Holtsmúla. Þau eignuðust sex börn og ólu upp eina kjördóttur, Hafdísi Ellertsdóttur, f. 1944.
Ellert var einn af stofnfélögum Ungmennafélagsins í Lýtingsstaðahreppi. Tók þátt í ýmsum félagsmálum og átti m.a. sæti í hreppsnefnd í mörg ár. Stóð um árabil í fjárkaupum fyrir Sláturfélag Skagfirðinga. Rak stórgripaslátrun og kjötsólu og á seinni
árum sveitaverslun i dálitlum stíl.

Helga Sigríður Sigurðardóttir (1909-1987)

  • S02849
  • Person
  • 3. júlí 1909 - 26. sept. 1987

Helga Sigríður Sigurðardóttir, f. 03.07.1909 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, húsvörður í barnaskólanum á Sauðárkróki. Helga Sigríður ólst upp á Sauðárkróki til sjö ára aldurs en fór þá í fóstur að Fagranesi á Reykjaströnd til hjónanna Björns og Dýrólínu. Maki: Jón Svavar Ellertsson frá Holtsmúla, bóndi og hagyrðingur. Þau eignuðust níu börn. Húsmóðir í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki.

Ingibjörg Sveinsdóttir (1891-1982)

  • S01202
  • Person
  • 11. júní 1891 - 28. sept. 1982

Frá Hóli í Sæmundarhlíð, dóttir Hallfríðar Sigurðardóttur og Sveins Jónssonar oddvita. Kvæntist Ellerti Jóhannessyni, þau bjuggu í Holtsmúla.

Jón Stefánsson (1836-1906)

  • S03284
  • Person
  • 03.02.1836-26.02.1906

Jón Stefánsson (1836-1901) bóndi á Skinþúfu.
Jón fæddist í Tumabrekku 2. febrúar 1836. Foreldrar: Stefán Jónsson (1809-1866) sem var lengst af bóndi á Garðshorni á Höfðabrekku og fyrstu konu hans, Guðríðar Sveinsdóttur (1795-1843). Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Garðshorni en missti móður sína unga að árum. Jón er bóndi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1865-66, Borgarseli 1866-67, Holtsmúla 1867-76, Völlum 1876-91 og Skinþúfu 1891-1900. Brá búi og flutti til Kanada ásamt nokkru af sínu fólki, þá orðinn ekkjumaður. Er skráður sem bóndi í Gimli, Selkirk, Manitoba árið 1901 og á Fiskilæk í Arborg, Manitoba.
Eiginkona: Kristín Sölvadóttir (1829-1886). Foreldrar hennar voru Sölvi Þorláksson (1797-) bóndi á Þverá í Hrolleifsdal og Halldóra Þórðardóttir. Þau áttu fjögur börn saman sem öll komust á legg.
Jón átti þrjú börn með Ragnheiði Þorfinnsdóttur (1842-1927).
Jón lést í Kanada 26. febrúar 1906.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • S03692
  • Organization
  • 1950 - 1955

Stofnfundur Skógræktarfélas Staðarhrepps var haldin 17.nóvember 1050 en boðað var til fundarins af stjórn Ungmennafélags Æskunnar. Fundinn setti Sigurður Ellertsson. En kosnir í stjórn voru Sigurður Jónsson, Reynistað. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sigurður Ellertsson, Holtsmúla og til var Halldór Hafstað, Vík.
Eins og segir í lögum félagsins er tilgangurinn að stuðla að útbreiðslu og eflingu Skógræktarinnar í Staðarhreppi og þá fyrst og fremst að vinna að því að koma upp tjágróðri við bæi og vísi að nytjaskógi á hverri jörð í Staðarhreppi. Ekki er vitað um framvindu félagsins.

Svavar Ellertsson (1911-1992)

  • S02840
  • Person
  • 11. jan. 1911 - 18. júlí 1992

Foreldrar: Ellert Símon Jóhannsson frá Saurbæ á Neðribyggð og k.h. Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð, þau bjuggu lengst af í Holtsmúla og ólst Jón þar upp. Bóndi og hagyrðingur í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki. Maki: Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn.