Sýnir 11 niðurstöður

Nafnspjöld
Sölvanes

Arnljótur Gunnbjörn Sveinsson (1917-1992)

  • S03625
  • Person
  • 06.10.1917-06.07.1992

Arnljótur Sveinsson, f. 06.10.1917, d. 06.07.1992. Bóndi á Ytri-Mælifellsá.
Arnljótur var fæddur á Syðri-Mælifellsá en bjó á Ytri-Mælifellsá frá 12 ára aldri en var einnig um tíma á Reykjavöllum og í Sölvanesi.

Bjarni Fanndal Finnbogason (1918-1975)

  • S02182
  • Person
  • 27. feb. 1918 - 11. jan. 1975

Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Búfræðikandidat frá Sem í Noregi 1939. Héraðsráðunautur í Dalasýslu 1957-1971. Kvæntist Sigurlaugu Indriðadóttur frá Dvergsstöðum í Eyjafirði.

Erlendur Helgason (1884-1964)

  • S02037
  • Person
  • 08.05.1884-02.02.1964

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Erlendur ólst upp hjá foreldrum sínum til átta ára aldurs, að hann missti móður sína, en eftir það gekk Margrét, síðari kona föður hans, honum í móðurstað. Sjálfstæðan búskap hóf Erlendur á Þorljótsstöðum og bjó samtals um aldarfjórðungsskeið á fjórum jörðum í Lýtingsstaðahreppi til ársins 1936, lengst í Gilhaga. Þá lét hann af búskap og fluttist til dóttur sinnar, Helgu og var til heimilis hjá henni úr því, fyrst í Bjarnastaðahlíð, þá Árnesi, en síðast í Laugarholti, nýbýli sem hún byggði úr Skíðastaðalandi um 1950.
Maki 1: Guðríður Jónsdóttir frá Bakkakoti, þau eignuðust einn son, Guðríður lést árið 1911.
Maki 2: Monika Sæunn Magnúsdóttir frá Gilhaga, þau eignuðust eina dóttur.

Guðmundur Eiríksson (1893-1989)

  • S03220
  • Person
  • 25.02.1893-24.09.1989

Guðmundur Eiríksson, f. í Sölvanesi á Fremribyggð 25.02.1893, d. 24.09.1989 á Sauðárkróki. Foreldrar: Eiríkur Jón Guðmundsson bóndi í Sölvanesi og önnur kona hans, Jórunn Guðnadóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi og bjó þar fyrstu árin eftir að hann kvæntist, eða frá 1915-1919. Í Litladalskoti 1924-1961 og í Breiðargerði 1961-1976. Eftir lát konu sinnar 1970 dvaldi hann á Breiðargerði til ársloka 1975, er hann fór á ellideildina á Sauðárkróki.
Auk bústarfanna starfaði hann við grenjavinnslu og rjúpnaveiðar. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og var oddviti í 8 ár, frá 1938-1946. Var í sóknarnefnd Goðdalasóknar um skeið og sinnti fleiri trúnaðarstörfum. Guðmundur fékkst nokkuð við að skrifa og hafa birst þættir eftir hann í Skagfirðingabók.
Maki: Björg Soffía Jónsdóttir (23.11.1897-01.01.1970). Þau eignuðust tvö börn og ólu auk þess upp að mestu leyti tvö fósturbörn, Ester Gýgju Guðmundsdóttur og Sigurð Kristjánsson.

Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (1866-1931)

  • S02865
  • Person
  • 24. júní 1866 - 22. ágúst 1931

Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir, f. 24.06.1866 í Héraðsdal. Foreldrar: Guðjón Jónsson fyrrum bóndi í Áshildarholti og Sæunn Björnsdóttir, þau voru ekki í sambúð. Gekk í kvennskólann á Laugalandi 1892-1893. Ólst að mestu leiti upp í Sölvanesi hjá þeim Sveini Guðmundssyni og Guðrúnu Jónasdóttur. Maki: Gottskálk Albert Björnsson, f. 1869. Þau eignuðust átta börn. Hólmfríður og Gottskálk bjuggu á hluta jarðarinnar Vindheima 1896-1898, í Litladalskoti 1898-1901 og á Neðstabæ í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu frá 1901 til æviloka.

Hrólfur Þorsteinsson (1886-1966)

  • S02829
  • Person
  • 21. maí 1886 - 14. okt. 1966

Hrólfur Þorsteinsson, f. á Litladalskoti í Tungusveit. Foreldrar: Þorsteinn Lárus Sigurðsson bóndi á Skatastöðum og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir. Hrólfur ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi, Hofi í Vesturdal og Skatastöðum. Maki: Valgerður Kristjánsdóttir, f. 25.05.1888. Þau eignuðust 7 börn og ólu einnig upp fósturdótturina Jóhönnu Kristjánsdóttur. Þau bjuggu á Ábæ 1909-1912, síðan á Skatastöðum í eitt ár, aftur á Ábæ 1913-1929 síðan á Stekkjarflötum. Síðustu árin var hann þar í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar en stundaði þó sauðfjárbúskap til dánardags. Hrólfur var þekktur gangnamaður og í 70 haust fór hann í haustgöngur.

Jón Pétursson (1867-1946)

  • S02820
  • Person
  • 3. júlí 1867 - 7. feb. 1946

Jón Pétursson, f. í Valadal 03.07.1867. Foreldrar: Pétur Pálmason bóndi í Valadal og síðar á Álfgeirsvöllum og kona hans Jórunn Hannesdóttir frá Hömrum. Jón var bóndi í Sölvanesi 1889-1890, á Löngumýri 1890-1891, í Valadal 1891-1897, á Nautabúi 1897-1912, í Eyhildarholti 1912-1923, Neðri Haganesvík og Dæli í Fljótum 1926-1930 en fluttist þá til Akureyrar.
Jón var landskunnur hagyrðingur og einn af þekktustu hestamönnum í Skagafirði á sínum tíma.
Maki: Sólveig Eggertsdóttir (1869-19446). Þau eignuðustu 13 börn.

Lestrarfélag Mælifellsprestakalls ( Neisti )

  • S03735
  • Association
  • 1878 - 1978

Í febrúarmánuði 1878 senda þeir Jón Jónsson á Mælifelli og Árni Eiríkssn á Sölvanesi skriflegt ávarp til nokkurra ungra manna í Lýtingstaðahrepp, þess efnis að fá þá að ganga í lestrarfélag og fékk það 13 áskrifendur. Sömdu þeir síðan frumvarp til laga fyrir félagið. Kvöddu síðan til fundar að Mælifellsá hinn 3. dag maímánaðar og mættu á honum aðeins 9. Til fundastjóra var kosin Árni Eiríksson á Sölvanesi og til skrifara Jón Jónsson Mælifelli, lagafrumvarp var rætt ítarlega og samþykkt í einu hljóði. Það er 31 desember 1878 sem haldin er aukafundur í Lestrarfélaginu "Neista" mættu á fundinn 15 manns.
Skráð fundagerð frá 1978, Item 3, þar segir meðal annars aftast í bók : Lögð hefur verið fram tillaga stjórnar um að afhenda hreppnum bókasafn félagsins. Safnið er nú nær eingöngu fjármagnað af hreppsfé fyrir liggur að ráða bót á húsakynnum safnsins og því þykir stjórn eðlilegt að safnið verði í eign og umsjón Sveitafélagsins. Ef áður nefnd tillaga nær fram að ganga er æskilegt að fundargestir móti sér skoðun á framtíðarhlutverki félagsins, hbort því ljúki með þessu eða hvort finna megi ný verkefni. Uppkast 15.10. 1978. Ekki er vitað meira um framvindu félagsins í þessum gögnum.

Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991)

  • S02180
  • Person
  • 19. ágúst 1897 - 7. feb. 1991

Foreldrar: Eiríkur Guðmundsson b. í Sölvanesi og s.k.h. Jórunn Guðnadóttir. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi. Kvæntist árið 1917 Finnboga Bjarnasyni frá Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Sigrún og Finnbogi eignuðust fimm syni og tóku tvö fósturbörn.

Sólborg Hjálmarsdóttir (1905-1984)

  • S01684
  • Person
  • 9. júní 1905 - 28. mars 1984

Foreldrar: Rósa Björnsdóttir og Hjálmar S. Pétursson á Breið í Tungusveit. Kvæntist Guðmundi Sveinbjörnssyni árið 1937 og það sama ár fluttu þau að Sölvanesi í Neðribyggð þar sem þau bjuggu til ársins 1963. Sólborg stundaði ljósmóðurstörf í Lýtingsstaða- og Akrahreppi samhliða bústörfum. Eftir að Guðmundur og Sólborg brugðu búi fluttu þau að Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi og þaðan fluttu þau til Sauðárskróks, þau eignuðust sjö börn.

Þorsteinn Magnússon (1885-1961)

  • S01191
  • Person
  • 18. júní 1885 - 13. feb. 1961

Sonur Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bóndi í Gilhaga 1911-1912, á Írafelli í Svartárdal 1916-1917, í Ölduhrygg í Svartárdal 1921-1922, í Sölvanesi 1928-1929, í Efra-Lýtingsstaðakoti 1929-1930, í Jaðri á Langholti 1931-1934, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1934-1935, á Grófargili 1935-1937, í Varmahlíð 1937-1938 og á Steinsstöðum 1938-1939 er hann fluttist til Akureyrar þar sem hann bjó í fimm ár og fluttist svo til Reykjavíkur árið 1944 þar sem hann bjó til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við mæðiveikivarnir á Vatnsskarði. Í Reykjavík starfaði Þorsteinn lengst af sem verkamaður hjá rafmagnsveitunum í Elliðaárdal. Þorsteinn var vel hagmæltur og eftir hann er til þónokkuð af lausavísum. Einnig skrifaði hann nokkuð í óbundu máli, m.a. gaf hann út bókina Dalaskáld árið 1955 sem fjallaði um ævi Símonar Dalaskálds en hann var viðloða Gilhaga í mörg ár. Þorsteinn kvæntist Önnu Jósepsdóttur frá Áshildarholti, þau eignuðust þrjú börn saman, eitt þeirra var Indriði Þorsteinsson rithöfundur. Jafnframt áttu þau bæði einn son frá fyrri samböndum.