Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Erlendur ólst upp hjá foreldrum sínum til átta ára aldurs, að hann missti móður sína, en eftir það gekk Margrét, síðari kona föður hans, honum í móðurstað. Sjálfstæðan búskap hóf Erlendur á Þorljótsstöðum og bjó samtals um aldarfjórðungsskeið á fjórum jörðum í Lýtingsstaðahreppi til ársins 1936, lengst í Gilhaga. Þá lét hann af búskap og fluttist til dóttur sinnar, Helgu og var til heimilis hjá henni úr því, fyrst í Bjarnastaðahlíð, þá Árnesi, en síðast í Laugarholti, nýbýli sem hún byggði úr Skíðastaðalandi um 1950.
Maki 1: Guðríður Jónsdóttir frá Bakkakoti, þau eignuðust einn son, Guðríður lést árið 1911.
Maki 2: Monika Sæunn Magnúsdóttir frá Gilhaga, þau eignuðust eina dóttur.