Showing 6 results

Authority record
Hóll á Skaga

Árni Sigurður Kristmundsson (1889-1976)

  • S00614
  • Person
  • 14. nóvember 1889 - 15. október 1976

Árni Sigurður Kristmundsson f. á Höfnum á Skaga 14.11.1889, d. 15.10.1976. Foreldrar: Kristmundur Guðmundsson bóndi á Selá og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til þau létu af búskap árið 1908. Eftir það fór hann í vistir, fyrst hjá sr. Arnóri Árnasyni og Ragnheiði Eggertsdóttur í Hvammi í Laxárdal. Hjá þeim var hann í fimm ár. Næstu árin stundaði hann vinnu á ýmsum stöðum í Skefilstaðahreppi, ýmist vistráðinn eða sem kaupmaður við heyskap á sumrin eða vetrarmaður við hirðingu búfjár á vetrum eins og það var nefnt. Einnig stundaði hann sjóróðra á haustin, en þá var róið frá Selvík og víðar af Skaga. Árið 1920 réðist Árni að Hóli á Skaga sem ráðsmaður til Ingibjargar Sigurðardóttur. Árið 1924 tók Árni við búi en Ingibjörg varð ráðskona hans. Eftir að Árni lét af búskap á Hóli árið 1948 var hann í tvö ár til heimilis á Hrauni hjá Guðrúnu systur sinnum og manni hennar, Steini L. Sveinssyni. Vann hann þá við brúarvinnu o.fl. Síðar hóf hann búskap á ný, í Hvammnkoti á Skaga. Fyrstu búskaparárin á Hóli hélt Árni út báti í Selvík á haustin og var sjálfur formaður.
Erin gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps frá 1946-1962, var í allmörg ár í skattanefnd, varamaður í sýslunefnd í mörg ár og sat a.m.k. tvo aðalfundi Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu. Hann var mörg ár formaður Búnaðarfélags Skefilsstaðahrepps og einnig formaður lestrarfélagsins í hreppnum og bókavörður um alllangt skeið. Þá hafði hann með höndum afgreiðslu á vörum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, en félagið hafði um árabil vöruskýli við Selvík.
Framan af búksaparárum sínum fékkst Árni við vefnað á vetrum og óf vaðmál úr heimaunnum þræði. Mun hann hafa verið síðasti maðurinn í hreppnum sem stundaði þá iðn.
Haustið 1964 brá Árni bvúi og fluttist til Önnu Leósdóttur og Agnars Hermannssonar að Hólavegi 28 á Sauðárkróki. Næstu 2-3 sumur var hann um 2-3 mánaða skeið heima hjá sér í Hvammkoti en hætti því eftir að sjón hans hrakaði. Um 1970 hafði hann alveg tapað sjón. Hann naut umönnunar á heimili Önnu í sjö ár en fór árið 1971 á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki og dvaldist þar til æviloka. Árni var ókvæntur og barnlaus.

Guðbjörg Jónsdóttir (1849-1933)

  • S00759
  • Person
  • 08.09.1849-01.07.1933

Foreldrar: Jón Rögnvaldsson hreppstjóri á Hóli á Skaga og s.k.h. Una Guðbrandsdóttir. Guðbjörg kvæntist Sveini Jónatanssyni frá Kelduvík, þau bjuggu lengst af á Hrauni á Skaga, þau eignuðust fimm börn.

Ingibjörg Sigurðardóttir (1879-1952)

  • S03160
  • Person
  • 16.03.1879-17.05.1952

Ingibjörg Sigurðardóttir, f. á Fossi á Skaga 16.03.1879, d. 17.05.1952.
Foreldrar: Sigurður Gunnarsson bóndi á Fossi og kona hans Sigríður Gísladóttir.
Maki: Sigtryggur Jóhannsson (13.08.1876-24.03.1920). Þau eignuðust fjögur börn.
Þau bjuggu á Hóli á Skaga. Ingibjörg hélt áfram búi þar eftir að Sigtryggur lést og kom þar upp börnum sínum. Árni Kristmundsson frá Selá var hjá henni til 1924 en Ingibjörg talin fyrir búinu. Árin 1924-1948 var Árni talinn fyrir búinu en Ingibjörg skráð ráðskona hans. Þau brugðu búi það ár og fór Ingibjörg þá til Þórunnar dóttur sinnar á Sauðárkróki og síðar til Sigurðar sonar síns í Reykjavík.

Jón Rögnvaldsson (1807-1886)

  • S03463
  • Person
  • 1807-1886

Jón Rögnvaldsson, f. á Kleif á Skaga1807, d. 1886 í Vesturheimi. Foreldrar: Rögnvaldur Jónsson bóndi á Kleif og kona hans Margrét Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og varð snemma hinn gjörvilegasti maður. Hamm hóf búskap á hluta Hvamms í Laxárdal og bjó þar 1837-1838. Á Gauksstöðum 1838-1843 og Hóli 1843-1874. Þá brá hann búi og flutti til Vesturheims. Jón var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1862-1865 en sagði þá starfinu af sér. Hann smíðaði fjölda skipa. Vestra fékkst hann við skriftir um landsnám Íslendinga í Kanada og fleira. Synir Jóns í Vesturheimi tóku upp nafnið Hillmann.
Maki 1. Guðrún Jónsdóttir (1809-1846). Þau eignðust þrjú börn sem upp komust.
Maki 2: Una Guðbrandsdóttir (1814-1872). Þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Sigfríður Jóhannsdóttir (1896-1971)

  • S01856
  • Person
  • 8. ágúst 1896 - 17. mars 1971

Foreldrar: Jóhann Jónatansson b. á Hóli á Skaga o.v. og sambýliskona hans Valgerður Ásmundsdóttir. Sigfríður ólst upp með foreldrum sínum á Sævarlandi, Hóli, Kelduvík og Selnesi. Var í vinnumennsku á Skaga, í Húnavatnssýslum, í Reykjavík, á Akureyri, að Veðramóti í Gönguskörðum og loks á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Jóni Jónssyni. Þau bjuggu á Ingveldarstöðum syðri á Reykjströnd 1916-1921, á Daðastöðum á Reykjavík 1921-1946 og á Steini 1946-1962. Sigfríður og Jón eignuðust fimm börn.