Showing 5 results

Authority record
Miðhús í Óslandshlíð

Jóhann Ólafsson (1891-1972)

  • S02386
  • Person
  • 10. sept. 1891 - 30. sept. 1972

Jóhann fæddist í Grafargerði á Höfðaströnd árið 1891. Foreldrar hans voru Ólafur Kristjánsson bóndi og kona hans Engilráð Kristjánsdóttir. Til tíu ára aldurs ólst Jóhann upp hjá foreldrum sínum, en þá fór hann til föðurbróður síns Jóhanns bónda á Krossi í Óslandshlíð og konu hans Halldóru Þorleifsdóttur. Dvaldi hann hjá þeim til fullorðinsára.
Jóhann naut hefðbundinnar barnaskólafræðslu og haustið 1914 fór hann í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan prófi vorið 1916. Síðar fór hann á námskeið í dýralækningum hjá Sigurði Hlíðar á Akureyri og stundaði töluvert dýralækningar um margra ára skeið. Hann var bóndi í Miðhúsum lengst af (1936-1970). Hann var félagslyndur maður og var kosinn til ýmissa starfa í sveit sinni. Jóhann þótti lipur hagyrðingur og allvíða birtust ljóð eftir hann. Kona Jóhanns var Guðleif Jóhanna Jóhannsdóttir, þau eignuðust tvö börn.

Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir (1886-1972)

  • S01219
  • Person
  • 18. mars 1886 - 6. feb. 1972

Dóttir Rögnvaldar Jónssonar og Steinunnar Helgu Jónsdóttur sem lengst af bjuggu í Miðhúsum í Óslandshlíð. Kvæntist Kristjáni Möller verslunarmanni á Sauðárkróki. Þau fluttust til Siglufjarðar og voru síðast búsett þar.

Ólafur Arngrímsson (1901-1932)

  • S01952
  • Person
  • 08.02.1901-29.09.1932

Ólafur Arngrímsson, f. 08.02.1901, d. 29.09.1932. Foreldrar: Arngrímur Sveinsson b. á Gili í Fljótum og k.h. Ástríður Sigurðardóttir. Var víða í vinnumennsku eftir fermingu, á Krossi í Óslandshlíð, í Miðhúsum og á Miklabæ. Bóndi á Gili í Fljótum 1929-1932. Ólafur var virkur í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps og þótti góður leikari, einnig lék hann á fiðlu. Sambýliskona Ólafs var Þóra Pálsdóttir frá Hvammi í Austur-Fljótum, þau eignuðust einn son.

Rögnvaldur Jónsson (1856-1926)

  • S01220
  • Person
  • 17. sept. 1856 - 2. júlí 1926

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Arnarstöðum í Sléttuhlíð og víðar og k.h. Gunnhildur Hallgrímsdóttir. Bóndi á Þrastarstöðum 1884-1886, á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1886-1889, í Miðhúsum í Óslandshlíð 1889-1914, í húsmennsku 1914-1917, byggði ásamt konu sinni upp nýbýlið Hlíðarenda úr landi Miklabæjar í Óslandshlíð árið 1917 og bjó þar til dauðadags. Kvæntist Steinunni Helgu Jónsdóttur frá Þrastarstöðum, þau eignuðust fimm börn, fjögur þeirra komust á legg. Rögnvaldur var smiður bæði á járn og tré og eftirsóttur við veggjahleðslu og hvers konar byggingarvinnu. Hann var einn af stofnendum bindindisfélagsins ,,Tilreyndin" í Óslandshlíð 1898 er síðar varð Ungmennafélagið Geisli, nú Neisti.

Steinunn Helga Jónsdóttir (1861-1942)

  • S01218
  • Person
  • 20. mars 1861 - 1. mars 1942

Foreldrar: Jón Hallsson b. á Þrastarstöðum og víðar og 2.k.h. Sigurbjörg Indriðadóttir. Kvæntist Rögnvaldi Jónssyni, þau bjuggu fyrstu hjúskaparár sín að Þrastarstöðum og á Geirmundarhóli í Fellshreppi en lengst af á Miðhúsum í Óslandshlíð eða 1889-1914. Brugðu þá búi og voru í þrjú ár í húsmennsku. Árið 1917 reistu þau nýbýlið Hlíðarenda úr landi Miklabæjar í Óslandshlíð, Rögnvaldur lést árið 1926 en Steinunn bjó áfram á Hlíðarenda í nokkur ár þar til hún flutti til Siglufjarðar og var síðast búsett þar. Steinunn og Rögnvaldur eignuðust fimm börn, fjögur þeirra komust á legg.