Showing 8 results

Authority record
Langhús í Fljótum

Jóhann Benediktsson (1889-1964)

  • S03257
  • Person
  • 14.06.1889-09.06.1964

Jóhann Benediktsson f. í Neðra-Haganesi í Fljótum 14.06.1889, d. 09.06.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Benedikt Stefánsson bóndi í Neðra-Haganesi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Jóhann ólst upp með foreldrum sínum til tíu ára aldurs en þá missti hann föður sinn og fór í fóstur til föðurafa síns og ömmu er þá bjuggu að Minni-Brekku og dvaldist þar til 17 ára aldurs. Þá fór hann í vinnumennsku á ýmsum stöðum fram yfir tvítugt og er fyrst skráður með sjálfstæðan búskap árið 1913. Hann var lengst af leiguliði og bjó á mörgum stöðum í Fljótum og stundaði sjó meðfram búskapnum. Var á Berghyl 1913-1915, í Minni-Brekku 1915-1917, í Háakoti í Stíflu 1917-1921, á Stóra-Grindli 1921-1923 í Hólakoti 1923-1925, á Skeiði 1925-1931, í Langhúsum 1931-1935, á Syðsta-Mói 1937-1943, á Krakavöllum 1943-1044, húsmaður í Vatnshorni í Haganesvík 1944-1945 og bóndi á Minna-Grindli 1945-1955 og aftur 1957-1964.
Jóhann hafði á höndum eftirlit með sullaveiki í hundum og annaðist það um árarraðir i allri sýslunni.
Maki 1: Sigríður Jónsdóttir (17.05.1890-14.10.1939) frá Hvammi í Fljótum. Þau eignuðust tólf börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Maki 2: Helga Jónsdóttir (1894-1973). Þau slitu samvistum.
Bústýra Jóhanns og sambýliskona eftir að hann skildi við Helgu var Björg Þorsteinsdóttir (1903-1981). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Björg eina dóttur.

Jónmundur Gunnar Guðmundsson (1908-1997)

  • S003316
  • Person
  • 07.05.1908 - 25.08.1997

Jónmundur Gunnar Guðmundsson fæddist í Langhúsum, Fljótum í Skagafjarðarsýslu 7. Maí 1908.
Foreldrar hans voru hjónin Lovísa Sigríður Grímsdóttir og Guðmundur Árni Ásmundsson, Laugalandi. Jónmundur var sjöundi í röðinni af níu systkinum. Hann kvæntist Valeyju Benediktsdóttur frá Haganesi, Fljótum þann 26. September 1931. Jónmundur og Valey eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Laugalandi í Fljótum til 1954 en þá fluttu þau á Akranes. Á Akranesi starfaði Jónmundur lengst af hjá Sementsverksmiðju ríksins sem birgðavörður.

Karl Grímur Dúason (1900-1970)

  • S03240
  • Person
  • 15.04.1900-12.05.1970

Karl Grímur Dúason, f. 15.04.1900, d. 12.05.1970. Foreldrar: Dúi Grímsson bóndi í Langhúsum í Fljótum og kona hans Eugenía Jónsdóttir Norðmann. Faðir Dúa var barnabarn Gríms græðara á Minni-Reykjum. Karl var yngstur þriggja bræðra. Hann ólst upp að Krakavöllum og var með foreldrum sínum til fjórtán ára aldurs er hann fór í Gagnfræðaskóla Akureyrar og var þar frá 1914-1916 og lauk svo gagnfræðaprófi vorið 1918. Eftir það fór hann til Danmerkur og stundaði þar verslunarnám til 1920. Eftir það fór hann heim til foreldrar sinna á Krakavöllum og vann að búi þeirra uns hann fluttist með þeim til Siglufjarðar. Þar vann hann við Síldarverksmiðjur Ríkisins og auk Þess við endurskoðun bæjarreikninga þar um mörg ár. Á Siglufirði kynntist hann konu sinni, Sigriði Ögmundsdóttur. Þau eignuðust fimm börn. Fyrir átti Sigríður tvær dætur. Frá Siglufirði fluttist Karl með fjölskyldu sína til Ytri-Njarðvíkur árið 1951. Þar vann hann við frystihús mága sinna ásamt smíðum við húsbyggingar bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Karl hafði orðið fyrir heilsubresti þegar á unglingsáum og síðustu árin tók hjartað að bila. Hann lést sjötugur að aldri.

Mjólkurflutningafélag Fljóta og Fellshrepps

  • S03712
  • Organization
  • 1974 - 1985

Þriðjudaginn 30 júní 1974 var stofnfundur Mjólkurflutningafélags Fljóta og Fellshrepps haldin að Sólgörðum. Fundarboðandi var Trausti Sveinsson og nefndi hann til fundarstjóra Hermann Jónsson og fundarritara Sigurbjörn Þorleifsson. Samþykkt var á fundinum gjaldskrá í 5 liðum og fór svo fram stjórnarkjör, fyrir Holtshrepp, Trausti Sveinsson og Hermann Jónsson, fyrir Haganeshrepp Sigurbjörn Þorleifsson og Sigmundur Jónsson, fyrir Fellshrepp Stefán Gestsson. Tilgangur félagsins er að flytja mjólk af félagssvæðinu til Mjólkursamlags Sakagfirðinga, farþega og vörur með bifreið er félagið á og rekur á eigin ábyrgð. Félagssvæðið er Hóltshreppur, Haganeshreppur og Fellshreppur. Allir bændur á félagssvæðinu sem framleiða mjólk skulu ganga í félagið og flytja mjólk sína með því. Enginn getur gengið úr félaginu nema hann hætti mjólkurframleiðslu eða flytji burtu. Fram kom að þjónustu K.S. Sauðárkróki væri ábótavant í sambandi við afgreiðslu á vörum fyrir bændur. Fundurinn ákvað að beina því til stjórnar K.S. að bætt verði afgreiðsla á fóðurvörum og á vörupöntunum sem sendar eru með mjólkurbílstjóra.
Á fundi 11.03.1977 kom fram að breitt fyrirkomulag á mjólkurflutingum hér í héraði tæki gldi 1. maí með tilkomu tankbíla til flutninga og þá um leið allir mjólkurflutningar í umsjá Mjókursamlags Skagfirðinga og væri því ekki þörf fyrir flutningafélagið að reka né eiga bíla. Og 1.maí hætti félagið að flytja mjólk til Sauðarkróks og flutningum til bænda frá Sauðárkrók og tók Kaupfélag Skagfirðinga við þeim, og keypti annan bílinn en hinn bíllinn var seldur Bjarna Haraldssyni. Óráðstafaður afgangur 138.970 kr, var ákveðið að ráðstafa til Kvenfélaga í Fljótum og Sléttuhlíð. Kvenfélagið í Fljótum fær 100.000 kr, en Kvenfélagið í Fellshreppi það sem eftir er. Samþykkt var að slíta félaginu þegar endalegir reikninga þess liggja fyrir. ( Upplýsingar koma frá fundagerðabók félagsins ).

Sæmundur Dúason (1889-1988)

  • S02478
  • Person
  • 10. nóv. 1889 - 4. feb. 1988

Sæmundur fæddist á Langhúsum í Fljótum. Foreldrar hans voru Eugenía Jónsdóttir Norðmann og Dúi Kristján Grímsson. Sæmundur ólst upp við almenn sveitastörf og sjómennsku. Kona hans var Guðrún Valdný Þorláksdóttir og eignuðust þau sex börn og ólu þess auk upp tvö fósturbörn. Sæmundur var fræðimaður að eðlisfari og mikill unnandi íslenskrar tungu. Hann lagði stund á þýsku, frönsku og esparento sér til ánægju. Hann stundaði sjómennsku með búskapnum, en árið 1914 fluttu þau til Reykjavíkur. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Reykjavíkur og tæpum tuttugu árum síðar hóf hann nám við Kennaraskóla Íslands og starfaði við kennslu í Fljótum, Grímsey og á Siglufirði. Sæmundur skrifaði ævisögu sína, Einu sinni var.

Sigurbjörn Jósefsson (1884-1968)

  • S03221
  • Person
  • 05.01.1884

Sigurbjörn Jósefsson, f. að Steinavöllum í Flókadal 05.01.1884, d. 11.05.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jósef Björnsson bóndi á Stóru-Reykjum í Flókadal og kona hans Svanfríður Sigurðardóttir. Sigurbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Steinavöllum og síðan á Stóru-Reykjum. Hann var elstur af systkinunum og mun snemma farið að aðstoða við bústörfin því faðir hans var fatlaður á höndum og fótum. Vann hann að búi foreldranna þar til hann kvæntist 23 ára gamall. Fyrstu árin eftir giftinguna voru þau hjónin í húsmennsku, fyrst á Minni-Reykjum en fóru síðan upp í Skagafjörð, Sigurbjörn sem vinnumaður að Frostastöðum en Friðrika sem vinnukona að Svaðastöðum. Árið 1911 hófu þau búskap í Ökrum, sem var kirkjujörð frá Barði. Þar bjuggu þau í 25 ár en fluttust þá í Langhús og bjuggu þar, þar til Sigurbjörn lést.
Maki: Friðrika Símonardóttir (1877-1979). Þau eignuðust saman saman sjö börn. Eitt þeirr fæddist andvana og eitt lést á öðru ári.
Barnsmóðir: Jóhanna Gottskálksdóttir. Hún kom á heimilið 29 ára gömul, árið 1913 og eignaðist Sigurbjörn einnig börn með henni. Jóhanna var til heimilis hjá honum í mörg ár. Þau eignuðust saman sex börn, en þrjú þeirra létust fljótlega eftir fæðingu.

Sigurbjörn Þorleifsson (1944-2011)

  • S03590
  • Person
  • 02.07.2011-23.09.2011

Sigurbjörn Þorleifsson, f. í Langhúsum í Fljótum 02.07.1944, d. 23.09.2011 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorleifur Þorláksson (1914-2010) og Ríkey Sigurbjörnsdóttir (1922-2008). Sigurbjörn var elstur þriggja systkina. Bjössi ólst upp í Langhúsum hjá foreldrum sínum. Hann og Bryndís hófu búskap með þeim en tóku síðan við búinu. Þau fluttu á Sauðárkrók 2007. Samhliða bústörfum stundaði Sigurbjörn ýmsa vinnu, svo sem í sláturhúsinu á haustin, við snjómokstur á veturna eða til sjós. Hann var alla tíð virkur í félagsstörfum. Síðustu árin helgaði hann sig hestamennskunni sem var hans stærsta áhugamál.
Maki: Bryndís Alfreðsdóttir (f. 1947). Þau eignúst fjögur börn.

Þorsteinn Þorsteinsson (1853-1924)

  • S03030
  • Person
  • 17. júní 1853 - 17. maí 1924

Foreldar: Þorsteinn Þorleifsson bóndi og smiður að Hjallalandi í Vatnsdal og síðar Kjörvogi við Reykjafjörð og kona hans Herdís Jónsdóttir. ,,Þorsteinn ólst upp hjá Katrínu móðursystur sinni og sr. Jóni Norðmann á Barði í Fljótum. Hann sinnti sveitastörfum og sjósókn frá unga aldri. Tvítugur fór hann að Kjörvogi og nam járnsmíði hjá föður sínum einn vetur en fór svo aftur að Barði. Haustið eftir lést sr Jón og fluttust hann og Katrín þá að Langhúsum, þar sem Þorsteinn var ráðsmaður hjá fóstru sinni þar til hann kvæntist. Vorið 1890 reisti hann nýbýli á hálflendu Neðra-Haganess og kallaði Vík. Jarðapartinn keypti hann svo árið 1920. Bjó hann alla sína búskapartíð í Vík en gerði jafnframt út einn eða tvo báta. Einnig kenndi hann piltum sjómannafræði undir próf og hafði með höndum barnakennslu í Haganeshreppi. Hann var formaður skólanefndar Haganeshrepps 1908-1916, í hreppsnefnd Holtshrepps og oddviti þess hrepps 1892-1895 og síðar í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti þar 1901-1907, sýslunefndarmaður Holtshrepps 1895-1898 og síðar sýslunefndarmaður Haganeshrepps 1898-1907 og aftur 1916-1922. Hreppstjóri Haganeshrepps 1916-1924. Bréfhirðingarmaður í Haganesvík 1914-1924 og símstöðvarstjóri þar sama tímabil. Hann var einn af stofnendum góðtemplarastúku í Haganesvík. Mikill áhrifamaður um flest héraðsmál og beitti sér m.a. fyrir byggingu þinghúss í Haganesvík. Maki: Guðlaug Baldvinsdóttir. Þau eignuðust 3 börn."