Showing 6 results

Authority record
Viðvíkurhreppur

Iðnfélag Viðvíkurhrepps

  • S3688
  • Association
  • 1918

Iðnfélag Viðvíkurhrepps var stofnað 10.2.1918. Alls voru stofnfélagar 21, fyrsti formaður félagsins var Margrét Símonardóttir í Brimnesi. Tilgangur félagsins var að efla áhuga fyrir hvers konar íslenskum iðnaði og stuðla að notkun véla er létt geti og aukið verklegar framkvæmdir. Félagið var jafnt fyrir konur sem karla frá 14 ára aldri. Félagið keypti spunavél sem staðfsett var um tíma í Kolkuósi, félagsmenn og aðrir íbúar Viðvíkurhrepps höfðu aðgang að vélinni, gegn vægu gjaldi. Félagið var lagt niður á aðalfundi þann 6.mars 1946. Ákveðið var að hreppurinn eignaðist spunavélina.

Nautgriparæktunarfélag Viðvíkurhrepps (1915-1955)

  • S03762
  • Association
  • 1915-1955

Tilurð Nautgriparætkunarfélags Viðvíkurhrepps má rekja til umræðu um nautgiriparækt á hreppsfundi í Viðvíkurhreppi í október árið 1914 og varð úr að nokkrir bændur lögðu til fé og sömdu um kaup á 2ja ára gömlu nauti sem alþingismaðurinn Jósef Björnsson á Vatnsleysu hafði keypt áður frá óðalsbóndanum Sigurði Péturssyni á Hofsstöðum og var greitt 120.- kr. fyrir nautið. Þann 20. janúar 1915 var boðað til stofnfundar fyrir nefndan félagsskap. Á fundinum var lögð frumvarp til laga fyrir nautgriparæktunarfélagið, eftir nokkar umræður og breytingatillögur voru lögin samþykkt og undirrituð af öllum stofnmeðlimum. Því næst var kosin þriggja manna stjórn og hlutu kosningu eftirtaldir: Jósef Björnsson, Jóhannes Björnsson, Hartmann Ásgrímsson.

Ungmennafélagið Vaka

  • S03631
  • Organization
  • 1930 - 1945

Ungmennafélagið Vaka í Viðvíkursveit. Óvíst um stofndag.

Kemur fram í Gjörðabók ungmennafélagsins Vöku í Viðvíkursveit að mánudaginn 10 mars 1930 var haldin stofnfundur í þinghúsi Viðvíkurhrepps til þess að ræða stofnun Ungmennafélags í Viðvíkurhreppi, fundinn setti Jóhann Björnsson hreppstjóri á Hofstöðum.Rædd voru lög og borin undir atkvæði og samþykkt í heild. Mánudaginn 9. júní 1930 var svo haldin aðalfundur í þinghúsi Viðvíkurhrepps þar sem ákveðið var nafn félagsins. Kosið var um nöfnin Vaka, Sunna og Eining. Uppfært14.11. 2023 LVJ

Viðvíkurhreppur

  • S02673
  • Public party
  • 1100-1998

,,Viðvíkurhreppur er austan Héraðsvatna eystri og liggja suðurmörk hans að Akrahreppi við Kyrfisá. Að vestan liggja saman mörk Rípurhrepps og Viðvíkurhrepps um kvíslar Héraðsvatna eystri, vestan eyjanna Úlfsness og Krókeyjar. Móts við Gljúfurá sameinast kvíslar Austur-Héraðsvatna og ráða þau hreppamörkum til sjávar. Frá Austurósi Héraðsvatna við Lón liggur Viðvíkurhreppur að sjó, allt norður að Kolbeinsárósi. Þaðan ræður Kolka hreppamörkum Viðvíkursveitar og Óslandshlíðar í Hofshreppi, að ármótum Kolbeinsdalsár og Hjaltadalsár. Hreppamörkin liggja á milli Dalsmynnis og Hringvers í Viðvíkurhreppi og Garðakots í Hólahreppi."