Showing 6 results

Authority record
Hraun í Öxnadal

Valgarður Hjörtur Finnbogason (1953-

  • S02178
  • Person
  • 7. ágúst 1927 - 10. júní 1953

Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Foreldrar hans fluttu frá Mið-Grund að Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og þaðan til Akureyrar. Valgarður bjó hjá foreldrum sínum, ókvæntur og barnlaus.

Stefán Yngvi Finnbogason (1931-2019)

  • S02177
  • Person
  • 13. jan. 1931 - 14. júní 2019

Stefán Yngvi Finnbogason fæddist á Mið-Grund í Skagafirði 13. janúar 1931. Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Foreldrar hans fluttu frá Mið-Grund að Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og þaðan til Akureyrar. Stefán varð stúdent frá MA árið 1950 og cand. odont. frá HÍ 1957. Yfirskólatannlæknir í Reykjavík frá 1976. Kvæntist Hólmfríði Árnadóttur frá Rauðuskriðu í Aðaldal.

Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991)

  • S02180
  • Person
  • 19. ágúst 1897 - 7. feb. 1991

Foreldrar: Eiríkur Guðmundsson b. í Sölvanesi og s.k.h. Jórunn Guðnadóttir. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi. Kvæntist árið 1917 Finnboga Bjarnasyni frá Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Sigrún og Finnbogi eignuðust fimm syni og tóku tvö fósturbörn.

Jón Steinmóður Sigurðsson (1877-1932)

  • S03265
  • Person
  • 11.07.1877-14.01.1932

Jón Steinmóður Sigurðsson, f. að Hrauni í Öxnadal 11.07.1877, d. 14.01.1932 í Grundarkoti. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson bóndi í Þverbrekku á Öxnadal og Guðrún Einarsdóttir, þá ekkja á Hrauni. Jón var fermdur frá Bægisá 1892 og fluttist með móður sinni frá Hólum í Öxnadal að Flatatungu. Hann var bóndi á Tyrfingsstöðum 1899-1900, Grundarkoti 1909-1913, Tungukoti 1913-1922 og Grundarkoti 1926-1932.
Maki: Oddný Hjartardóttir (24.09.1888-03.05.1963). Þau eignuðust sjö börn en tvö þeirra dóu ung.

Eiríkur Hreinn Finnbogason (1922-2006)

  • S02181
  • Person
  • 13. mars 1922 - 3. maí 2006

Eiríkur Hreinn Finnbogason fæddist á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 13. mars 1922. Foreldrar hans voru Skúli Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi, þau fluttu frá Merkigili að Sveinsstöðum í Tungusveit árið 1923 og voru þar í tvö ár, bjuggu á Mið-Grund í Blönduhlíð 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og fóru þaðan til Akureyrar. ,,Eiríkur Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand. mag.-prófi 1949. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut (nú Hagaskóla) frá stofnun 1949 til 1962, og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur 1959-60. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík 1962-63 og var fulltrúi í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins 1957-63. 1963 varð hann lektor við háskólana í Gautaborg og Lundi og starfaði þar til 1966 þegar hann tók við starfi borgarbókavarðar og gegndi því starfi til 1975. Eiríkur Hreinn var prófessor í afleysingum við Háskóla Íslands á vormisseri 1968 og síðar stundakennari þar um árabil. Hann kenndi einnig við MR og Verslunarskólann eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins frá 1975 til ársins 1994 þegar hann lét af störfum. Eiríkur Hreinn var upphafsmaður þáttarins Daglegs máls í Ríkisútvarpi 1953 og stjórnaði honum þá og 1955 og 1956. Eftir Eirík Hrein liggja ýmsar ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum auk formála eða eftirmála að flestum útgáfum sem hann annaðist. Hann þýddi verk eftir Graham Greene, Bertil Almgren og Per Olof Sundman. Hann var ritstjóri Félagsbréfa AB 1957-63 (ásamt öðrum) og ritstýrði ásamt öðrum íslensku útgáfunni af Sögu mannkyns, ritröð AB. Hann gaf út Dagbók í Höfn og ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Einnig endurbætti hann og gaf út Íslenska málfræði Björns Guðfinnssonar. Hann annaðist útgáfu á verkum eftir m.a. Guðmund G. Hagalín, Sigurð Breiðfjörð, Tómas Guðmundsson, Matthías Johannessen og Jakob Thorarensen." Eiríkur Hreinn kvæntist 4. júní 1949 Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, þau eignuðust þrjú börn.

Bjarni Fanndal Finnbogason (1918-1975)

  • S02182
  • Person
  • 27. feb. 1918 - 11. jan. 1975

Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Búfræðikandidat frá Sem í Noregi 1939. Héraðsráðunautur í Dalasýslu 1957-1971. Kvæntist Sigurlaugu Indriðadóttur frá Dvergsstöðum í Eyjafirði.