Showing 8 results

Authority record
Ljósmyndari

Anna Jónsdóttir (1892-1987)

 • S03399
 • Person
 • 16.12.1892-04.07.1987

Anna Jónsdóttir, f. í Hafnarfirði 16.12.1892, d. 04.07.1987. Foreldrar: Jón Þórarinsson skólastjóri í Hafnarfirði og síðar fræðslumálastjóri og kona hans Guðrún Jóhanna Laura Pétursdóttir Hafstein.
Anna var í Flensborgarskólanum 1905-1907. Hún lærði ljósmyndum hjá Péturi Brynjólfssyni í Reykjavík 1907-1910. Var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1927-1929.
Mun líklega hafa starfað á ljósmyndastofu Péturs á árunum eftir 1910. Vann á ljósmyndastofu Ólafs Magnússonar 1916-1919 og 1929-1930. Stofnaði og rak ljósmyndastofu með Jóhönnu Pétursdóttur og Sigþrúði Brynjólfsson á Laugavegi 11 1920-1924. Rak ljosmyndastofu í Hafnarfirði 1930-1962.

Anna Margrét Magnúsdóttir (1873-1959)

 • S03408
 • Person
 • 18.11.1873-16.07.1959

Anna Margrét Magnúsdóttir, f. á Möðruvöllum í Eyjafirði 18.11.1873, d. 16.07.1959. Foreldrar: Magnús Ólafsson bóndi og hreppstjóri á Möðruvöllum og kona hans Marselína Kristjánsdóttir. Anna var í Kvennaskólanum á Laugalandi 1889-1892. Hún lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1897. Mun einnig hafa lært matreiðslu þar. Þá lærði hún handavinnu og hattagerð í Kaupmannahöfn um 1901. Rak ljósmyndastofu í Lækjargötu 3 á Akureyri frá 1902 og síðar í Brekkugötu 1b. Rak handavinnuskóla á Akureyri 1911-1922. Fluttist frá Akureyri um 1930 og var eftir það m.a. búsett í Reykjavík, á Siglufirði og Vestmannaeyjum. Anna var ógfit og barnlaus en ól upp Jóhönnu Jóhannsdóttur, söngkonu.

Björn Pálsson (1862-1916)

 • S00006
 • Person
 • 24.03.1862-15.02.1916

Björn Pálsson fæddist á Kjarna, Arnarneshreppi, Eyjafirði árið 1862. Faðir hans var Páll Magnússon (1833-1874) hreppstjóri og söðlasmiður á Kjarna. Móðir hans var Hólmfríður Björnsdóttir (1835-1920), húsfreyja á Kjarna. Björn lærði vélfræði í Vesturheimi 1881-1885. Talið er að hann hafi lært ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1889 og stundað framhaldsnám m.a. í tinplötugerð 1893. Björn vann við ýmis verslunarstörf, kennarastörf og vélar. Rak ljósmyndastofu á Ísafirði 1891-1916. Rak útibú frá ljósmyndastofunni á Akureyri 1900-1901. Hafði jafnan starfsfólk til að sjá um rekstur stofunnar. Eiginkona hans var Kristín Snorradóttir (1868-1945), húsfreyja og eignuðust þau 13 börn.

Gísli Benediktsson (1875-1900)

 • S00624
 • Person
 • 11.12.1875-31.12.1900

Faðir: Benedikt Jóhannsson verslunarmaður í Reykjavík (1850-1876). Móðir: Katrín Gísladóttir húsfreyja á Teigi í Vopnafirði (1849-1918). Gísli ólst upp að mestu hjá afa sínum, Jóhanni Knúti Benediktssyni presti. Gísli stundaði úrsmiðanám hjá Teiti Tómasi Ingimundarsyni úrsmiði í Reykjavík 1891-1893. Lærði ljósmyndun hjá Guðjóni Ágústi Guðmundssyni í Reykjavík 1893-1894. Framhaldsnám í ljósmyndun í Kaupmannahöfn veturinn 1895-1896, líklega hjá N. Nyberg. Ljósmyndari á Vopnafirði 1894-1897. Tók ljósmyndir í Öræfum 1896. Starfaði við úrsmíðar og rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1898-1899. Keypti myndastofu Arnórs Egilssonar á Akureyri í maí 1900 og rak hana til dauðadags.

Jón J. Dahlmann (1873-1949)

 • S00005
 • Person
 • 14.02.1873-08.04.1949

Jón Jónsson Dahlmann var fæddur í Vík í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu árið 1873. Faðir hans var Jón Jónsson (1834-1873), bóndi í Vík, móðir hans var Margrét Þorsteinsdóttir (1841-1911) húsfreyja í Vík. Jón tók upp ættarnafnið Dalmann árið 1901 en síðar var það stafsett "Dahlmann". Jón var gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla (1895) en lærði ljósmyndun hjá Eyjólfi Jónssyni á Seyðisfirði 1895-1897. Jón var ljósmyndari á ljósmyndastofu Björns Pálssonar á Ísafirði 1897-1900. "Rak ljósmyndastofu Björns Pálssonar á Akureyri ... 1900-1901, keypti hana síðan 1902 og rak í eigin nafni til 1910 ... Rak verslun á Akureyri 1907-1912. Keypti ljósmyndastofu Daníels Davíðssonar í Ljósmyndarahúsinu á Sauðárkróki og rak hana frá vori 1910 til hausts 1911. Fékkst við ljósmyndun á Seyðisfirði 1911-1912. Setti á stofn ljósmyndastofu með Ólafi Oddssyni í Þingholtsstræti 3 í Reykjavík 1913 og ráku þeir hana til 1918. Leigði 1918-1922 ljósmyndastofu Carls Ólafssonar á Laugavegi 46 og keypti hana 1922 og rak til 1940." Jón var stofnfélagi Ljósmyndarafélags Íslands 1926 og heiðursfélagi þess 1944. Maki var Ingibjörg Jónsdóttir (1875-1940). Þau áttu 7 börn. Jón dó árið 1949.

Sigurður Guðmundsson (1900-1986)

 • S04457
 • Person
 • 14.08.1900-24.12.1986

Sigurður Guðmundsson, f. í Reykjavík 14.08.1900, d. 24.12.1986 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson klæðskerameistari í Reyjavík (1876-1956) og Svanlaug Benediktsdóttir húsfreyja (1880-1918).
Sigurður lærði ljósmyndun hjá Carli Ólafssyni í Reykjavík 1915-1917. Tók einnig tveggja ára framhaldsnám í Danmörku. Var um skeið ljósmyndari á ljósmyndastofu Jóns Kaldals 1925-1926. Stofnaði ljósmyndastofu í Reykjavík 1927 og rak hana til um 1978.
Maki 1: Ingibjörg Guðbjarnadóttir (1903-1982) húsfreyja. Þau eignuðust eina dóttur. Þau skildu.
Maki 2: Elínborg Ása Guðbjarnadóttir (1908-1984) ljósmyndari og húsfreyja. Þau eignuðust tvær dætur.

Vigfús Lárus Friðriksson (1899-1986)

 • S03384
 • Person
 • 19.10.1899-18.05.1986

Vigfús Lárus Friðriksson, f. í Bjarghúsum í Vesturhópi 19.10.1899, d. 18.05.1986. Foreldrar: Friðrik Magnússó bóndi og trésmiður í Bjarghúsum og Ingibjörg Vigfúsdóttir.
Vigfús tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1915. Hann lærði ljósmyndum hjá Guðmundi R. Trjámannssyni á Akureyri 1923-1925 og tók sveinspróf 1927. Hann var við verslunarstörf og fleira á Akureyri 1915-1923. Stofnaði ljósmyndastofu á Akueyri um 1925 en Vigfús Sigurgeirsson keypti stofuna 1926. Vigfús Lárus rak stofu í félagið við Jón Sigurðsson undir nafninu Jón og Vigffús á áriunum 1926-1952.
Maki: Nýbjörg Jakobsdóttir (1906-1994). Þau eignuðust eina dóttur.