Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjöld
Ljósmóðir Syðri-Brekkur

Pálína Björnsdóttir (1866-1949)

  • S03361
  • Person
  • 09.08.1866-23.12.1949

Pálína Björnsdóttir, f. 09.08.1866, d. 23.12.1949 á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Foreldrar: Björn Pétursson bóndi á Hofstöðum og fyrri kona hans, Margrét Pálsdóttir. Pálína dvaldi í föðurhúsum fram undir tvítugt. Þá fór hún í ljósmæðraskóla á Akureyri. Alla tíð síðan stundaði hún ljóðsmóðurstarf, eða 52 ár. Hún þótti einstaklega dugleg til vinnu og farsæl í ljósmóðurstörfum sínum. Hún og eiginmaður hennar stunduðu búskap í Syðri-Brekkum í Blönduhlíð.
Maki: Jónas Jónsson (1856-1941). Þau eignuðust sex börn.