Showing 3 results

Authority record
Sjómaður Siglufjörður

Franz Jónatansson (1873-1958)

  • S03186
  • Person
  • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Jóhann Oddsson (1864-1949)

  • S03169
  • Person
  • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.

Sigfús Agnar Sveinsson (1931-2001)

  • S03595
  • Person
  • 20.01.1931-15.02.2001

Sigfús Agnar Sveinsson, f. í Reykjavík 20.01.1931, d. 15.02.2001. Foreldrar: Ingibjörg Margrét Sigfúsdóttir og Sveinn Jónsson. Á fjórða ári fluttist Sigfús Agnar norður í Gröf á Höfðaströnd með móður sinni og bróður. Fjórtán árum síðar fluttist hann til Siglufjarðar er móðir hans giftist Árna Jóhannssyni. Unglingsárin var Sigfús í Gröf við almenna sveitavinnu. Hann fór í Bændaskólann á Hólum 1946-47. Sjómnnska var hans aðalstarf og tók hann skipsstjórnarpróf 1956. Átti hann eigin báta og var einnig skipstjóri hjá Fiskiðju Sauðárkróks. Sigfús bjó lengst af á Hólavegi 34 á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Helana Magnúsdóttir (f. 1930). Þau einguðust fimm börn.