Showing 5 results

Authority record
Sjómaður Sauðárkrókur

Bjarni Jónsson (1863-1934)

  • S01696
  • Person
  • 11.08.1863-17.10.1934

Bjarni Jónsson, f. á Kimbastöðum í Borgarsveit, 11.08.1863 , d. 17.10.1934 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Bjarnason, síðast bóndi í Hólkoti á Reykjaströnd og kona hans Helga Sölvadóttir frá Steini á Reykjaströnd.
Bjarni ólst upp í foreldrahúsum til 18 ára aldurs. Þá gerðist hann vinnumaður hjá Þorleifi Jónssyni á Reykjum á Reykjaströnd. Ári síðar fluttist hann til Sauðárkróks og bjó þar til dánardags. Gerði hann út báta til fiskjar og fuglaveiða á Drangeyjarfjöru og var um áratugi sigmaður í Drangey, einkum á Lambhöfða. Var hann "eyjarkongur" til margra ára, nokkurs konar umsjónarmaður eyjarinnar, kosinn af sýslunefnd. Bjarni var mikill söngmaður og var um langt skeið í kirkjukór Sauðákrókskirkju. Tók einnig þátt í leikstarfsemi og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu verki.
Maki: Guðrún Ósk Guðmundsdóttir. Þau eignuðust ekki börn en fósturbörn þeirra voru:
Guðrún Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Jónassonar húsmanns á Sauðárkróki og Sigurlaugar Jónsdóttur. Guðrún fluttist til Noregs og lést þar.
Óskar Bjarni Stefánsson, sonur Stefáns Jónssonar verkamanns á Sauðárkróki sem síðar fluttist til Vesturheims og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

  • S03241
  • Person
  • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Jóhann Oddsson (1864-1949)

  • S03169
  • Person
  • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.

Runólfur Kristinn Lárusson (1934-2011)

  • S03581
  • Person
  • 05.05.1934-02.08.2011

Runólfur Lárusson, f. 05.05.1934, d. 02.08.2011. Foreldrar: Lárus Runólfsson (1903-1981) sjómaður og hafnarvörður á Sauðárkróki og Ellen Guðlaugsdóttir (1905-1961).
Runólfur fékk heilablóðfall um tuttugu árum áður en hann lést og dvaldi eftir það á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og var bundinn við hjólastól.

Sveinn Ingimundarson (1865-1956)

  • S03111
  • Person
  • 24. sept. 1865 - 4. maí 1956

Sveinn Ingimundarson, f. á Gunnsteinsstöðum í Langadal24.09.1865, d. 04.05.1956. Foreldrar: Ingimundur Sveinsson b. og smáskammtalæknir á Tungubakka í Laxárdal fremri og Júlíana Ingibjörg Ólafsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum en fór ungur í vinnumennsku á ýmsa bæi í Húnaþingi. Flutti til Sauðárkróks um 1920 og bjó þar til lokadags. Fyrstu árin stundaði hann sjómennsku en varð að hætta störfum vegna blindu og um sextugt var hann orðinn öryrki af þeim sökum. Sveinn var ókvæntur og barnlaus.