Sýnir 2 niðurstöður

Nafnspjöld
Bóndi Hóll á Skaga

Jón Rögnvaldsson (1807-1886)

  • S03463
  • Person
  • 1807-1886

Jón Rögnvaldsson, f. á Kleif á Skaga1807, d. 1886 í Vesturheimi. Foreldrar: Rögnvaldur Jónsson bóndi á Kleif og kona hans Margrét Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og varð snemma hinn gjörvilegasti maður. Hamm hóf búskap á hluta Hvamms í Laxárdal og bjó þar 1837-1838. Á Gauksstöðum 1838-1843 og Hóli 1843-1874. Þá brá hann búi og flutti til Vesturheims. Jón var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1862-1865 en sagði þá starfinu af sér. Hann smíðaði fjölda skipa. Vestra fékkst hann við skriftir um landsnám Íslendinga í Kanada og fleira. Synir Jóns í Vesturheimi tóku upp nafnið Hillmann.
Maki 1. Guðrún Jónsdóttir (1809-1846). Þau eignðust þrjú börn sem upp komust.
Maki 2: Una Guðbrandsdóttir (1814-1872). Þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Ingibjörg Sigurðardóttir (1879-1952)

  • S03160
  • Person
  • 16.03.1879-17.05.1952

Ingibjörg Sigurðardóttir, f. á Fossi á Skaga 16.03.1879, d. 17.05.1952.
Foreldrar: Sigurður Gunnarsson bóndi á Fossi og kona hans Sigríður Gísladóttir.
Maki: Sigtryggur Jóhannsson (13.08.1876-24.03.1920). Þau eignuðust fjögur börn.
Þau bjuggu á Hóli á Skaga. Ingibjörg hélt áfram búi þar eftir að Sigtryggur lést og kom þar upp börnum sínum. Árni Kristmundsson frá Selá var hjá henni til 1924 en Ingibjörg talin fyrir búinu. Árin 1924-1948 var Árni talinn fyrir búinu en Ingibjörg skráð ráðskona hans. Þau brugðu búi það ár og fór Ingibjörg þá til Þórunnar dóttur sinnar á Sauðárkróki og síðar til Sigurðar sonar síns í Reykjavík.