Showing 2 results

Authority record
Bóndi Nautabú í Hjaltadal

Halldór Þorleifsson (1871-1937)

  • S03204
  • Person
  • 18.09.1871-14.04.1937

Halldór Þorleifsson, f. að Krossi í Óslandshlíð 18.09.1871, d. 14.04.1937 að Miklabæ í Óslandshlíð. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi á Miklabæ og kona hans Elísabet Magnúsdóttir. Hann ólst upp með foreldrum sínum og bjó með þeim, en gerðist sjálfstæður bóndi eftir að hann kvæntist. Bóndi að Nautabúi í Hjaltadal 1904-1905 og Miklabæ 1905-1937.
Maki (gift 1903): Ingibjörg Jónsdóttir, (10.01.1874-16.03.1942). Þau eignuðust 4 börn og 2 þeirra dóu ung.

Stefán Sigurgeirsson (1864-1954)

  • S03226
  • Person
  • 26.07.1864-13.01.1954

Stefán Sigurgeirsson, f. að Grjótgarði á Þelamörk 26.07.1864, d. 13.01.1954 á Siglufirði. Foreldrar: Sigurgeir Ólafsson bóndi á Efri-Vindheimum á Þelamörk og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir frá Engimýri í Öxnadal.
Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum og dvaldist síðan á ýmsum stöðum þar nyrðra til 28 ára aldurs. Fór í Hólaskóla 1892 og lauk þar búfræðiprófið 1894. Starfsmaður á Hólum næstu ár. Hóf búskap á Nautabúi 1897 og bjó þar til 1902. Bóndi á Hrappsstöðum (Hlíð) 1902 til 1903. Fluttist að Hvammi 1903 og bjó þar óslitið til 1935. Keypti jörðina 1912. Eftir að hann hætti búskap dvaldist hann að mestu hjá börnu sínum, lengst hjá dóttur sinni á Reyðará á Siglunesi.
Maki: Soffía Jónsdóttir (28.10.1874-29.12.1966) frá Vestara-Hóli í Flókadal. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Soffía eina dóttur með Júlíusi Kristjánssyni.