Sýnir 2 niðurstöður

Nafnspjöld
Bóndi Marbæli

Hjörtur Benediktsson (1883-1982)

  • S02540
  • Person
  • 23. sept. 1883 - 6. ágúst 1982

Hjörtur var fæddur á Skinþúfu í Vallhólma, þar ólst hann upp og síðar á Syðra-Skörðugili. Foreldrar hans voru Ingibjörg Einarsdóttir og Benedikt Kristjánsson. Hann kvæntist Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Marbæli á Langholti, en hún lést eftir barnsburð árið 1912. Þá bjuggu þau á Hryggjum í Gönguskörðum og var Hjörtur síðasti bóndi sem þar bjó. Hjörtur flutti með dóttur sína, Guðbjörgu, sem var á fyrsta ári, að Glaumbæ á Langholti. Hún lést á unglingsaldri úr lömunarveiki. Árið 1917 flutti Hjörtur að Marbæli og bjó þar síðan. Hjörtur var bókhneigður maður og átti nokkurt bókasafn. Hann skrifaði ýmsa þætti í blöð og tímarit. Einnig var hann bókbindari. Hann var lengi forðagæslumaður, stefnuvottur og hirti fé fyrir Seylhreppinga í 40 ár. Hjörtur var safnvörður í Glaumbæ 1954 - 1964.

Gísli Konráðsson (1865-1932)

  • S03042
  • Person
  • 3. ágúst 1865 - 1. feb. 1933

Fæddur á Marbæli á Langholti. Foreldrar: Konráð Jóhannesson (1837-1905) bóndi á Ytra-Skörðugili og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir (1810-1878). Gísli ólst upp með foreldrum sínum og flutti með þeim að Skarðsá og reisti þar bú með móður sinni og Konráð bróður sínum. Hann var bóndi þar 1890-1904, á Egg í Hegranesi 1904-1911, Bessastöðum 1911-1932. Bessastaði keypti hann af föðurbróður konu sinnar og bjó þar til æviloka. Mikið tjón varð á bænum er íbúðarhúsið brann til kaldra kola árið 1922. Gísli sat í hreppsnefnd Staðarhrepps og var oddviti frá 1901-1904. Maki: Sigríður Sveinsdóttir (1883-1919) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust níu börn og komust sjö þeirra upp. Launsonur Gísla var Sigurður Jóhann (f. 1893), verslunarmaður og kennari á Akureyri. Móðir hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir (1867-1952). Hún giftist síðar Halldóri Halldórssyni í Brekkukoti í Óslandshlíð.