Showing 1 results

Authority record
Bóndi Stóru-Reykir í Flókadal

Sigurbjörn Jósefsson (1884-1968)

  • S03221
  • Person
  • 05.01.1884

Sigurbjörn Jósefsson, f. að Steinavöllum í Flókadal 05.01.1884, d. 11.05.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jósef Björnsson bóndi á Stóru-Reykjum í Flókadal og kona hans Svanfríður Sigurðardóttir. Sigurbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Steinavöllum og síðan á Stóru-Reykjum. Hann var elstur af systkinunum og mun snemma farið að aðstoða við bústörfin því faðir hans var fatlaður á höndum og fótum. Vann hann að búi foreldranna þar til hann kvæntist 23 ára gamall. Fyrstu árin eftir giftinguna voru þau hjónin í húsmennsku, fyrst á Minni-Reykjum en fóru síðan upp í Skagafjörð, Sigurbjörn sem vinnumaður að Frostastöðum en Friðrika sem vinnukona að Svaðastöðum. Árið 1911 hófu þau búskap í Ökrum, sem var kirkjujörð frá Barði. Þar bjuggu þau í 25 ár en fluttust þá í Langhús og bjuggu þar, þar til Sigurbjörn lést.
Maki: Friðrika Símonardóttir (1877-1979). Þau eignuðust saman saman sjö börn. Eitt þeirr fæddist andvana og eitt lést á öðru ári.
Barnsmóðir: Jóhanna Gottskálksdóttir. Hún kom á heimilið 29 ára gömul, árið 1913 og eignaðist Sigurbjörn einnig börn með henni. Jóhanna var til heimilis hjá honum í mörg ár. Þau eignuðust saman sex börn, en þrjú þeirra létust fljótlega eftir fæðingu.