Sýnir 2 niðurstöður

Nafnspjöld
Bóndi Bjarnargil í Fljótum

Ásgrímur Halldórsson (1886-1960)

  • S03240
  • 27.11.1886-21.12.1960

Ásgrímur Halldórsson, f. 27.11.1886 í Tungu í Stíflu í Fljótum, d. 21.12.1960 á Sauðárkróki. Foreldrar: Halldór Jónsson bóndi á Bjarnargili í Fljótum og kona hans Þóranna Guðrún Gunnlaugsdóttir. Ásgrímur fluttist þriggja´ára gamall með foreldrum sínum að Bjarnargili og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Þá fór hann með Ásgrími móðurbróður sínum að Hvammi í Hjaltadal og var þar fram yfir fermingu. Fór hann þá aftur út í Fljót til foreldrar sinna. Stundaði hann þar vinnu til lands og sjávar, m.a. á hákarlaskipum. Árið 1913 keypti hann jörðina Keldur í Sléttuhlíð og hóf þar búskap og hóf þar búskap sama ár, fyrst með foreldrum sínum en árið eftir kvæntist hann Ólöfu konu sinni. Þau bjuggu á Mýrum 1915-1918, Ysta-Hóli 1918-1925, Móskógum í Fljótum 1925-1929 og Tjörnum 1929-1955.
Fljótlega eftir að Ásgrímur kom að Tjörnum gerðist hann verkstjóri hjá Vegagerð Ríkisins og vann við það í rúman áratug.
Maki: Ólöf Konráðsdóttir (16.03.1890-16.03.1956). Þau eignuðust sjö börn og dú tvö þeirra í bernsku. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn, Guðna Kristján Hans Friðriksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Sveinn Vilhjálmur Pálsson (1903-1992)

  • S03364
  • Person
  • 15.08.903-28.07.1992

Sveinn Vilhjálmur Pálsson, f. á Gili í Fljótum 15.08.1903, d. 28.07.1992. Foreldrar: Páll Arngrímsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Ingveldur Hallgrímsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af í Hólakoti en síðar í Hvammi. Þegar hann fékk aldur til fór hann til sjós og réri bæði fyrir fisk og hákarl úr Hraunakróki. Átti hann heimili í Hvammi þar til hann stofnaði heimili að Illugastöðum með sambýliskonu sinni. Hann var bóndi á Illugastöðum 1936-1939, á Sléttu 1940-1942 og aftur 1943-1971. Árið 1942-1943 voru þau Kristín í húsmennsku á Bjarnargili. Þá brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Hraunbænum en síðar á Bræðraborgarstíg. Síðustu árin voru þau á Dvalarheimili á Dalbraut í Kópavogi.