Showing 1 results

Authority record
Konungur Danmörk

Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm (1870-1947)

  • S01888
  • Person
  • 26.09.1870-20.04.1947

Kristján 10. (Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm af Glücksborg) var sonur Friðriks 8. og Lovísu drottningar. Hann var konungur Danmerkur frá 1912 til 1947. Eftir að Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918 var hann einnig konungur konungsríkisins Íslands. Eftir stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 var hann einungis konungur Danmerkur. Hann var bróðir Karls Danaprins, sem varð Hákon 7. Noregskonungur 1905. Kristján var hávaxinn og þótti mynduglegur, alvörugefinn og skyldurækinn. Hann lauk stúdentsprófi 1889 og var fyrstur Danakonunga til að hafa slíkt próf. Því næst þjónaði hann í hernum, í ýmsum herdeildum. Hann varð krónprins 1906 þegar faðir hans, Friðrik 8., varð konungur, og var sjálfur krýndur konungur að föður sínum látnum, árið 1912.