Showing 1 results

Authority record
Verkamaður Þverá í Hrolleifsdal

Jón Jónsson (1883-1946)

  • S03149
  • Person
  • 11.09.1883-20.02.1946

Jón Jónsson, f. á Þverá í Blönduhlíð 11.09.1883, d. 20.02.1946 á Sauðárkróki. (Samkvæmt kirkjubókum var Jón fæddur 18.09.1883). Foreldrar: Jón Stefánsson bóndi á Hamri í Hegranesi og kona hans Guðrún Pétursdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Þverá í Blönduhlíð til tíu ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Hamri í Hegranesi. Árið 1912 kom Tryggvina Sigríður Sigurðardóttir að Hamri sem lausakona. Árið eftir fóru þau Jón og Tryggvina, sem ráðskona hans, að Ketu í Hegranesi og voru þar húsfólk til vorsins 1915. Þá fluttu þau að Þverá í Hrollleifsdal og hófu þar búskap. Þau brugðu búi vorið 1920 og fóru þá að Hamri í Hegranesi og voru þar eitt ár í húsmennsku en fluttust til Sauðárkróks vorið 1921. Þar stundaði Jón verkamannavinnu. Árið 1930 bjó fjölskyldan í húsinu Sæströnd en mörg seinustu árin í svokölluðu Þverhúsi.
Maki 1: Tryggvina Sigríður Sigurðardóttir, f. 22.02.1886, d. 21.11.1967. Fædd á Syðri-Sælu í Skíðadal sem var húsmannsbýli úr Sælulandi. Foreldrar: Sigurður Björnsson frá Atlastöðum í Svarfaðardal og Kristín Anna Jónsdóttir frá Sælu í Skíðadal. (Kristín Anna var ranglega skráð Jónsdóttir, var Sigurðardóttir). Þau eignuðust sjö börn.
Jón eignaðist dóttur með Rannveigu Elínu Eggertsdóttur (06.05.1874-25.08.1930) sem þá var vinnukona í Lónkoti í Sléttuhlíð. Hét hún Eggertína Svanhvít (06.06.1919-29.03.2007). Hún ólst upp hjá Stefáni föðurbróður sínum, fyrst að Hamri en síðan að Gauksstöðum á Skaga.