Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjöld
Verkamaður Keflavík

Sigurður Nataníel Brynjólfsson

  • S03578
  • Person
  • 20.02.1912-15.06.1993

Sigurður N. Brynjólfsson f. á Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum 20.02.1912, d. 15.06.1993.
Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir og Brynjólfur Jónsson. Tveggja ára fór Sigurður í fóstur til Guðlaugs Sigurðssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur á Lækjahvammi í sömu sveit. Þar ólst hann upp ásamt Ágústi syni þeirra. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og lauk skyldunámi, auk þess að vera einn vetur í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal.
Sigurður stundaði sjómennsku og daglaunavinnu í Reykjavík og síðan lögreglustörf á Sauðárkróki. Einnig var hann lögregluþjónní Keflavík. Eftir að hann lét af störfum í lögreglunni stundaði hann oftast almenna verkamannavinnu. Síðustu árin var hann húsvörður við íþróttahús barnaskólans í Keflavík. Hann var einn af stofnendum Alþýðubandalags Keflavíkur og formaður þess um tíma. Einnig var hann virkuur félagi í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og var um árabil í stjórn Kaupfélags Suðurnesja. Þá tók hann virkan þátt í íþrótta- og ungmennafélagsstarfi og var formaður Héraðssambands Skagafjarðar meðan hann var á Sauðárkróki. Sigurður var mikil íþróttamður, einkum glímumaður. Hann stundaði glímkennslu víða.
Maki: Pálína Ragnhildur Rögnvaldsdóttir (1918-1992). Þau eignuðust sjö börn, eitt þeirra dó samdægurs.