Showing 7 results

Authority record
Verkamaður

Árni Hólmsteinn Árnason (1923-2001)

  • S03617
  • Person
  • 18.09.1923-30.03.2001

Árni Hólmsteinn Árnason, f. á Kálfsstöðum í Hjaltadal 18.09.1923, d. 30.03.2001 á Sauðárkróki. Foreldrar: Árni Sveinsson bóndi á Kálfsstöðum og kona hans, Sigurveig Friðriksdóttir húsmóðir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Kálfsstöðum og vann að búi þeirra. Á veturnar skiptust hann og Friðrik bróðir hans á að fara á vetríði og vinna á Vellinum, eins og það var kallað. Árið 1964 fluttist Árni ásamt fjölskyldunni á Sauðárkrók og bjó þar á Ægisstíg 6 til æviloka. Árið eftir lést Árni, faðir hans. Á Sauðárkróki vann hann í blikksmiðju Jónasar Guðlaugssonar. Einnig vann hann eitt ár hjá versluninni Hegra, síðan 2 ár hjá Braga Sigurðssyni vélsmið og loks eitt ár hjá Trésmiðjunni Hlyn. Árið 1972 hóf hann störf hjá Sútunarverksmiðjunni Loðskinni og vann þar til 1990, er hann fór á eftirlaun. Árni var ókvæntur og barnlaus.

Friðrík Guðlaugur Márusson (1910-1997)

  • S03376
  • Person
  • 08.08.1910-02.01.1997

Friðrik Guðlaugur Márusson, f. að Minni-Reykjum í Fljótum 08.08.1910, d. 02.01.1997. Foreldrar: Márus Símonarson (1879-1968) og Sigurbjörg Jónasdóttir (1888-1958).
Verkamaður á Fyrirbarði, Barðssókn, Skag. 1930. Íþróttakennari og verkstjóri á Siglufirði.
Maki: Halldóra Hermannsdóttir frá Ysta-Mói. Þau eignuðust þrjú börn.

Jón Jakobsson Bergdal (1893-1953

  • S03441
  • Person
  • 29.12.1893-13.08.1953

Kom 1894 frá Eyvindarstöðum að Kaupangi í Kaupangssókn. Vinnumaður í Fjósakoti, Saurbæjarhreppi, Eyj. 1920. Húsmaður á Sandhólum í Saurbæjarhreppi 1923. Bókbindari á Akureyri. Verkamaður á Akureyri 1930.

Jón Jónsson (1883-1946)

  • S03149
  • Person
  • 11.09.1883-20.02.1946

Jón Jónsson, f. á Þverá í Blönduhlíð 11.09.1883, d. 20.02.1946 á Sauðárkróki. (Samkvæmt kirkjubókum var Jón fæddur 18.09.1883). Foreldrar: Jón Stefánsson bóndi á Hamri í Hegranesi og kona hans Guðrún Pétursdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Þverá í Blönduhlíð til tíu ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Hamri í Hegranesi. Árið 1912 kom Tryggvina Sigríður Sigurðardóttir að Hamri sem lausakona. Árið eftir fóru þau Jón og Tryggvina, sem ráðskona hans, að Ketu í Hegranesi og voru þar húsfólk til vorsins 1915. Þá fluttu þau að Þverá í Hrollleifsdal og hófu þar búskap. Þau brugðu búi vorið 1920 og fóru þá að Hamri í Hegranesi og voru þar eitt ár í húsmennsku en fluttust til Sauðárkróks vorið 1921. Þar stundaði Jón verkamannavinnu. Árið 1930 bjó fjölskyldan í húsinu Sæströnd en mörg seinustu árin í svokölluðu Þverhúsi.
Maki 1: Tryggvina Sigríður Sigurðardóttir, f. 22.02.1886, d. 21.11.1967. Fædd á Syðri-Sælu í Skíðadal sem var húsmannsbýli úr Sælulandi. Foreldrar: Sigurður Björnsson frá Atlastöðum í Svarfaðardal og Kristín Anna Jónsdóttir frá Sælu í Skíðadal. (Kristín Anna var ranglega skráð Jónsdóttir, var Sigurðardóttir). Þau eignuðust sjö börn.
Jón eignaðist dóttur með Rannveigu Elínu Eggertsdóttur (06.05.1874-25.08.1930) sem þá var vinnukona í Lónkoti í Sléttuhlíð. Hét hún Eggertína Svanhvít (06.06.1919-29.03.2007). Hún ólst upp hjá Stefáni föðurbróður sínum, fyrst að Hamri en síðan að Gauksstöðum á Skaga.

Sigurbjörn Bogason (1906-1983)

  • S03260
  • Person
  • 03.09.1906-08.11.1983

Sigurbjörn Bogason, f. á Minni-Þverá í Fljótum 03.09.1906, d. 08.11.1983 á Akureyri. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson bóndi á Minni-Þverá og kona hans Kristrún Hallgrímsdóttir. Sigurbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum á ýmsum stöðum í Fljótum. Eftir fermingu dvaldist hann áfram hjá þeim og vann að búi þeirra þar til hann kvæntist. Hann sótti einnig tilfallandi vinnu, einkum vegavinnu. Var bóndi á Gili í Fljótum 1935-1936, í Nefstaðakoti í Stíflu 1936-1938, á Skeiði 1938-1950. Eins og margir Fljótamenn sótti hann vinnu við byggingu Skeiðsfossvirkjunar. Þegar Sigurbjörn brá búi fluttist hann til Siglufjarðar og keypti húsið Nefstaði að Lindargötu 17. Þá hóf hann sumarvinnu á söltunarstöð Kaupfélags Siglufjarðar en á veturna í Tunnuverksmiðju ríkisins. Þegar verksmiðjan brann árið 1964 var mannskapurinn sendur til vinnu í tunnuverksmiðju á Akureyri og var Sigurbjörn þeirra á meðal. Einnig vann hann í saltfiskverkun Ísafoldar og Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði en síðustu starfsárin vann hann í Áhaldahúsi Siglufjarðarkaupstaðar. Sigurbjörn var mikill söngmaður og lék einnig á harmónikku og var oft fenginn til að leika fyrir dansi.
Maki: Jóhanna Ragnheiður Antonsdóttir (09.12.1913-01.11.2004). Þau eignuðust sex börn. Auk þess ólu þau upp og ættleiddu systurdóttur Jóhönnu, Guðrúnu Steinunni.

Sigurður Nataníel Brynjólfsson

  • S03578
  • Person
  • 20.02.1912-15.06.1993

Sigurður N. Brynjólfsson f. á Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum 20.02.1912, d. 15.06.1993.
Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir og Brynjólfur Jónsson. Tveggja ára fór Sigurður í fóstur til Guðlaugs Sigurðssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur á Lækjahvammi í sömu sveit. Þar ólst hann upp ásamt Ágústi syni þeirra. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og lauk skyldunámi, auk þess að vera einn vetur í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal.
Sigurður stundaði sjómennsku og daglaunavinnu í Reykjavík og síðan lögreglustörf á Sauðárkróki. Einnig var hann lögregluþjónní Keflavík. Eftir að hann lét af störfum í lögreglunni stundaði hann oftast almenna verkamannavinnu. Síðustu árin var hann húsvörður við íþróttahús barnaskólans í Keflavík. Hann var einn af stofnendum Alþýðubandalags Keflavíkur og formaður þess um tíma. Einnig var hann virkuur félagi í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og var um árabil í stjórn Kaupfélags Suðurnesja. Þá tók hann virkan þátt í íþrótta- og ungmennafélagsstarfi og var formaður Héraðssambands Skagafjarðar meðan hann var á Sauðárkróki. Sigurður var mikil íþróttamður, einkum glímumaður. Hann stundaði glímkennslu víða.
Maki: Pálína Ragnhildur Rögnvaldsdóttir (1918-1992). Þau eignuðust sjö börn, eitt þeirra dó samdægurs.

Vilhjálmur Árnason (1898-1974)

  • S03338
  • Person
  • 30.10.1898-09.09.1974

Vilhjálmur Árnason, f. í Víkum á Skaga 30.10.1898, d. 09.09.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Árni Antoníus Guðmundsson bóndi og smiður í Víkum og kona hans Anna Lilja Tómasdóttir. Vilhjálmur ólst upp í Víkum, þar sem forfeður hans höfðu búið margar kynslóðir. Hann ólst upp við landbúnaðarstörf og útgerð þar. Hann var bóndi í Víkum 1926-1934 fyrst á hálfri jörðinni og síðan allri. Bjó á Hvalnesi 1934-1956 og síðan á Sauðárkróki til æviloka. Þar stundaði hann ýmsa verkamannavinnu, m.a. í fiskvinnslu og á sláturhúsi.
Maki: Ásta Jónína Kristmundsdóttir (1902-1980).Þau eignuðust þrjú börn. Einnug ólu þau upp tvö fósturbörn, Karl Thomsen Hólm og Önnu Lilju Leósdóttur.