Showing 5 results

Authority record
Verkstjóri

Ásgrímur Halldórsson (1886-1960)

  • S03240
  • 27.11.1886-21.12.1960

Ásgrímur Halldórsson, f. 27.11.1886 í Tungu í Stíflu í Fljótum, d. 21.12.1960 á Sauðárkróki. Foreldrar: Halldór Jónsson bóndi á Bjarnargili í Fljótum og kona hans Þóranna Guðrún Gunnlaugsdóttir. Ásgrímur fluttist þriggja´ára gamall með foreldrum sínum að Bjarnargili og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Þá fór hann með Ásgrími móðurbróður sínum að Hvammi í Hjaltadal og var þar fram yfir fermingu. Fór hann þá aftur út í Fljót til foreldrar sinna. Stundaði hann þar vinnu til lands og sjávar, m.a. á hákarlaskipum. Árið 1913 keypti hann jörðina Keldur í Sléttuhlíð og hóf þar búskap og hóf þar búskap sama ár, fyrst með foreldrum sínum en árið eftir kvæntist hann Ólöfu konu sinni. Þau bjuggu á Mýrum 1915-1918, Ysta-Hóli 1918-1925, Móskógum í Fljótum 1925-1929 og Tjörnum 1929-1955.
Fljótlega eftir að Ásgrímur kom að Tjörnum gerðist hann verkstjóri hjá Vegagerð Ríkisins og vann við það í rúman áratug.
Maki: Ólöf Konráðsdóttir (16.03.1890-16.03.1956). Þau eignuðust sjö börn og dú tvö þeirra í bernsku. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn, Guðna Kristján Hans Friðriksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Jónas Jón Snæbjörnsson (1890-1966)

  • S03443
  • Person
  • 21.03.1890-18.07.1966

Jónas Jón Snæbjörnsson, f. í Svefneyjum á Breiðafirði 21.03.1890, d. 18.07.1966. Foreldrar: Snæbjörn í Hergilsey og kona hans, Guðrún Hafliðadóttir úr Svefneyjum. Jónas lærði trémíðar og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lagði þar stund á teikninám. Árið 1914 gerðist hann smíða- og teiknikennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann lét af því starfi 1960. Á sumrum vann hann við ýmis konar smíðar, m.a. brúarsmíðar.
Maki: Herdís Símonardóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Sigurður Pétursson (1890-1958)

  • S03592
  • Person
  • 17.02.1890-03.02.1958

Sigurður Pétursson, f. 17.02.1890, d. 03.02.1958. Foreldrar: Pétur Jónsson bóndi í Áshildarholti og barnsmóðir hans, Jóhanna Jónsdóttir. Sigurður ólst upp í Áshildarholti til fermingaraldurs. Eftir það fór hann að vinna fyrir sér, m.a. við sjóróðra. Árið 1935 hóf Sigurður störf hjá Vitamálastjórn, fyrst sem verkstjóri við byggingu hafnarmannvirkja en síðan sem verkstjóri við vitabyggingar. Við þar starfaði hann rúmlega tveggja áratuga skeið. Sumarið 1957 veiktist hann skyndilega og varð að hætta störfum.
Maki 1: Elísabet Gísladóttir (1874-1949). Þau eignuðust ekki börn saman en fyrir átti Elísabet eina dóttur.
Maki 2: Margrét Björnsdóttir (1899-1983). Þau eignuðust fjögur börn.

Steingrímur Skagfjörð Felixson (1932-2007)

  • S03508
  • Person
  • 02.03.1932-17.11.2007

Steingrímur Skagafjörð Felixson f. á Halldórsstöðum í Seyluhreppi 02.03.1932, d. °7.11.2007. Foreldrar: Felix Jósafatsson og Efemía Gísladóttir. Steingrímur stundaði nám í Bændaskólanum á Hólum. Einnig lauk hann vélskólaprófi í Vestmannaeyjum árið 1950. Hann starfaði á Akureyri en flutti síðar í Sunnuhlíð. Hann vann einnig á vinnuvélum og við ylrækt í Varmahlíð. Árið 1968 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar starfaði Steingrímur sem verktaki og síðar verkstjóri. Síðustu starfsárin vann hann hjá Búnaðarbankanum í Reykjavík. Steingrímur söng með Karlakórnum Heimi og síðar Karlakór Reykjavíkur og var einn af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar.
Maki: Dana Arnar Sigurvinsdóttir (1933-). Þau eignuðust sex börn.