Showing 6 results

Authority record
Bifreiðastjóri

Ari Birgir Pálsson (1934-2001)

  • S03421
  • Person
  • 08.03.1934-04.02.2001

Ari Birgir Pálsson, f. á Sauðárkróki 08.03.1934, d. 04.02.2001. Foreldrar: Ósk Guðbrún Aradóttir frá Móbergi í Langardal og Páll H. Árnason frá Geitaskarði. Ari bjó á Móbergi til 17 ára aldurs. Þá flutti hann til Vestmannaeyja með foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Ari og Rebekka hófu búskap í Stakkholti í Vestmannaeyjum en fluttu svo í Uppsali þar sem Ari bjó þar til hann lést. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum en gerðist svo bifreiðastjóri.
Maki: Rebekka Óskarsdóttir. Þau áttu þrjú börn.

Björn Skúlason (1893-1975)

  • S03367
  • Person
  • 07.12.1893-11.06.1975

Tökubarn í Vatnshlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1901. Var í Gunnarshúsi, Sauðárkrókssókn1910. Kom frá Sauðárkróki að Ríp 1911. Bóndi á Söndum á Borgareyju. Veghefilsstjóri. Bílstjóri á Sauðárkróki 1930. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans var Ingibjörg Jósafatsdóttir.

Friðrik Sigurðsson (1917-1987)

  • S03586
  • Person
  • 22.05.1917-05.09.1987)

Friðrik Sigurðsson, f. að Steiná í Svartárdal 22.05.1917, d. 05.09.1987. Foreldrar: Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigurður Jakobsson. Innan við árs gamall var hann tekinn í fóstur að Valadal í Skörðum, til hjónanna Guðríðar Pétursdóttur og Friðriks Stefánssonar. Framan af starfaði Friðrik við Akstur við vegna- og hafnargerð, vinnu á jarðýtum og var um árabil með bíla á vegum Kaupfélags Skagfirðinga í akstri mili Reykjavíkur og Sauðárkróks. Árið 1948 hóf hann störf á bifreiða- og vélaverkstæði KS og vann þar til æviloka.
Maki: Brynhildur Jónasdóttir. Þau hófu sambúð árið 1936 og ári seinna settust þau að á Sauðárkróki. Þau eignuðust tvö börn. Annað þeirra lést á fyrsta ári. Einnig ólu þau upp Hildi Bjarnadóttur (f. 1948).
Friðrik kom mikið að félagsstörfum. Hann var m.a. formaður í Verkamannafélaginu Fram og formaður Alþýðuflokksfélagsins. Einnig var hann einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Sauðárkróks og formaður hans í eitt ár.

Kristján Árnason (1904-1993)

  • S03417
  • Person
  • 29.08.1904-18.09.1993

Kristján Árnason, f. 29.08.1904, d. 18.09.1993. Foreldrar: Árni Frímann Árnason og Þorbjörg Jóhannesdóttir.
Fósturforeldrar: Jóhann Oddsson og Anna Sveinsdóttir.
Bílstjóri á Siglufirði 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast búsettur í Reykjavík.
(F. 25.8.1904 skv. kirkjubók).

Ólafur Gíslason (1916-1999)

  • S03301
  • Family
  • 18.03.1916-22.02.1999

Ólafur Gíslason f. á Fjósum í Svartárdal 18.03.1916, d. 22.02.1999. Var á Sauðárkróki 1930. Foreldrar: Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (29.06.1890, d. 29..05.1968) og Gísli Ólafsson, (02. 01.1885-14.01.1967). Þegar Ólafur fæddist voru þau í húsmennsku á Fjósum í Svartárdal, en árið eftir fóru þau að Leifsstöðum í sömu sveit og voru þar eitt ár, þá eitt ár á Bergstöðum og loks eitt ár á Fjósum. Þá fengu þau jarðnæði og reistu bú í Hólabæ í Langadal og bjuggu þar til 1924 en fluttu þá til Blöndúóss. Fjórum árum seinna, eða 1928. fluttu þau á Sauðárkrók. Ólafur starfaði sem bifreiðastjóri á Akureyri og Sauðárkróki. Einnig vann hann við afgreiðslustörf á Sauðárkróki og síðast sem póstfulltrúi.
Maki: Guðrún Ingibjörg Svanbergsdóttir (17.08.1927-25.05.2015) frá Hrappstöðum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Þau eignuðust þrjá syni.
Var bifreiðastjóri á Akureyri er hann kynntist Guðrúnu. Þau bjuggu fyrstu árin saman á Akureyri en fluttu svo til Sauðárkróks árið 1948. Þau leigðu um tíma læknishúsið á Sauðárkróki og ráku húsgagnaverslun sem þar var í nokkur ár, frá 1967. Guðrún rak verslunina til 1996. Hún flutti til Akurerar 2005 og bjó þar síðustu æviárin.

Stefán Erlendsson (1908-1991)

  • S03298
  • Person
  • 20.09.1908-16.06.1991

Stefán Erlendsson, f. 20.09.1908, d. 16.06.1991. Foreldrar: Erlendur Helgason (1884-1964) og Guðríður Jónsdóttir (1885-1911). STefán ólst upp á Þorljótsstöðum í Vesturdal fyrstu tvö árin en þá flutti fjölskyldan að í Tungusveit. Móðir hans lést árið 1911 en faðir hans bjó áfram á Breið í tíu ár eftir það og kvæntist aftur, Moniku Sæunni Magnúsdóttur.
Bóndi í Bakkakoti í Vesturdal í Skagafirði. Bifreiðastjóri. Síðast búsettur á Akureyri.
Maki: Helga Hjálmarsdóttir (03.07.1919-26.02.2007) frá Bakkakoti. Þau eignuðust tvö bör. Þau bjuggu í Bakkakoti 1937-1945 og á Mælifelli 1945-1947. Síðan fluttu þau til Akureyrar og áttu þar heima til æviloka. Þar fékkst Stefán við ýmsa vélavinnu. o