Showing 1 results

Authority record
Skjalavörður

Árni Kristjánsson (1915-1974)

  • S03297
  • Person
  • 12.07.1915-04.07.1974

Árni Kristjánsson, f. á Finnastöðum í LJósavatnshreppi í Suður-Þingeyjasýslu 12.07.1915, d. 04.07.1974. Foreldrar: Kristján Árnason og Halldóra Sigurbjarnardóttir. Árni varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og stúdent þaðan utanskóla 1937. Hann lauk kennaraprófi 1938 og cand mag. prófi í íslensku fræðum frá HÍ 1943. Hann var stundakennari við Samvinnuskólann 1937-1942 og 1943-1952, og við Kvennaskólann f Reykjavík1944-1945. Árni var starfsmaður Orðabókarháskólans 1944-1952 og kennari
við Menntaskólann á Akureyri 1952-1972, er hann tók við forstöðu Amtsbókasafnsins á Akureyri og grundvallaði héraðsskjalasafnið. Sumarið Sumarið áður en hann lést lét hann af stöðu amtsbókavarðar og hóf aftur kennslu við M.A. að hausti, en vanheilsa lamaði þá fljótt starfsgetu hans.
Maki: Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli. Þau eignuðust fimm börn.