Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959)
- S03291
- Person
- 16.08.1882-24.09.1959
Anna Guðrún Pálsdóttir (Guðrún Anna Pálsdóttir, skv. Íslendingabók) f. 16.08.1882, d. 24.09.1959. Foreldrar: sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ (1839-1887), og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir (1841-1938).
Maki: Sigurður Sigurðsson (1879-1939), skáld og lyfsali. Þau eignuðust eina dóttur sem lést á þritugsaldri. Þau bjuggu í Arnarholti í Vestmannaeyjum (áður nefnt Stakkahlíð) þar sem Apótekið var í áratugi. Anna tók virkan þátt í félagslífi í Eyjum og var píanóleikari. Vegna lélegs heilsufars Sigurðar varð hann að hætta störfum og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins.